Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2016, Blaðsíða 37
Helgarblað 21.–25. apríl 2016 Menning 29
Gagnrýnin á tímum internetsins
n Auður Aðalsteinsdóttir ritstýrir vefritinu Hugrás n Skrifaði doktorsritgerð um bókmenntagagnrýni n Ritdómar gegna mikilvægu hlutverki í menningarpólitík
vegis.“
En er eitt-
hvað hægt að
segja um áhrif
ritdóma í ís-
lenskum bók-
menntum?
„Það er ljóst að þeir hafa verið mjög
stór hluti af menningarumræðunni
alla 20. öldina. Oft voru margir gagn-
rýnendur að skrifa dóma um sömu
bókina og þá sköpuðust oft miklar
umræður, svo ég held að það sé alveg
ljóst að það hefur haft áhrif. Það eru
einnig dæmi um að höfundar hafi tek-
ið sér hlé, jafnvel hætt að skrifa út af
ritdómum, eða þeir hafa orðið til þess
að beina rithöfundum inn á ákveðnar
brautir, breyta áherslum
eða beina þeim í
ákveðna rás.“
Ritúalískt form
ritdómsins
„Þegar ritdóm-
ar voru fyrst að
koma fram var
ekki algjört prent-
frelsi og fólk mátti
ekki segja hvað
sem var. En þá
sköpuðu ritdóm-
arnir ákveðinn
ramma og innan
þess hafði fólk leyfi
til að gagnrýna
harkalega, án þess
að taka tillit til þess
hvort höfundur-
inn væri virt mann-
eskja eða eitthvað
slíkt. Það er í raun-
inni ætlast til þess
að gagnrýnandi sé
algjörlega heiðarleg-
ur og harkalegur ef þarf – það er hans
skylda við menninguna og samfélag-
ið, að gagnrýna. Formið sjálft er svo-
lítið fast og hefur ekki mikið breyst
frá upphafi, það verður nánast ritúal-
ískt. Það eru þessir grundvallarþætt-
ir: kynna bókina, segja frá eða lýsa
henni og fella svo dóm eða leggja
mat á hana. Auðvitað er mismunandi
hvernig fólk hefur gert það, hvort það
lýsir lestrarupplifuninni, dregur fram
andrúmsloft bókarinnar, eða nálgast
hana öðruvísi,“ segir Auður.
Hvernig blasir staðan í bókmennta-
og listgagnrýni við þér núna á tímum
internetsins?
„Mér finnst áhugavert að ritdóm-
ar eins og við þekkjum þá virðast
ekki hafa náð að blómstra á netinu.
Kannski er það vegna þess að þeir eru
afurð prentmiðlanna og mjög tengdir
þessu formi, þessum kennivaldslega
tón sem fylgir þeim miðli. Það verður
kannski svolítið erfiðara að fella dóma
á netinu. Það er jafnvel strax búið að
grafa undan þér um leið og þú birt-
ir eitthvað. Það er spurning hvort rit-
dómar eins og við þekkjum þá virki í
þessu nýja umhverfi. Hvort við þurf-
um að endurhugsa þetta, eða hvort
eitthvað nýtt þróist af sjálfu sér,“ seg-
ir hún.
„Mér finnst líka áhugavert að það
hefur eiginlega ekki verið pláss fyrir
ritdóma á vefsíðum prentmiðlanna.
Þeir ná helst að blómstra á vefsíðum
á vegum ýmissa stofnana, eins og til
dæmis Borgarbókasafnsins [www.
bokmenntir.is]. Menn verða að hafa
eitthvað annað en vonina um gróða.
Þú þarft að hafa hugsjón um að þetta
hafi eitthvert gildi. Fjölmiðlar virðast
ekki hafa bolmagn til þess lengur. Þú
þarft þess vegna ákveðin svæði þar
sem fólk er viljugt til að halda þessu
úti – og það er tilraunin með Hugrás.
Háskólinn ákvað að setja meiri kraft
og mannskap í að efla menningarum-
fjöllunina.“
Ef þessi þróun er óumflýjanleg
velti ég fyrir mér hvort menningarum-
fjöllun verði þá ekki bara að afmörk-
uðum kima sem áhugafólk þarf að
sækja sérstaklega í en er ekki hluti af
almennri umræðu.
„Við erum að reyna að bregðast við
þessu með því að hafa síðuna öfluga,
setja efni reglulega inn og vera með
stöðugt flæði. Síðan notum við Face-
book og samskiptamiðla til að reyna
að koma efninu á framfæri. Ef maður
verður áberandi þar er maður kominn
inn í þessa almennu umræðu – þessi
hróp og köll á Facebook,“ segir Auð-
ur og bendir einnig á að mikið sé lagt
upp úr útliti og myndrænni framsetn-
ingu, en sá þáttur er í höndum Sól-
eyjar Stefánsdóttur, vefhönnuðar og
myndaritstjóra.
