Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Side 47
Helgarblað 25.–28. nóvember 2016 Menning 35
Þýska rokkhljómsveitin Ramm-stein mun spila á stórtónleik-um í Kórnum í maí
á næsta ári. Sveitin
spilaði síðast á Ís-
landi á tvennum tón-
leikum árið 2001.
Síðasta opnun Nýlistasafns-ins í núverandi
húsnæði safnsins í
Breiðholti fer fram
um helgina, en þá verð-
ur opnuð alþjóðlega samsýningin
The Primal Shelter is the site for
Primal Fears. Safnið hefur haft
sýningaaðstöðu í Völvufelli í tvö ár
en mun færa sig um set í Marshall-
húsið úti á Granda á næstunni.
Handskrifað ljóð eftir Önnu Frank, gyðinga-
stelpuna sem hélt
áhrifamikla dagbók
í tvö ár meðan hún var í felum í
seinni heimsstyrjöldinni, seldist í
vikunni á tæpar 17 milljónir króna.
Ljóðið sem er skrifað árið 1942 og
er á hollensku er eitt af fáum blað-
snifsum sem sýna rithönd Frank.
Byggingarvinnu við tónlistar-höllina Elb-
philharmonie í
Hamburg er loks
lokið tæpum áratug
eftir að hún hófst og verður hús-
ið opnað opinberlega í janúar
2017. Verkstjórnin þykir hins vegar
hneyksli enda átti þessi 120 þús-
und fermetra höll, sem er hönnuð
af svissnesku stjörnuarkitektunum
Herzog & de Meuron, upphaflega
að vera tilbúin árið 2010 og kosta
tæpa 29 milljarða króna. Kostn-
aðurinn endaði hins vegar á því
að verða ríflega þrefalt meiri. Ný
skýrsla segir ábyrgðina liggja hjá
borgarstjórn Hamborgar jafnt sem
fyrsta byggingarverktakanum sem
kom að verkinu. Flestir virðast þó
sammála um að höllin sé mikið
byggingarafrek, himinhár glerhjúp-
ur sem minnir ýmist á skipsstafn,
ísjaka eða tjald var byggður ofan á
verksmiðjubyggingu úr múrsteini
við bakka árinnar Saxelfar. Í höll-
inni eru auk þriggja tónleikasala
(sá stærsti hýsir 2.100 gesti), 244
herbergja hótel og 45 íbúðir.
gerist hins vegar ekkert af sjálfu
sér. Þetta burðarvirki er verkefni
sem kynslóðir af pólitíkusum,
menningarfrömuðum og listafólki
hafa byggt upp. Það er þessari vinnu
að þakka að við eigum fólk eins og
Björk, Sjón eða Víking Heiðar, sem
skrifaði á dögunum undir útgáfu-
samning við eitt virtasta útgáfufyrir-
tæki heims, Deutsche Grammo-
phone. Grundvöllurinn að því að
Víkingur skrifar undir þennan samn-
ing er kannski lagður árið 1930 þegar
Tónlistarfélag Reykjavíkur kom á fót
fyrsta alvöru tónlistarskólanum, eða
kannski var hann lagður í kringum
1960 þegar Gylfi Þór Gíslason og Tón-
listarfélagsmenn tóku þátt í að móta
lög um tónlistarskóla,“ segir Jón Karl.
„Þetta er eitthvað sem okkur, og
þeim sem standa í forystu í menn-
ingarlífinu, er trúað fyrir. En það er
ofboðslega auðvelt að eyðileggja
þetta allt. Til að viðhalda því verðum
við stöðugt að vera að endurbæta
burðarvirkið og láta það koma til
móts við nýjar áskoranir – og þær
eru nægar um þessar mundir. Það
má til dæmis nefna að tónlistar-
kennarar hafa verið samningslausir
svo mánuðum skiptir, Ríkisútvarpið
hefur verið skorið niður um hundruð
milljóna á örfáum árum, og fleira.“
Hetjusaga „patrónanna“
„Í og með er þetta hetjusaga – kannski
sú hetjusaga sem sumum fannst að
ég hefði átt að skrifa þegar ég skrif-
aði bókina mína um Ragnar í Smára
[Mynd af Ragnari í Smára]. Hér er
ég að skrifa um hvernig hann og
menn af hans tagi hafa lyft ákveðnu
grettistaki. Eitt af því sem mér finnst
merkilegt er hvað flestir koma að
þessu verki á óeigingjarnan hátt,
ekki til að slá sjálfa sig til riddara eða
draga athyglina frá því hversu mik-
ið þeir eru græða með öðrum hætti,
heldur af heilbrigðum metnaði fyrir
hönd lands og þjóðar. Þó að ég hugsi
þennan kafla sem bréf til verðandi
menntamálaráðherra þá held ég líka
að það væri fínt ef skólafélagar okkar
Ragnars úr Verslunarskólanum, bæði
þeir yngri og eldri, myndu kynna sér
þessa sögu. Þeir fjármunir sem eru
geymdir í aflandsreikningum geta
nefnilega öðlast mikilvægt hlutverk
hér á landi,“ segir Jón Karl.
Myndin sem er dregin upp í kafl-
anum sýnir einnig mikilvægt hlut-
verk ríkisins í uppbyggingunni og
hvernig umsvif þess aukast á öldinni
– í fyrstu þannig að stjórnmála-
menn gátu beitt sér beint á menn-
ingarsviðinu en eftir því sem leið á
öldina jókst armslengdin.
