Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Page 12
12 Fréttir Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Möstrin sáust í hundrað ár n Hollenska gullskipið hraktist undan „æðiveðri“ n Dýrasti farmur strandaðs skips á Íslandi Eggert Skúlason eggert@dv.is G ullskipið eða Het Wapen van Amsterdam, var í sinni fimmtu ferð milli Indlands og Hollands þegar það fórst við suðurströnd Íslands. Í Morgunblaðinu í nóvember 1960, í dálknum „Menn og málefni“, er saga skipsins rakin. Þar segir að talið sé að skipið hafi strandað um 20 kílómetra vestan við Ingólfshöfða. Morgunblaðið vitnar til þess í um­ fjöllun sinni að einu samfelldu heim­ ildirnar um strandið sé að finna í grein Árna Óla, ritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins, frá árinu 1936. Greinina byggði hann á ótal annálum og lagði í mikla heimildavinnu. „Het Wapen van Amsterdam (Skjaldarmerki Amsterdam,) var eitt glæsilegasta skip hollenska flot- ans, hlaðið dýrara farmi en nokkurt skip, sem strandað hefur hér við land og einnig mun aldrei hafa orðið jafn mikið manntjón við nokkurt strand eins og þá.“ Brottför frá Indlandi seinkaði Árni Óla sagði í grein sinni um hol­ lensku kaupförin: „Á þessum árum var stríð milli Hollendinga og Englendinga. Hin stóru kaupför sem til Indlands sigldu og komu þaðan aftur með hina dýrmætustu farma, þorðu því ekki að sigla um Ermar- sund, heldur fóru þau vestan við Bret- landseyjar.“ Skipin komu oft að landi í Færeyj­ um og sigldu þaðan til Hjaltlandseyja, þar sem hollensk herskip tóku á móti þeim og sigldu með þeim síðasta spölinn til Hollands. Skipin yfirgáfu Indland oftast nær milli jóla og nýárs og tók sigl­ ingin til Hjaltlandseyja á bilinu átta til níu mánuði og voru skipin að nálg­ ast Skotland í lok sumars, þar sem herskipin biðu þeirra til að verja þau fyrir breskum herskipum. Árið 1667 lögðu hollensku kaupskipin nokkru síðar af stað frá Indlandi, eða ekki fyrr en undir lok janúar. Skipin voru í samfloti eftir því sem gerlegt var. Árni Óla skrifar: „Fæ ég ekki séð hve mörg þau voru saman, því að í heimildum er talað aðeins um „nokkur skip“.“ Tvö skip fórust Ferðin hafði gengið vel en þó lentu skipin nokkru vestar en ráð var fyrir gert og voru þau komin í námunda við Ísland, á 62. breiddargráðu þann 17. september. Þessa nótt skall á „æði- veður“ og leystist þá flotinn sundur. Flest skipin hleyptu til Færeyja upp á líf og dauða. Eitt skipið, Walcheren, sökk skammt frá Færeyjum. Het Wapen van Amsterdam strand­ aði sömu nótt og ofsaveðrið skall á. Skipið rak upp í fjöru við suður­ strönd Íslands og sökk tveimur sólar hringum síðar. Áhöfn skipsins, hermenn og farþegar töldu á bilinu 200– 300 manns. Einungis um 50–60 var bjarg­ að og segir í Morgun­ blaðinu: „… og munu þeir hafa bjargað á land með sér nokkru af farmi skipsins. Höfuðsmaðurinn á Bessastöð- um hirti góðan hlut af því er á land rak úr skipinu, taldi hann það vogrek og rétt- mæta kon- ungs- eign.“ Dagblaðið Vísir fjallaði um málið í janúar 1968 og ræddi þá við Berg Pálsson sem fengið hafði opinbert leyfi undirritað af forsætisráðherra, Ólafi Thors, átta árum áður. Bergur hafði leitað árum saman á söndun­ um en án árangurs. Hann sagði í viðtali við blaðið: „Lengi stóðu möstrin upp úr sandinum og voru eini leiðarvísirinn að leg- stað þess. Þau voru sög- uð af hundrað árum eftir strandið, að því er sagt er. Vafalaust hafa þau þótt gott smíðaefni. Sand- urinn huldi það sem eftir var. Lengi höfðu menn þó hug- mynd um hvar skipið væri niðurkomið.“ Betur varðveitt en Vasa Bergur segist í þessu viðtali sannfærður um að það sem var í skipinu sé þar enn. „Það strandaði þarna í vitlausu veðri og vindáttin var suðlæg. Skipið hefur fljótlega fyllt af sjó og síðan af sandi. Eftir það hefur ekki nokkur máttur getað haggað því. Sandurinn hefur færst tals­ vert fram síðan og skipið er nú nokkurn spöl uppi í landi. Það er hins vegar ágiskun hversu langt frá sjó það er.“ Þá spurði blaðamaður Berg: Og skipið er ófúið þarna í sandinum? „Já, á því er ekki nokk- ur vafi. Það er að öllum líkindum bet- ur varðveitt en Vasa, sem grafið var upp í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og menn muna. Í sandinum eru engin lífræn efni og hann varðveitir skips- skrokkinn mun betur en leir, eins og Vasa sökk í.“ Jakob Ásgeirsson skrifaði mikla umfjöllun um gullskipið í Morgun­ blaðið í júlí 1982. Var meðal annars fjallað um afdrif skipbrotsmanna. Þar segir: „Það rak margt á land, þegar skipið tók að brotna og lið­ ast í sundur og þar á meðal vínámur og gerði það skipbrotsmönnum lífið um stund léttara en einnig dauðann. Þeir urðu margir sökum ölvunar ófærir um að bjarga sér en þá líklega fengið hægari dauða en hinir mörgu sem börðust ódrukknir meðan þeim entist þrekið.“ Gríðarlegt magn af demöntum og perlum Farmskrá skipalestarinnar er mjög forvitnileg. Hún er sameigin­ leg fyrir öll skipin, að því er virðist vera. Sam­ tals er um að ræða 56 vörutegundir – margs konar vefnaðarvöru, krydd, sykur, hnetur, silki og lyf. Það sem vekur án efa mestan spenning hjá gull­ leitarmönnum eru 323 tonn af japönskum kopar og yfir fjögur þús­ und tonn af hrá­ demöntum. Þá segir í farm­ skránni að 1.827 tonn af perl­ um hafi verið í skipalestinni. Ljóst er að skip­ brotsmenn dreifð­ ust víða um Suður­ land. Þannig voru margir um veturinn í vist á þeim bóndabæjum sem voru í Öræfum. Annálar „Það er að öllum líkindum betur varðveitt en Vasa, sem grafið var upp í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.