Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 21.–25. apríl 201620 Fólk Viðtal avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA G uðni Th. Jóhannesson, dokt- or í sagnfræði og kennari við Háskóla Íslands, vakti svo mikla athygli fyrir vasklega framgöngu sína sem álits- gjafi í sjónvarpi á ólgutímum í íslensk- um stjórnmálum að fjöldi fólks hvetur hann nú til að fara í forsetaframboð. „Þegar upp komst um aflandsfé- lag Sigmundar Davíðs og konu hans var ég meira og minna í sjónvarpinu og fékk þá athygli sem er forsenda þess að maður eigi erindi í forseta- framboð. Það reis bylgja áskorana og ég fann fyrir hvatningu og stuðningi hvaðanæva að,“ segir Guðni spurður um hugsanlegt forsetaframboð. Hann bætir við: „Ég er að hugleiða málið og hef ekki tekið endanlega ákvörðun. Ég var að því kominn að koma und- an feldinum, hlakkaði til að rökræða við Andra, Höllu og hina, en þegar það fyrsta sem ég sá var Ólafur Ragnar Grímsson hlaut maður að íhuga málið áfram, held að allir skilji það.“ Fyrir forvitnissakir spyr blaðamað- ur fyrir hvað Th-ið í nafni hans standi og fær það svar að það standi fyrir Thorlacius. „Afi minn hét Guðni Thor- lacius, var lengi skipstjóri hjá Vita- málastofnun og líka hjá Gæslunni, var meðal annars í fyrsta þorskastríðinu. Móðir mín heitir Margrét Thorlacius og ég var skírður Thorlacius en er ekki Thorlacius samkvæmt þeim flóknu nafnfræðireglum sem við búum við.“ Guðni er fimm barna faðir. Elst er Rut sem er að ljúka námi frá Háskóla Íslands í sálfræði og ritlist. Hana á Guðni með Elínu Haraldsdóttur, fyrri konu sinni. Eiginkona Guðna er Eliza Reid sem er frá Kanada en hér hafa þau búið í rúman áratug. Þau eiga fjögur börn, Duncan 8 ára, Donald (Donna) 6 ára, Sæþór 4 ára og Eddu Margréti sem er 2 ára. „Mér fannst þetta svo harmrænt“ Blaðamaður víkur talinu að frammi- stöðu Guðna í sjónvarpi en á ákveðn- um tímapunkti, þegar upp komst um aflandsfélag þáverandi forsætis- ráðherra og konu hans, má segja að Guðni hafi birst í sjónvarpi ekki sem fræðimaður heldur sem einstakling- ur sem hafði orðið fyrir vonbrigðum, eins og svo margir: „Ég var í kaffistof- unni uppi í sjónvarpi þegar Kastljóss- þátturinn var sýndur og horfði á við- talið við forsætisráðherra. Þegar það var sýnt í annað sinn varð ég bara að bregða mér frá, fannst þetta svo skelfi- legt og vandræðalegt. Síðan fór ég í beina útsendingu og var spurður um viðbrögð. Það eina sem ég gat í byrjun var að andvarpa þunglega því þannig Forseti á að segja satt Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Í viðtali ræðir Guðni Th. Jóhannesson um komandi forsetakosningar og framgöngu Ólafs Ragnars Grímssonar. Fræðistörf og þjóðfélags­ ástand ber einnig á góma. Forsetaframbjóðandi? „Ég veit nógu mikið um þetta embætti til að sjá að ég get valdið því enda hafa allir forsetar mótað það eftir eigin höfði.“ Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.