Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Kynningarblað - Í góðum málum 7
Málningarþjónustan á Selfossi:
50 ára afmæli framundan
Þ
ann 6. júní næstkomandi
fagnar Málningarþjón
ustan á Selfossi hálfrar
aldar afmæli sínu og er því
óhætt að gera því skóna að
fyrirtækið sé með þeim elstu sinnar
tegundar á landinu. Steindór Páls
son málarameistari segir lesendum
DV frá því að stofnandi fyrirtækis
ins, Páll Árnason, hafi lært að mála
hjá Kaupfélagi Árnesinga á sínum
tíma en hafi síðan vent sínu kvæði
í kross, stofnaði eigið fyrirtæki og
var þar með kominn í samkeppni
við sjálft Kaupfélagið. Málningar
þjónustunni vel tekið frá fyrsta degi
„Það þurfti áræðni og hugrekki
fyrir einyrkja að fara þessa leið,“ segir
Steindór. „Fyrsta haustið sem
Páll starfaði sjálfstætt var
hann með málningar
flokk sem samanstóð
af þremur til fjór
um mönnum, en
nú árið 2016, hafa
yfir hundrað manns
starfað hjá fyrir
tækinu í gegnum
tíðina, í lengri eða
skemmri tíma. Það var
hvorki sjálfgefið né auð
velt að fara út í samkeppni
við Kaupfélag Árnesinga á sín
um tíma og má því segja að Páll hafi
verið brautryðjandi hvað það varð
ar. Viðskiptavinirnir voru frá upp
hafi bæði einstaklingar og fyrirtæki
á Selfossi og nágrenni.“
Rótgróið og traust
fjölskyldufyrirtæki
Að sögn Steindórs hefur Málningar
þjónustan á Selfossi lengst af verið í
viðskiptum við Málningu hf., þó svo
að fleiri birgjar hafi nú bæst við.
„Það er vissulega búið að vera
mjög gaman að starfa við þetta
fyrirtæki. Og í gegnum það hefur
maður kynnst fjöldanum öllum
af skemmtilegu og góðu fólki. Við
höfum mikið starfað um landið
vítt og breitt en þó mest á Suður
landinu. Það er gefandi að starfa
hjá rótgrónu og traustu fjölskyldu
fyrirtæki sem er í dag með dreifða
eignaraðild meðal starfsmanna
sem sumir hverjir hafa starfað hér
áratugum saman. Í tilefni tíma
mótanna langar mig til þess að
þakka öllum okkar traustu við
skiptavinum fyrir samstarfið svo
og starfsmönnum fyrirtækisins í
gegnum tíðina,“ segir Steindór. n
Málningarþjónustan á Selfossi
Gagnheiði 47
800 Selfoss
Sími: 899-1775
Málningarþjónustan á Facebook