Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 21.–25. apríl 201622 Fólk Viðtal sumum finnist þau eflaust tær snilld. Ég vildi líka biðja þá sem segja að það sparist svo mikið fé við að hafa forset­ ann bara áfram í stað þess að þurfa að borga honum svimandi há eftirlaun að íhuga hvort það eigi þá ekki líka við al­ þingismenn og ráðherra. Sífellt bætist við þann hóp fólks sem safnar um leið í digra eftirlaunasjóði. Ættum við ekki að koma í veg fyrir það með því að hafa bara alltaf sama fólkið á þeim póstum líka?“ Bók um forsetaembættið og Einar Odd Víkjum að þínum störfum. Þú ert þekktur fræðimaður, hvaða verkefni ertu að vinna að núna? „Áður en Sigmundur Davíð henti mér út í hringiðu sjónvarps og for­ setaframboðs var ég að vinna hörðum höndum að bók um forsetaembættið, stutta sögu þess frá upphafi til okkar daga. Það er geysilega skemmtilegt verkefni og vonandi næ ég að ljúka við bókina þannig að hún komi út í næsta mánuði. Ég er á lokasprettin­ um. Vandinn er bara að það hafa bæst við nokkrir kaflar á síðustu vikum sem ég hafði ekki séð fyrir. Í þessari bók styðst ég við margar heimild­ ir sem hafa ekki komið fyrir augu al­ mennings áður og eru afrakstur ára­ langra rannsókna á embættinu.“ Áttu þér uppáhaldsforseta? „Mér finnst þeir allir góðir á sinn hátt. Kristján þekki ég best því ég skrifaði bók um hann. Hann höfðar mikið til mín. Ég ber líka djúpa virðingu fyrir Vigdísi. Amma mín, Sigurveig Guðmundsdóttir, kenndi henni í Landakotsskóla. Þá þekkt ust faðir minn heitinn, Jóhannes Sæ­ mundsson íþróttakennari, og Vig­ dís á sinni tíð. Vigdís var við útför föður míns sem féll frá eftir erfið veik­ indi árið 1983. Það sló ekki á sorgina en ég man hvað mér þótti vænt um að forseti Íslands skyldi vera við út­ för pabba. Ég hef líka heyrt úr ýms­ um áttum, þó að það rati aldrei í fjöl­ miðla, hversu margt gott Vigdís hefur gert fyrir þá sem minna mega sín. Það má Ólafur Ragnar líka eiga að hann hefur stutt við lítilmagna í samfé­ laginu þótt það fari ekki hátt. Ásgeir þekki ég í gegnum rannsóknir mínar þegar ég vann að ævisögu tengdason­ ar hans, Gunnars Thoroddsen. Svein og Ólaf Ragnar þekki ég sömuleiðis þannig. Við höfum verið það hepp­ in, Íslendingar, að hafa átt forseta sem hafa yfirleitt notið vinsælda. En Krist­ ján og Vigdís eru þeir forsetar sem standa hjarta mínu næst.“ Ef þú mættir skrifa ævisögu eins núlifandi stjórnmálamanns, hvern myndirðu velja? „Þeir eru margir áhugaverðir. Það væri mjög ögrandi að skrifa ævisögu Davíðs Oddssonar en hann er ennþá í fullu fjöri og mér segir svo hugur að hann myndi vilja sjá um það sjálfur.“ Hver eru framtíðarverkefnin á rit- vellinum? „Nú hef ég á prjónunum að skrifa ævisögu Einars Odds Kristjáns­ sonar sem var mjög skemmtilegur karakter. Um leið yrði sú bók aldar­ spegill, saga af Flateyri og hnignun sjávarþorps í hörðum heimi kvóta og breyttra lífshátta. Ég þyrfti líka að ljúka við sögu Eggerts Claessens sem ég er langt kominn með. Hann var athafnamaður á fyrri hluta síðustu aldar sem bragð var að, óvinur okkar númer eitt, sögðu kommúnistar. Svo yrði einstaklega skemmtilegt að skrifa sögu þorskastríðanna fyrir almenn­ ing. Doktorsritgerðin var um það efni en afar fáir hafa því miður lesið þann doðrant. Sumir segja að við lifum á pólitísk- um óróa- og óvissutímum og þar er jafnvel vísað í gríðarlegt fylgi Pírata sem er sumum áhyggjuefni. Hvernig sérð þú þessa tíma? „Ég óttast ekkert. Ég er bjartsýnn maður á besta aldri. Ég held að við höfum allar forsendur hér á Íslandi til að vera afskaplega farsæl og ham­ ingjusöm. Auðvitað má margt bæta hjá okkur, minnka misskiptingu auðs og bæta öryggisnet samfélagsins. En þegar mál málanna í stjórnmálum er hvort halda eigi frjálsar lýðræðislegar kosningar í október eða júní þá skul­ um við bara horfa út fyrir landstein­ ana og spyrja okkur hvort einhverjir vildu ekki hæglega skipta á úrlausnar­ efnum við okkur. Þú nefnir Pírata. Með fullri virðingu fyrir Pírötum held ég að þeim muni ekki haldast á öllu því fylgi sem þeir fá í skoðanakönnunum og ég held að þeir geri sér grein fyrir því. Það er eitt að kjósa Pírata, róttækan umbótaflokk, í skoðanakönnunum og annað að setja X við flokkinn í kosn­ ingum, aftur með fullri virðingu fyrir því hugsjónafólki sem er í flokknum og vill bara bæta heiminn. En Píratar verða líka að læra að stjórna og vera í samsteypustjórnum. Landið steypist ekki þótt Píratar fái fjölda þingmanna. Ég hef til dæmis heyrt góða og gegna sjálfstæðismenn segja að Helgi Hrafn gæti vel verið í þeirra liði.