Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir
A
llir fimm fráfarandi
stjórnarmenn Íslands
banka sóttust eftir áfram
haldandi stjórnarsetu en
hlutu hins vegar ekki náð
fyrir augum valnefndar Banka
sýslu ríkisins og því voru tilnefndir
fimm nýir einstaklingar í sjö manna
stjórn bankans. Samkvæmt heim
ildum DV voru þrír erlendir stjórn
armenn bankans reiðubúnir að
gefa áfram kost á sér þrátt fyrir að
þóknun þeirra fyrir stjórnarsetuna
myndi lækka um helming samhliða
því að eignarhaldið á Íslandsbanka
hefur núna færst alfarið í hendur
ríkisins.
Friðrik Sophusson og Helga Val
fells eru því þau einu, sem kjörin
voru í stjórn bankans á aðalfundi
árið 2015, sem sitja áfram í stjórn
Íslandsbanka. Þá var Friðrik kjör
inn formaður stjórnar á aðalfundi
bankans síðastliðinn þriðjudag en
hann hefur gegnt því starfi frá ár
inu 2010.
Talsverðrar óánægju gætir á
meðal helstu stjórnenda Íslands
banka, samkvæmt upplýsingum
DV, með að Bankasýsla ríkisins hafi
ráðist í slíka uppstokkun á stjórn
bankans. Slíkt sé síst til þess fall
ið að tryggja samfellu fyrir rekstur
og stjórn bankans. Þá sé ljóst að
brotthvarf erlendra stjórnarmanna
muni setja enn frekari strik í reikn
inginn varðandi mögulega sölu á
Íslandsbanka, einkum og sér í lagi
til erlendra fjárfesta, eins og áform
stjórnenda og fyrri eigenda bank
ans hafa staðið til á undanförnum
misserum og árum.
„Ákveðin samfella“ í stjórn
Í skriflegu svari Bankasýslunn
ar við fyrirspurn DV af hverju
engin erlendu stjórnarmannanna
var tilnefndur til áframhaldandi
stjórnarsetu er bent á að valnefnd
stofnunarinnar, sem er skipuð af
stjórn Bankasýslunnar, komi með
tilnefningar tveggja eða þriggja
aðila fyrir hvert sæti sem losn
ar í stjórnum eða bankaráðum.
Þær séu lagðar fyrir stjórn Banka
sýslu ríkisins sem velur úr þeim þá
einstaklinga sem stofnunin styðji til
stjórnarkjörs á aðalfundi viðkom
andi fjármálafyrirtækisins. „Hafði
stjórn Bankasýslu ríkisins ekki tæki
færi til að tilnefna þá einstaklinga
sem spurt er um samkvæmt þeim
ramma sem henni er sniðinn“ sam
kvæmt lögum og reglum sem stofn
unin starfar eftir.
Spurt hvort það sé ekki óheppi
legt fyrir samfellu í rekstri bankans
að gerðar séu jafn miklar breytingar
á stjórninni kemur fram í svari
Bankasýslunnar að í þeim efnum
sé ekkert „sérstakt lagalegt viðmið
sem ber að hafa til hliðsjónar í þessu
ferli. Hins vegar er þó ákveðin sam
fella í stjórn Íslandsbanka þar sem
formaður stjórnar og annar stjórn
armaður til halda áfram en fimm
nýir einstaklingar taka við störfum
í kjölfar þess að ríkið hefur eignast
alla hluti í bankanum.“
Fengu greitt tvöfalt
Þau sem hverfa á braut úr stjórn
bankans eru Marianne Økland, Eva
Cederbalk, Neil Graeme Brown,
Gunnar Fjalar Helgason og Árni
Tómasson. Í þessum hópi hafa þrír
stjórnarmenn – Marianne, Neil og
Árni – setið í stjórninni allt frá ár
inu 2010 en Gunnar Fjalar og Eva
komu inn í stjórn bankans á síðasta
ári. Gunnar Fjalar, sem er fram
kvæmdastjóri stefnumótunar og
stjórnunar hjá Símanum, tók sæti
sem aðalmaður í stjórninni þegar
Þóranna Jónsdóttir sagði af sér síð
astliðið haust.
Hinir erlendu stjórnarmenn Ís
landsbanka hafa á undanförn
um árum fengið greidd um helm
ingi hærri laun fyrir stjórnarsetu
sína heldur en þeir Íslendingar
sem hafa á sama tíma verið í stjórn
bankans. Það skýrist af því að ISB
Holding, dótturfélag Glitnis, sem
hélt utan um 95% eignarhlut slita
búsins í Íslandsbanka, borgaði
hinum erlendu stjórnarmönnum
sérstakar viðbótargreiðslur um
fram þá þóknun sem þeir fengu
frá Íslandsbanka fyrir stjórnarset
una. Samkvæmt síðasta birta árs
reikningi ISB Holding námu þessar
aukagreiðslur til erlendra stjórn
armanna samtals 15,4 milljónum
króna á árinu 2014.
