Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Fólk Viðtal 21 Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði var mér innanbrjósts. Mér fannst þetta svo harmrænt. Ég átti ekki von á því að forsætisráðherra, sem er klár að mörgu leyti, skyldi ítrekað láta hanka sig. Fyrst með dómgreindar- leysi þegar þau hjónin geymdu fjár- muni sína með þessum hætti. Svo að láta plata sig í viðtal og í framhaldi að bregðast við eins og hann gerði þar og í ofanálag að þegja svo yfir því og gera erfiðan vanda enn verri að eiga við.“ Í framhaldinu segir forsætisráð- herra af sér og þá stígur Ólafur Ragnar inn sem hinn sterki landsfaðir og býð- ur sig síðan fram til endurkjörs í for- setakosningum. Getur einhver unnið Ólaf Ragnar? „Sagan segir okkur að sá eða sú sem situr á forsetastóli og vill vera þar áfram beri sigur úr býtum. Árið 2012 sást mjög vel það forskot sem sitjandi forseti hefur. Forsetaembættið er í grófum dráttum tvískipt. Við höfum pólitíska hlutann þar sem það þykir eðlilegt að gagnrýna forsetann og deila á hann og keppa við hann. Hins vegar er þetta embætti þjóðhöfðingja og frá upphafi vega sameiningartákn. Þannig að forsetinn hefur hiklaust ör- uggt forskot á aðra. Ég læt ekkert fara í taugarnar á mér í þessu en finnst samt frekar ósanngjarnt þegar menn segja ekkert að því að forseti bjóði sig fram ásamt öðrum og síðan komi bara í ljós í kosningum hvort fólk vilji hann eða ekki. Forsetinn hefur forskot. Það má líkja þessu við að fara í hundrað metra kapphlaup þar sem einn kepp- andi fær að hefja leikinn 60 metra frá marki, eða að fara í atvinnuviðtal og svo kemur í ljós að sá sem gegnir starf- inu er bara hættur við að hætta, eina ferðina enn. Hvernig er hægt að halda því fram að þá sitji allir við sama borð? Tökum líka eftir því hvernig Ólaf- ur tilkynnir núna um að honum hafi snúist hugur. Hann gerir það með formlegum fréttamannafundi á þjóð- höfðingjasetrinu og tilkynningin er á bréfsefni forseta Íslands. Í embættis- tíð sinni hefur Ólafur stundum viljað gera greinarmun á prívatpersónunni og þjóðhöfðingjanum. Hann sá sér ekki hag í því núna.“ Er honum ekki nokkur vorkunn þar sem frambjóðendurnir sem hafa komið fram virðast ekki mjög sig- urstranglegir og margir þeirra eiga ekki minnsta möguleika á að ná kjöri? „Fyrr á tíð þóttu þeir einir koma til greina í þetta embætti sem voru í efstu stigum samfélagsins, stjórn- málamenn, háttsettir embættismenn, ráðuneytisstjórar, sendiherrar og þar fram eftir götunum. Það er mik- il breyting til batnaðar að embættið hafi þróast þannig að fleiri koma til álita. Hins vegar er það ekki jákvætt að mínu mati að furðu margir sjá fram- boð til forseta sem leið til að hampa ákveðnum málstað og ákveðinni hug- sjón eða eingöngu sjálfum sér. En mér fannst afar hæpið að fylgja Ólafi Ragnari á þeim forsendum einum að hann verði að halda áfram því að all- ir aðrir séu svo vonlausir. Enginn er ómissandi, það sögðu fyrri forsetar og gátu horfið á braut, meira að segja þegar harðar stjórnarkrísur geisuðu.“ Tvær tegundir stjórnmálamanna Hvaða dóm heldurðu að Ólafur Ragn- ar fái í sögunni? „Hann verður eiginlega fyrst að draga sig í hlé – gerist það einhvern tímann – og þá getum við litið um öxl og lagt lokamat á öll hans verk. Það eru hæðir og lægðir á forsetaferli Ólafs. Hann var að mörgu leyti frekar hefðbundinn forseti fyrstu tvö kjör- tímabilin en stuðaði vissulega suma með því að taka sterklega til orða um ýmis álitamál. Hann hélt sig til hlés eftir fráfall Guðrúnar Katrínar og það tók hann tíma að safna kröftum og orku á nýjan leik. Svo kom útrásar- tíminn og synjun laga í fyrsta sinn. Þá varð hann miklu umdeildari á vett- vangi stjórnmálanna en með atbeina sínum fyrir útrásarfyrirtæki og ötul- um stuðningi við athafnamenn, tón- listarmenn, fólk í menningu og við- skiptum og þar fram eftir götunum, öðlaðist hann alþýðuhylli. Hins vegar vitum við núna að hann gekk allt of langt í lofi um þjóðareðli Íslendinga og yfirburði þeirra í alþjóðaviðskipt- um. Þau orð hljóma ankannalega í ljósi þess sem gerðist 2008. Eindreg- inn stuðningur hans við vildarvini og umdeilda athafnamenn orkar mjög tvímælis. Forseti á að styðja við bak- ið á viðskiptalífinu en hann á ekki að skrifa upp á meðmæli fyrir einstaka athafnamenn. Við bankahrunið versnaði hagur Ólafs til mikilla muna. Hann var rú- inn trausti, hafður að háði og spotti og var í rauninni ljónheppinn að hrunið varð rétt eftir að hann var endurkjör- inn árið 2008. Hefðu örlögin hagað því þannig að forsetakjör væri í vændum stuttu eftir hrunið hefði Ólafur Ragn- ar ekki átt sjö dagana sæla. En Ices- ave varð honum til