Í viðleitni til að ná betur til almenn-
ings hefur Hugrás einnig verið í sam-
starfi við Fréttablaðið og birt pistla af
síðunni í blaðinu á tveggja vikna fresti.
Hún segir greinarnar á Hugrás vera
ætlaðar almenningi, þær séu oftast
aðgengilegar og fjalli um málefni líð-
andi stundar, en þó leyfi höfundarnir
sér vissulega að gerast fræðilegir.
„Háskólafólk er oft að einbeita sér
að því að skrifa í akademísk fræði-
rit, en það er oft óaðgengilegt fyrir al-
mennning. Á Hugrás erum við með
svipaðar umræður, en á léttari nótum
og í styttri útgáfu, þar sem fólki gefst
færi á að fá alls konar vinkla á um-
ræðuna,“ segir Auður. n
„Það hefur eigin-
lega ekki verið
pláss fyrir ritdóma á vef-
síðum prentmiðlanna.
Þeir ná helst að blómstra
á vefsíðum á vegum ým-
issa stofnana
Fyrsti ritdómarinn Jónas Hallgrímsson
skrifaði ritdóm um Tristransrímur Sigurðar
Breiðfjörð í Fjölni árið 1837.
Síðasta mynd
Sólveigar á
Cannes
The Together Project, síðasta
kvikmynd fransk-íslenska leik-
stjórans Sólveigar Anspach,
verður frumsýnd á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes og mun enn
fremur keppa í Director‘s Fort-
night (f. Quinzaine des Réalisa-
teurs) sem fer fram samhliða
kvikmyndahátíðinni í maí. Átján
myndir taka þátt í keppninni
sem er nú haldin í 48. skipti.
The Together Project er
síðasta myndin í þríleik Sól-
veigar um skáldið Önnu, sem
er leikin af Diddu Jónsdóttur.
Fyrri myndirnar í þríleiknum
eru Skrapp út (2008) og Queen
of Montreuil (2012). Meðal leik-
ara í myndinni eru auk Diddu,
Samir Guesmi, Florence Loiret-
Caille, Frosti Jón Runólfsson,
Ingvar E. Sigurðsson og Krist-
björg Kjeld. Handritið skrifaði
Sólveig ásamt Jean-Luc Gaget.
Sólveig lést í ágúst í fyrra, 54
ára að aldri, en þá var myndin
í eftirvinnslu. Í viðtali við kvik-
myndatímaritið Variety þvertek-
ur Edouard Waintrop, listrænn
stjórnandi Director‘s Fortnight,
fyrir að valið á myndinni sé ein-
hvers konar virðingarvottur til
Sólveigar, myndin sé einfaldlega
ein besta franska mynd sem
hann hafi séð á árinu.
Mynd Elsa Palito
U
m síðustu helgi opnaði út-
skriftarsýning meistaranema
við LHÍ í Gerðarsafni í Kópa-
vogi. Útskriftarsýning grunn-
nema við myndlistar-, hönnun-
ar- og arkitektadeild verður opnuð í
Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur á
laugardag, 23. apríl. Þar munu átta-
tíu nemendur sýna verk sem endur-
spegla nám, rannsóknir og listsköp-
un þeirra.
Tískusýning útskriftarnema í
fatahönnun fer fram í Hafnarhús-
inu fimmtudaginn 21. apríl klukkan
17.00.
Útskriftarsýning leikara, Við
deyjum á mars, verður frumsýnd
föstudaginn 22. apríl í Smiðjunni
á Sölvhólsgötu. Útskriftarsýningar
dansnema fara fram í Borgarleikhús-
inu frá 16. til 20. maí og útskriftar-
sýningar sviðshöfunda 20. til 27. maí
í Tjarnarbíói.
Útskriftartónleikar nemenda úr
tónlistardeild fara fram víðs vegar
um höfuðborgarsvæðið frá 17. apríl
til 22. maí.
Hægt er að nálgast dagskrána á
vefsíðu Listaháskólans eða í appinu:
Listaháskóli Íslands, sem hægt er að
hlaða niður í App Store og Google
Play. Hátíðin er opin öllum og frítt er
inn á alla útskriftarviðburði Listahá-
skólans. n
Útskriftarnemar
sýna í vikunni
Útskriftarhátíð LHÍ hafin og lýkur í lok maí
Allt fyrir raftækni
Yfir 500.000 vörunúmer
Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636