Ljóst var að þetta fyrirkomu
lag myndi renna skeið sitt á enda
um leið og 95% hlutur ISB Holding
í Íslandsbanka færðist yfir til
Bankarýslu ríkisins sem hluti af
stöðugleikaframlagi kröfuhafa
Glitnis til íslenskra stjórnvalda.
Samkvæmt öruggum heimildum
DV þá lýstu allir erlendu stjórn
armennirnir því yfir að þeir hefðu
engu að síður áhuga á að sitja
áfram í stjórn Íslandsbanka – og þá
á sömu kjörum og íslensku stjórn
armennirnir. Valnefnd Bankasýsl
unnar ákvað hins vegar að tilnefna
engan þeirra í nýja stjórn bankans.
Á aðalfundi Íslandsbanka þriðju
daginn 19. apríl síðastliðinn var
samþykkt að þóknun til stjórnar
manna yrði óbreytt á milli ára.
Þannig yrði þóknun stjórnar
formanns 600 þúsund krónur á
mánuði en aðrir stjórnarmenn fá
400 þúsund krónur. Til viðbótar
skal greiða stjórnarmönnum 125
þúsund krónur á mánuði fyrir þátt
töku í starfi undirnefnda stjórnar.
Hætta í öðrum stjórnum
Þau sem voru kjörin ný í stjórn
ina á aðalfundinum eru þau Anna
Þórðardóttir endurskoðandi, Auð
ur Finnbogadóttir, fyrrverandi
fram kvæmdastjóri Lífsverks líf
eyrissjóðs, Árni Stefánsson, fram
kvæmdastjóri hjá Rio Tinto Alc
an, Hallgrímur Snorrason, ráðgjafi
og fyrrverandi hagstofustjóri, og
Heiðrún Jónsdóttir, lögfræðingur
og stjórnarmaður í mörgum fyrir
tækjum. Auður hefur verið stjórn
arformaður Samkeppniseftirlits
ins frá árslokum 2015 en lætur
af því starfi samhliða því að taka
sæti í stjórn bankans og þá hef
ur Heiðrún einnig sagt af sér sem
stjórnarformaður Íslenskra verð
bréfa en óheimilt er að sitja sam
tímis í stjórnum tveggja fjármála
fyrirtækja. n
Helgarblað 21.–25. apríl 2016
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealoz augndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ný stjórn Íslandsbanka Þessi hætta:
Hallgrímur Snorrason Heiðrún Jónsdóttir Helga ValfellsAuður Finnbogadóttir
Árni StefánssonAnna Þórðardóttir
Friðrik Sophusson
stjórnarformaður
Erlendu stjórnarmennirnir vildu
halda áfram á lægri launum
n Bankasýslan skipti út fimm stjórnarmönnum sem gáfu allir áfram kost á sér
Árni Tómasson Eva Cederbalk
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Bindiskyldan ýtti
undir skugga-
bankastarfsemi
Friðrik Sophusson, stjórnarformað-
ur Íslandsbanka, gerði hinar miklu
breytingar á stjórn bankans að
umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi og
færði hinum erlendu stjórnarmönnum
sérstakar þakkir fyrir framlag þeirra.
„Marianne og Neil, sem hafa verið með
frá upphafi og Eva, sem kom til liðs við
okkur fyrir ári, hafa með yfirburðaþekk-
ingu og mikilvæga reynslu í farteskinu
lagt mikið af mörkum við að endurreisa
bankann og móta framtíðarsýn hans,“
sagði Friðrik.
Þá nefndi stjórnarformaðurinn einnig
í ræðunni þá ákvörðun Seðlabanka Ís-
lands að hækka bindiskylduna í október
á liðnu ári í því skyni að verja lausafjár-
stöðu bankanna í aðdraganda uppgjörs
slitabúa föllnu bankanna. Friðrik sagði
að þetta hefði lækkað mælda lausa-
fjárstöðu og valdið því að bankarnir
hefðu þurft að fara „varlegar“ í útlánum
eins og sést hafi á síðasta ársfjórðungi
2015. „Vandamálið við bindiskylduna,“
útskýrði Friðrik, „er hins vegar að hún
virkar einungis á bankana en ekki á
skuggabankastarfsemina. Á sama tíma
og Seðlabankinn sagði bönkunum að
hægja á ferðinni sáum við mikla sókn
í nýjum útlánum frá lífeyrissjóðum og
nýjum sjóðum sem stofnaðir voru til
útlána. Þó svo að ástæða sé til að fagna
samkeppni þá verður hún að vera á eðli-
legum grunni. Það er því mikilvægt að
Seðlabankinn hugi að því að stýritæki
hans nái til allra aðila á lánamarkaði –
annars virka þau ekki sem skyldi.”
Neil BrownMarianne Ökland
Gunnar Fjalar Helgason