bjargar þótt það tæki hann tíma að átta sig á stöðunni. Það gleymist gjarnan að forseti undir- ritaði fyrsta Icesave-samninginn sem samþykktur var á Alþingi með fyrir- vörum, og það varð happ hans og um leið þjóðarinnar, að Bretar og Hol- lendingar sættu sig ekki við þá fyrir- vara sem þingið setti. Hefðu þeir gert það, sem var alveg mögulegt, hefði Ólafur Ragnar líklega horfið úr emb- ætti þegar kjörtímabili hans lauk árið 2012. Svo fór að það þurfti að semja á ný og þá tók Ólafur í taumana, neit- aði að skrifa undir lög um Icesave 2 og svo aftur Iceasve 3. Hann varð í raun sameiningartákn með því að stíga inn á hið pólitíska svið. Þáver- andi ríkisstjórn missti það samband við almenning sem þarf að vera til staðar. Ólafur Ragnar með sitt glögga pólitíska nef skynjaði að lokum vilja meirihluta þjóðarinnar og brást við samkvæmt því. Það er líka annað sem jók orðstír hans þessi ár og það var atbeini hans á alþjóðavettvangi. Við skulum segja að í grófum dráttum séu til tvær tegund- ir stjórnmálamanna: þeir sem forðast hljóðnemana og þeir sem laðast að þeim. Giskaðu nú á í hvorum flokkn- um Ólafur Ragnar er! Hann greip öll vopn sem hægt var að ná í, talaði máli Íslands, gekk stundum út á ystu nöf í því, en við áttum í viðskiptastríði og þá er gott að hafa kappsaman mann eins og Ólaf í fararbroddi. Þegar komið var fram á árið 2012 sagðist hann myndu hætta en hélt glufu opinni og þegar mál þróuðust þannig að á hann var skorað að halda áfram skoraðist hann ekki undan og sigurinn var vís. Það var aldrei spurning hvernig færi eftir að hann ákvað að gefa kost á sér aftur.“ Yrði það ekki högg fyrir hann ef svo ólíklega færi að hann tapaði þessum forsetakosningum? „Það væri reiðarslag fyrir hann. En hann er vel læs á hið pólitíska lands- lag og metur stöðuna þannig að hann eigi sigurinn nokkuð vísan. Hann gengur út frá því að atkvæði skiptist milli fjölmargra frambjóðenda. Hann gengur líka út frá því að þeir sem hafi haft hug á framboði ákveði að taka ekki slaginn fyrst hann bjóði sig fram. Þannig metur hann stöðuna út frá eig- in hagsmunum og klæðir þá hags- muni í þann búning að þjóðinni sé fyrir bestu að hann haldi áfram.“ Forseti þarf að segja satt Þekkist þið Ólafur Ragnar? „Tja, einn afastrákurinn hans er á sama leikskóla og Sæþór minn. Leið- ir okkar Ólafs hafa öðru hverju leg- ið saman og þá hef ég ekkert nema gott eitt af honum að segja. Árið 2005 gaf ég út bók um forsetatíð Krist- jáns Eldjárns og leyfði mér að senda Ólafi handritið til yfirlestrar því hann kom þar við sögu og er, eins og gef- ur að skilja, áhugamaður um emb- ættið. Hann brást afar vel við. Ég man að fundur á Bessastöðum sem átti að verða klukkustund hið mesta reyndist taka vel á fjórðu klukkustund og dag- skrá þess dags riðlaðist hrikalega. Angistarfullir embættismenn reyndu að ýta við forseta en hann hafði gam- an af því að tala um embættið og þær upplýsingar sem birtust í bókinni. Nú nýlega minntist hann opinberlega á þessa „frábæru“ bók sem væri skrifuð af djúpri þekkingu á viðfangsefninu. Gaman að því. Í persónulegri viðkynningu hef ég ekkert nema gott eitt um Ólaf að segja. Hann er fróður, víðlesinn, kím- inn, jafnvel kaldhæðinn, ekki endi- lega illmálgur en hann liggur ekki á skoðunum sínum. Ég virði margt sem hann hefur gert á sínum langa og við- burðaríka forsetaferli. Hins vegar er ekki framhjá því litið að þegar hags- munir hans eru annars vegar breytist hið ljúflega viðmót og við tekur ískald- ur raunveruleiki stjórnmálanna. Hinn víðsýni og fróði stjórnmálafræðingur, prófessor og þjóðhöfðingi víkur fyrir bardagamanninum sem heggur í allar áttir og varðar nánast engu hver verð- ur fyrir barðinu á honum – eins og Sig- mundur Davíð fékk heldur betur að kenna á nú síðast á Bessastöðum.“ Hefurðu kosið hann? „Já, ég kaus hann 1996.“ Gætirðu hugsað þér að kjósa hann í þessum forsetakosningum? „Nei. Forseti þarf að segja satt. For- seti sem segir við upphaf ferils síns að 8–12 ár séu nægur tími í embætti en stefnir núna á aldarfjórðungs setu glat- ar trúverðugleika sínum. Sama gildir um það að segja árið 2012 að nú sé nóg komið en bjóða sig svo fram aftur. Síð- an er sami leikurinn endurtekinn fjór- um árum síðar. Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt Forseti á að segja satt Bjartsýnn „Ég held að við höfum allar forsendur hér á Íslandi til að vera afskaplega farsæl og hamingju- söm.“ Mynd SigTryggur Ari „Landið steypist ekki þótt Pírat- ar fái fjölda þingmanna. Ég hef til dæmis heyrt góða og gegna sjálfstæð- ismenn segja að Helgi Hrafn gæti vel verið í þeirra liði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.