Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 17
Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Umræða 17 starfskröftum ehf. auglýsir eftir Fullt starf – hlutastarf - aukavinna Vegna aukinna umsvifa leitum að: Meiraprófsbílstjórum í fullt starf, stelpum og strákum með meirapróf, eða bara gamla góða bílprófið. Bílstjórum og dugnaðarforkum til að vera á hliðarlínunni þegar mikið liggur við. Tilvalið fyrir skólafólk og vaktavinnufólk sem vill auka- vinnu. Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar, ferilsskrá, stutt skilaboð eða símanúmer á: atvinna@flutningathjonustan.is og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri. Tveir af meginsnillingum bókmennta okkar lands Sumarlesningin klár! Svo þegar fólk er búið að endurnýja kynni sín við verk þeirra meginsnill- inga sem hér hafa verið gerðir að um- talsefni væri alveg tilvalið að kynna sér fínar bækur sem um þá hafa verið skrifaðar. Ég hef þegar nefnt Skáldalíf Halldórs Guðmundssonar, og rétt er að minna á að fyrir fimm árum kom út ný og ítarleg ævisaga Gunnars Gunnarssonar; „Landnám“ eftir Jón Yngva Jóhannsson. Um Þórberg má minna á ævisögu hans í tveim- ur bindum eftir Pétur Gunnarsson sem birtist fyrir fáum árum; ekki síst fannst sjálfum mér mikill slægur í seinni bókinni. Og síðast í fyrra kom út marglofuð bók um Þórberg eftir Soffíu Auði Birgisdóttur: „Ég skapa, þessvegna er ég.“ Hafi einhverjir bókmenntaunn- endur áhyggjur af því hvað þeir eigi að lesa í sumar, þá tel ég að lausnin á því sé hér fram komin. n Þórbergur Þórðarson „Stílsnillingur og húmoristi svo að af bar.“ „Mér sýnist augljóst að verk Þórbergs séu nú um stundir nokkuð mikið lesin og lifandi, það sér maður á ýmissi umfjöllun eldra fólks og yngra og tilvitnunum í hans frægustu bækur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.