“ Þannig að þú deilir ekki þeirri skoðun forsetans að nú séu óvissutím- ar? „Í huga Ólafs Ragnars er orðið „óvissa“ bara samheiti fyrir orðið „framtíðin“. Mér hugnast ekki það sjónarmið að þótt kosningar séu framundan og ýmislegt óljóst með stjórnarskrá landsins og stjórn­ skipan þá megi engu breyta. Hvar eru þessir dugandi og hugrökku Ís­ lendingar sem forsetinn talar svo gjarnan um ef þeir verða um alla framtíð að eiga skjól í sínum eina stóra landsföður?“ Væri fróðlegt að skapa söguna Við höfum verið að ræða forsetaemb- ættið og ýmislegt sem tengist því. Ef þú ferð ekki í forsetaframboð nú finnst þér þá koma til greina að bjóða þig fram næst? „Það er ekki þannig að ég hafi átt mér þann draum um langa hríð að setjast á Bessastaði. Ég á yndis­ lega konu og börn, er í draumastarfi og mér hefur tekist að skapa mér draumalífsstíl. Ég geng eða hjóla með krökkunum í skólann og leikskólann á morgnana. Svo fer ég í vinnuna en get haldið heim um fjögur eða fimm leytið og verið með fjölskyldunni því svo er alltaf hægt að vinna á kvöldin, nema náttúrlega þegar maður fer í fótbolta eða sund. Öryggi vanans er gott en samt vil ég líka takast á við áskoranir. Pabbi var mikill keppnismaður og bræður mínir, Patti og Jói, bera keppnisskapið utan á sér. Ég fer ögn betur með það. Nú þegar allt þetta fólk um allt land er að skora á mig að bjóða mig fram til forseta verð ég að íhuga það alvarlega. Við Eliza erum búin að sjá að við gæt­ um vel hagað okkar daglega lífi eins og við viljum hafa það. Margir hafa sagt mér að það væri bara til merk­ is um okkar heilbrigða og fjölskyldu­ væna samfélag að forsetinn færi með börnin sín í hjólakerru á leikskólann á morgnana. Og auðvitað væri fróðlegt að skapa söguna í stað þess að skrá hana. Ég veit nógu mikið um þetta embætti til að sjá að ég get valdið því enda hafa allir forsetar mótað það eftir eigin höfði. Mér finnst að forseti eigi að vera víðsýnn og umburðar­ lyndur, miðla málum þegar á þarf að halda en vera fastur fyrir þegar svo ber undir. Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum frekar en öðrum. Framar öllu á forseti ekki að lýsa fylgi við einn málstað í átaka­ málum. Til þess höfum við alþingi. En nú er það svo að þjóðhöfð­ inginn þaulsætni vill halda í sitt og veit um það forskot sem hann hefur. Eins og staðan er núna sýnist mér helst að maður verði að sætta sig við það og halda bara áfram að standa sig í því sem maður er að gera hverju sinni. Hins vegar er vika langur tími í forsetamálum eins og atburðir síð­ ustu daga hafa sýnt. Útilokum ekkert, sjáum hvað setur.“ n Fræðimaðurinn „Áður en Sigmundur Davíð henti mér út í hringiðu sjónvarps- og forseta- framboðs var ég að vinna hörðum höndum að bók um forsetaembættið, stutta sögu þess frá upphafi til okkar daga. Það er geysilega skemmtilegt verkefni.“ Mynd Sigtryggur Ari „Hvar eru þessir dugandi og hug- rökku Íslendingar sem forsetinn talar svo gjarn- an um ef þeir verða um alla framtíð að eiga skjól í sínum eina stóra lands- föður? 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 fanntofell@fanntofell.is | Finndu okkur á Facebook Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum frá árinu 1987 Hráefnið sem notað er til framleiðslu er allt gæðavörur, harðplast HPL, akrílstein, Fenix NTM og límtré. Erum með mikið úrval efna, áferða og lita. Framleiðum eftir óskum hvers og eins. HARÐPLAST OG AKRÍLSTEINN Viðhaldsfrítt yfirborðsefni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun. Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreiningi eða bakteríur. FENIX Nýtt fingrafarafrítt yfirborðsefni með einstaka eiginleika og silkimjúka viðkomu. Efnið er mjög álagsþolið, upplitast ekki og hefur baktreríudrepandi eiginleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.