Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 46
38 Fólk Helgarblað 21.–25. apríl 2016 MagnesíuM Kísill Hin fullkomna tvenna fyrir Heilsu og fegurð Þrettán ára fréttakona N ú stendur yfir Barna- menningarhátíð sem hefur undið upp á sig og skapað sér stóran sess í menningarlífi Íslendinga á undanförnum árum. Margir hafa í nægu að snúast í tengsl- um við hátíðina en þar á meðal er fréttakonan Þórdís Ólafsdóttir, sem sér um að segja fréttir af hátíðinni í gegnum KrakkaRÚV. Þórdís Ólafsdóttir er þrettán ára gömul og stundar nám í Norð- lingaskóla. Samhliða námi æfir hún dans og selló, það gefur því að skilja að lífið getur verið ansi anna- samt hjá þessari duglegu stelpu. Þórdís leggur áherslu á að vera alltaf til búin að prófa eitthvað nýtt og óþekkt en í því ljósi heillaði starf fréttamanns hjá Krakkarúv þegar hún sá auglýsingu um starfið. „Ég sá auglýst eftir ungum frétta- mönnum hjá KrakkaRÚV í sjón- varpinu og mér finnst svo gaman að prófa eitthvað nýtt svo ég ákvað að slá til og senda inn umsókn. Mér finnst líka Barnamenningarhátíð svo skemmtilegur viðburður þannig að þetta er fullkomin leið til þess að taka virkan þátt í hátíð- inni.“ Ásamt fjölda annarra barna og ungmenna sótti Þórdís um starf- ið sem aðeins örfáum útvöldum bauðst, þar á meðal henni. „Að undanförnu höfum við far- ið á námskeið og kynningar til þess að undirbúa okkur fyrir starfið. Við höfum farið í mikla þjálfun og þurft að skila inn heimaverkefnum. Mér hefur þótt þetta undirbúningsferli ótrúlega skemmtilegt auk þess sem ég hef fengið að vinna með fólki sem ég hef litið upp til og kynnst fullt af skemmtilegum krökkum. Svo er ekkert sjálfgefið að fá að taka þátt í svona miklu menningarstarfi eins og Barnamenningarhátíð er. “ Þegar blaðamaður náði tali af Þórdísi var hún á leiðinni í sitt fyrsta verkefni sem fréttakona. „Barnamenningarhátíðin er að byrja og upphafsatriðið er að hefj- ast. Við ætlum að sýna frá upphafs- atriðinu og taka viðtöl við krakka sem eru á hátíðinni. Í framhaldinu erum við svo búin að skipuleggja mjög margt þannig að það eru margir viðburðir væntanlegir og margt spennandi framundan í starfinu.“ Spennan og eftirvæntingin leynir sér ekki í rödd Þórdísar sem viðurkennir pínulítið stress. „Mér finnst ekkert erfitt við fréttaritarastarfið en þetta getur vafalaust orðið stressandi. Til dæmis er ekki hægt að vera smá- munasamur því við þurfum að skila efni fyrir ákveðin tíma og maður getur alltaf og vill kannski gera betur en það gefst ekki tími til.“ Þarf að hafa hugrekki Þórdís hafði aldrei áður leitt hug- ann að því að starfa sem fréttakona í framtíðinni en eftir þessa reynslu útilokar hún það ekki. „Það er aldrei að vita nema ég verði fréttakona í framtíðinni. Mér hafði ekki dottið það í hug áður því ég hélt að það væri rosalega erfitt en svo virðist það vera bara mjög skemmtilegt. Ég hef lært mikið af þessu og sé núna hvernig maður ber sig að sem fréttamaður. Þetta er til að mynda mjög góð leið til þess að læra að koma fram og hjálpar að vinna gegn feimni. Ég þarf til dæmis að hafa hugrekki til þess að spyrja aðra hvort ég megi taka við- tal við þau.“ Fréttakonan unga á erfitt með að gera upp á milli þeirra viðburða sem Barnamenningarhátíð hef- ur upp á að bjóða. Sjálf hefur hún þó fengið tækifæri til þess að taka þátt í Upptaktinum en það er vett- vangur fyrir ung tónskáld til þess að semja og koma verkum sínum á framfæri með aðstoð atvinnutón- listarfólks. „Það sem mér finnst best við Barnameningarhátíð er hve af- skaplega fjölbreytt hún er og hvað hún býður upp á margt að skoða og gera fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Öll atriðin eru jafn spennandi en sjálf fékk ég að taka þátt í Upptakt- inum fyrir nokkrum árum þannig að sá viðburður á sérstakan stað í hjarta mínu. Ég hlakka því einkar mikið til að sjá hvernig sá viðburð- ur hefur breyst og hvað krakkarnir þar eru að brasa í ár.“ Að lokum er Þórdís spurð hvort henni þyki Barnamenningarhátíð- in mikilvæg og hún hugsar sig ekki um þegar hún segir: „Já, mér finnst hún mjög mikil- væg. Barnamenningarhátíð skapar tækifæri fyrir fjölskyldur til þess að vera saman og svo er ótrúlegt hvað litlir viðburðir á hátíðinni geta gert mikið fyrir svo marga.“ n Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar „Það er aldrei að vita nema ég verði fréttakona í framtíðinni. Mér hafði ekki dottið það í hug áður því ég hélt að það væri rosalega erfitt en svo virðist það vera bara mjög skemmtilegt. Þórdís Ólafsdóttir „Ég hef lært mikið af þessu og sé núna hvernig maður ber sig að sem fréttamaður.“ Mynd SigTryggur Ari Þórdís Ólafsdóttir segir fréttir hjá KrakkaRÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.