Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 15
Fréttir Erlent 15Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Pottþétt vor í nánd Blákorn 5 kg 1.290 LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.990 Gróðurmold 20 l 490 Strákústur 30cm breiður 795 25 stk. 110 lítra ruslapokar 995 Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my) 796 20% AFSLÁTTUR Pretul greinaklippur 895 Truper 24” greinaklippur 2.295 Tia - hekkklippur 60 cm 1.995 2.390 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 4.390 Landora tréolía, 3 lítrar 2.690 1.790 Bíla & gluggaþvotta kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun 2.790 Bio Kleen pallahreinsir 895 5 lítrar kr. 3.295 Deka Hrað 5 kg 1.890 Portúgalskir leirpottar í úrvali - Gæðavara Verð frá kr. 145 TFA-146015 Útihitamælir 1.790 Hjólbörur 80L 3.990 Blómapottamöl 10 l. 990 Mei-9993150 Upptínslutól 60cm 1.595 M IKIÐ ÚRVAL AF STIG UM Undirdiskar fáanlegir Proflex Nitril vinnuhanskar 395 Opið í dag Sumardaginn fyrsta kl 10-16* á Kletthálsi 7 Viðskiptavinir í dag fá í sumargjöf 9,5 cm leirpott ** *Lokað í Reykjanesbæ á Sumardaginn fyrsta **Ef keypt er fyrir meira en kr. 1000 Svikabúnaður hjá Mitsubishi Stjórnendur Mitsubishi Motors til­ kynntu í gær, miðvikudag, að búnaði, sem gefur rangar upplýsingar um eldsneytisnotkun, hefði verið komið fyrir í 600.000 bílum japanska stór­ fyrirtækisins. Hlutabréf í Mitsubishi, sem er áttundi stærsti bílaframleið­ andinn í Japan, féllu í kjölfarið um rúm 15 prósent. Mitsubishi er fyrsti japanski bílaframleiðandinn til að tilkynna um notkun á svikabúnaði. Frægt er þegar þýska stórfyrirtæk­ ið Volkswagen viðurkenndi í fyrra og baðst afsökunar á umfangsmikilli notkun á slíkum búnaði. 525 látnir hið minnsta Alls hafa 525 lík fundist í rústum húsa eftir jarðskjálftann sem varð í Ekvador á laugardag. Þrátt fyrir það er óttast að fjölmargir fleiri hafi lát­ ist í hamförunum, enda er um 1.700 saknað. Sífellt dvína vonir manna um að fleiri finnist á lífi. Talið er að næstum fimm þúsund manns hafi slasast í skjálftanum en hann var 7,8 á Richter. Kraftmikill eftirskjálfti, yfir sex á Richter, reið yfir á miðviku­ dagsmorgun. Ljóst er að eignatjón er gríðarlegt. Skjálftinn varð í um 170 kílómetra fjarlægð norðaustur af höfuðborginni Quito. Breivik lagði norska ríkið Héraðsdómstóll Óslóar komst í gær, miðvikudag, að þeirri niður­ stöðu að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik sem stefndi ríkinu fyrir ómannúðlega meðferð. Samkvæmt dómnum hefur norska ríkið brotið gegn 3. grein mann­ réttindasáttmálans en Breivik sagði að brotin hafi meðal annars falið í sér síendurteknar líkamsrannsóknir og of mikla einangrunarvist. Þá hafa bréfasendingar hans verið takmark­ aðar og þannig hafi ríkið brotið á 8. grein mannréttindasáttmálans um einkalíf og opinber bréfaskipti. Frjáls – í bili Tara Brown er reynd sjónvarpskona sem setið hefur í gæslu- varðhaldi í Líbanon í nokkrar vikur. Frelsinu fegin Blaðamenn verða ekki ákærðir fyrir mannrán T ökulið 60 mínútna í Ástralíu og áströlsk móðir verða ekki ákærð fyrir mannrán í Líb­ anon að sinni. Ali Elamine, faðir barnanna sem rænt var, segist ekki vilja að börnin sín telji að hann hafi ákveðið að láta móður þeirra dúsa í fangelsi. DV fjallaði um málið fyrir skemmstu og þá kom fram að til­ raun til að sækja hálfáströlsk börn, eftir forræðisdeilu, mistókst fyrir tveimur vikum og var fólkið í kjöl­ farið fært í gæsluvarðhald og ákært. Þetta hefur nú breyst og sem sak­ ir standa hafa yfirvöld og faðir barn­ anna ákveðið að það sé fyrir bestu að bíða með kærur og ákærur nema gegn forsvarsmönnum fyrirtækis­ ins sem ráðið var til að ræna börn­ unum. Tökuliðinu og móður barnanna var sleppt úr fangelsinu á mið­ vikudag. Í ástralska kvikmynda­ tökuteyminu voru fjórir aðilar, þar á meðal ein þekktasta fréttakona Ástr­ alíu, Tara Brown. Móðir barnanna, Sally Faulkner, hafði leitað til fyrirtækis og aðila sem sérhæfa sig í að „endurheimta“ börn eftir forræðisdeilur eða mann­ rán. Til er myndefni sem sýnir fólkið ræna börnunum á götu úti í Beirút. Börnin heita Lahela, sex ára, og Noah, fjögurra ára. Starfsmenn fyr­ irtækisins, tveir Bretar og þrír Líb­ anir, eru enn í varðhaldi. Faulkner heldur því fram að fað­ ir barnanna hafi farið með börnin, gegn vilja þeirra og hennar, frá Ástr­ alíu til Líbanon fyrir nokkru, en þau hafa staðið í erfiðri forræðisdeilu í langan tíma. Ástralska tökuliðið mun vera laust gegn tryggingu og frjálst ferða sinna. Þau mega búast við því að ákærum verði haldið til streitu, þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það. n astasigrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.