Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 21.–25. apríl 20162 Í góðum málum - Kynningarblað F lügger ehf. kynnir nýtt og spennandi litakort fyrir sum­ arið en nú er ákveðin lita­ bylgja í gangi, að sögn Vig­ fúsar Gunnars Gíslasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Segir hann vaxandi áhuga vera á auknum fjölbreytileika í litum. „Það gengur allt í bylgjum í lífinu, stund­ um er allt í misjafnlega hvítu, við erum að fara í gegnum grátónaliti og núna er fólk tilbúið að mála í rauð­ um, brúnum, bláum og jafnvel græn­ um og gulum tónum. Það er gaman fyrir okkur að koma inn í þessa bylgju með spennandi útilitakort fyrir sum­ arið úr smiðju skandinavískra arki­ tekta,“ segir Vigfús. Flügger ehf. er í senn ramm­ íslenskt og alþjóðlegt fyrirtæki. Árið 2004 keypti danska fyrirtækið Flügger A/S Hörpu Sjöfn og rekur það gróna fyrirtæki á sömu kennitölu. Saga Flügger A/S nær allt aftur til 1783 og keðjan er ein af leiðandi aðilum í málningarbransanum í Skandinavíu, Póllandi og víðar. Flügger á Íslandi byggir því á afar traustum innlend­ um og erlendum grunni. Vandaður undirbúningur mikilvægur Vigfús segir að fyrir þá sem hyggja á málningarvinnu í vor og sumar sé lykilatriði að vanda til undirbúnings: „Fyrst þarf auðvitað að setja niður markmiðin, hvað maður ætlar að gera og hvaða niðurstöðu maður ætl­ ar að fá. Síðan er afar mikilvægt að byrja ekki of snemma, gæta þess að fletirnir séu orðnir þurrir og sumar­ klárir, því allt getur verið vatnsósa eftir veturinn. Meta þarf aðstæður sem geta verið breytilegar. Sums staðar loftar vel um palla, tréverk og þess háttar, og getur það verið orðið skraufþurrt og tilbúið, en annars staðar, þar sem fletir eru í skugga eða skjóli eða niðri við jörð – þar þarf kannski lengri tíma og nauðsyn­ legt að gæta vel að. Við eigum til rakamæla sem mæla rakainnihald í timbri og slíku, og þeir geta komið sér vel áður en hafist er handa.“ Vigfús segir enn fremur mikilvægt að fletir séu hreinir og fastir áður en byrjað er að mála eða bera á: „Á tréverk getur til dæmis komið mosi og slý, svona græn slikja. Þá koma ýmis hreinsiefni sér vel, pallahreinsir og önnur hreinsiefni frá Flügger. Það þarf að skafa, bursta og hreinsa. Varðandi steinfleti þá þarf sjá til þess að þeir séu þurrir, það þarf að hreinsa og grunna, skafa burt lausa málningu, gera við skemmdir í múr, laga sprungur – og vanda þetta allt.“ Viðskiptavinir Flügger eru mis­ reyndir í málningarvinnu og skyldum verkefnum en Flügger­verslanirnar eru fyrir alla, jafnt fagmenn sem byrj­ endur . „Við höfum gríðarlega breidd af vörum en það er breytilegt hvað hentar á hverjum stað. Við erum til dæmis með vatnsþynnt efni sem teljast nútímaleg og umhverfisvæn. Margir eru að nota slíkar vörur og þær henta víðast hvar. Aftur á móti eru margir í eldri lausnum, eru enn að nota terpentínuþynnt efni og þess háttar. Það búa margir yfir mikilli verkreynslu frá fyrri tíð og það er ekk­ ert sem kemur í staðinn fyrir reynsl­ una. Ég hvet alltaf mitt sölufólk til að taka ekki völdin af viðskiptavin­ um því flestir vita alveg hvað þeir eru að gera. Síðan eru aðrir byrjendur en við leggjum mikla áherslu á fag­ lega ráðgjöf til þeirra sem eftir henni sækjast, margir málarar vinna í fyrir­ tækinu, við afgreiðslu og skyld störf. Við hvetjum fólk til að koma og leggja spilin á borðið, fá upplýsingar og ráð­ gjöf um hvernig best er að standa að hlutunum,“ segir Vigfús og bætir við að það sé í fínasta lagi að hafa ekki vit á hlutunum, í upphafi séu allir byrj­ endur. Margar verslanir og langur afgreiðslutími Flügger rekur fjölmargar sérverslanir hér á landi sem eru uppfullar af gæðavörum, fyrir íslenskar aðstæð­ ur. Auk höfuðborgarsvæðisins eru Flügger­verslanir í Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. Þá er Flügger með samstarf við endursöluaðila um allt land. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Stórhöfða 44 en þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 7 á morgn­ ana til 19 á kvöldin. Segir Vigfús að fólk fagni þessum langa afgreiðslu­ tíma og til dæmis komi ungt fólk í stríðum straumum í verslunina á sunnudögum. Þess má geta að frá árinu 2010 hefur Flügger ehf. verið söluaðili fyrir Hempel skipa­ og iðnaðarmálningu hér á landi en Hempel er leiðandi á íslenskum markaði í þeim vöruflokki. Nánari upplýsingar um verslanir, afgreiðslutíma, vöruúrval og annað sem viðkemur Flügger ehf. er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, flugger.is. n Hágæða málningarvörur og ráðgjöf fyrir byrjendur og fagfólk Flügger er á meðal leiðandi aðila á íslenskum málningarvörumarkaði Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.