Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 21.–25. apríl 20166 Í góðum málum - Kynningarblað Litbrigði: Vönduð vinnubrögð fagmanna M álningarfyrirtækið Lit­ brigði hefur starfað í rúmlega 20 ár og starfs­ menn þess eru þekktir fyrir að veita fagmann­ lega og lipra þjónustu. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna húsa­ málun auk þess sem það sér bæði um húsgagnamálun og skiltamál­ un. Sinna stórum sem smáum verkefnum Samkvæmt Kristjáni Arnari Sveins­ syni málarameistara hefur Lit­ brigði sinnt fjölbreytilegum verk­ efnum við málningarvinnu í jafnt stórum sem smáum byggingum: „Stundum sér fyrirtækið alfarið um málningarvinnu ákveðinna verkefna en er einnig oft í sam­ vinnu við fyrirtæki og bygginga­ verktaka sem taka að sér utan­ hússviðgerðir. Við hjá Litbrigðum höfum að sama skapi málað fyrir fjölda ólíkra fyrirtækja,“ segir Kristján og nefnir meðal annars til sögunnar verkefni sem þeir hafa gert fyrir fjölbýlishús, hótel, heilsuræktarstöðvar, trygginga­ félög, verslanir og veitinga­ og skemmtistaði. „Litbrigði þjónustar þó ekki aðeins fyrirtæki heldur tekur líka að sér almennar við­ gerðir og málun og fyrir einstak­ linga, hvort sem um innandyra verkefni er að ræða eða utandyra.“ Metnaðarfullir starfsmenn „Hjá Litbrigðum starfa tveir löggild­ ir málarameistarar og allir starfs­ menn okkar eru samstiga í því að leggja allan sinn metnað í að skila vönduðu verki – og breytir þá engu hvort um er að ræða lítil eða stór verk. Hér á bæ er eingöngu notast við hágæða efni sem henta aðstæð­ um hverju sinni. Það að láta fag­ menn um að vinna verkið tryggir að unnið sé eftir þínum óskum og að vandað sé til verka. Við gerum föst verðtilboð fólki að kostnaðarlausu,“ segir Kristján að lokum og bendir á að inni á heimasíðu fyrirtækisins sé hægt að taka litblindupróf og skoða litahringinn og fróðleiksmola. Það var Newton sem var fyrstur manna til þess að setja litina upp í hring. Til að loka hringnum þurfti hann svo að bæta við einum lit, vín­ rauðum, en þar er í raun upphaf og endir hringsins. Heimasíða fyrir­ tækisins er: www.litbrigdi.is n Litbrigði, Vættaborgum 61, 112 Reykjavík. Sími: 697 – 9000 Smáverk: Smíða, mála, laga og breyta fyrir einstaklinga og fyrirtæki B aldvin Guðjónsson, eigandi fyrirtækisins Smáverka, seg­ ir að viðskiptavinum þyki mjög handhægt að hafa svo að segja allt á einum stað. „Hér innanborðs starfa píparar, málarar, rafvirkjar og smiðir svo það er leikur einn að sækja til kunnáttu­ mikilla fagmanna hjá okkur. Hjá Smáverkum finnurðu heildarlausn­ ina þína. Það má segja að þjónust­ an sem í boði er dekki allt frá a–ö. Um þessar mundir er mikið að gera hjá okkur og reyndar búið að vera í allan vetur. Við erum mikið í ýmiss konar smíði og standsetningu.“ Smáverk sinnir stórverkum „Smáverk var lítið fyrirtæki við upp­ haf rekstursins en hefur hlaðið utan á sig er nú raunar meira í stórum verkum en smáum,“ segir Baldvin brosandi. „Nú orðið tökum við heilu hús­ in í gegn og jafnvel blokkir líka. Við höfum afar lítið verið að auglýsa þar sem okkar ánægðu viðskiptavinir leita aftur og aftur til okkar auk þess sem þeir eru duglegir við að láta okkar góða orðspor berast. Ánægð­ ur viðskiptavinur er að mínu mati besta auglýsingin,“ segir Baldvin að lokum og bendir á að Smáverk kem­ ur á staðinn og gerir fólki tilboð því að kostnaðarlausu. Ummæli á Facebook frá ánægð- um viðskiptavini: „Ég vil þakka Baldvini og starfsmönnum Smáverka fyrir fag­ leg og vandvirk vinnubrögð. Þeir eru sanngjarnir, úrræðagóðir og al­ gjörlega traustir. Auðvelt að ná á þá og þeir mæta á þeim tíma sem þeir gefa upp. Mæli eindregið með þeim.“ Smáverk, Faxafeni 8. Símar: 897–8040,772–9812. www.facebook.com/smaverk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.