„Með vexti ríkisvaldsins, ekki síst
á árabilinu 1925 til 1950, fara að eiga
sér stað átök um hvernig verkaskipt-
ingin eigi að vera milli patrónanna og
ríkisins. Það er til dæmis forvitnilegt
að Ragnari í Smára hugnaðist ekki
að sinfónían yrði gerð að opinberri
stofnun. Hann vildi ekki að sextíu
opinberir starfsmenn væru ábyrgir
fyrir tónlistarlífinu í landinu, heldur
vildi hann einhvers konar sambland
af frjálsu framtaki og ríkis stuðningi.
Þessi núningur, eða leit að réttu
lausninni, birtist svo skýrast í um-
ræðum um listamannalaun. Ég hef
hins vegar á tilfinningunni að í kring-
um 1950 séu menn komnir að ein-
hvers konar niðurstöðu: að ríkið eigi
að vera stærsti bakjarlinn. Eftir því
sem líður á seinni hluta aldarinnar
fara bæjarfélögin svo að axla síaukna
ábyrgð. Fleiri bæjarfélög en Reykja-
vík fara að leggja sitt af mörkum,
setja á fót söfn, velja bæjarlistamenn
og annað. Þessi hugsun kemst svo-
lítið á flot með ríkisstjórnum Davíðs
Oddssonar og svo vexti fjársterkra
fyrirtækja, og kannski helst fyrir-
tækja sem höfðu áður verið í opin-
berri eigu.“
Það eru þó ekki aðeins ríkis-
valdið og vel megandi einstaklingar
sem draga vagninn í uppbyggingu
burðarvirkisins heldur einnig er-
lendir innflytjendur – sem höfðu af-
gerandi áhrif á þróun íslensks tón-
listarlífs – og hópar ungs atorkusams
hugsjóna- og listafólks sem spretta
upp með reglulegu millibili.
„Í þessari sögu sér maður svipuð
skref vera tekin aftur og aftur. Það
verða til ákveðnir lykilhópar lista-
manna, til dæmis menntamennirnir
í kringum Sigurð Nordal um 1918,
hópurinn í kringum Kristinn E.
Andrés son og Rauða penna í kringum
1935, svo eru það Birtingsmenn og
Medúsuhópurinn sem verður síðar
Smekkleysa, og auðvitað miklu fleiri.
Upp úr þessum hópum spretta yfir-
leitt listamenn sem tíu eða tuttugu
árum seinna brjóta einhver blöð, en
líka oft einstaklingarnir sem axla svo
síðar ábyrgð innan stofnana. Þessir
hópar fara yfirleitt af stað í uppreisn
gegn hinu viðtekna og gegn stofnun-
inni, aðeins örfáum árum seinna eru
einstaklingar úr þeirra röðum komnir
í stól leikhússtjóra, orðnir skólastjór-
ar í myndlistarskóla og svo framvegis.
Þessir hópar eiga það yfirleitt sam-
eiginlegt að ná þvert yfir listgreinar.
SÚM-hópurinn vann til dæmis náið
með leikhópnum Grímu, í Birtings-
hópnum voru tónskáld, arkitektar og
rithöfundar, og svo framvegis. Annað
sem skiptir máli er að þessir hópar
hafa yfirleitt einhver erlend tengsl
og eru í virku sambandi við erlenda
hópa með sambærilega fagurfræði.
Viðmiðin eru því alþjóðleg og menn-
ingin trénar ekki í upphafningu þjóð-
ernisins.“
Boxpúði fyrir aðra fræðimenn
Jón Karl segist vera undir það búinn
að fá gagnrýni fyrir kaflann, enda sé
það óumflýjanlegt þegar troða þurfi
jafn miklu efni á jafn fáar síður. „Ég
veit að ég verð gagnrýndur fyrir allt
það sem ég tala ekki um í kaflanum,
en textar af þessu tagi eiga að vera
eins konar boxpúðar fyrir frekari
rannsóknir: „Jón Karl segir þetta, en
það er ekki rétt!“ En ég vona fyrst og
fremst að þessi texti geti ýtt undir
fleiri þverfaglegar rannsóknir á lista-
sögunni,“ segir hann.
„Í þessari vinnu fannst mér koma
vel í ljós í hversu nánum tengslum
listgreinarnar eru hver við aðra. Mér
hefur oft fundist að listasagan sé
skrifuð í of miklum hólfum, meira
að segja innan einstakra greina, til
að mynda bókmenntasögunnar, ein-
blínir fólk á einangruð svið: ljóða-
gerð, barnabókmenntir, leikrit og
svo framvegis. En þegar maður skoð-
ar strauma, stefnur og áhrif þá þarf
maður að taka allt menningarkerfið
til greina. Ég held að það sé mjög
frjótt að skoða listasöguna heildstætt,
skoða hvernig allar nýjar listgreinar
virðast í upphafi sækja í bókmennta-
arfinn, eða velta fyrir sér tengslum
milli abstrakt myndlistar og atóm-
skáldskapar, en þar á fólk bæði sam-
leið fagurfræðilega og persónulega,“
segir Jón Karl. n
Listamenn þurfa hjólastíga
„Það er kannski af
ákveðnum menn-
ingarpólitískum ástæðum
sem ég ákvað að fara
þessa leið – að einhverju
leyti er ég að skrifa verð-
andi menntamálaráð-
herra 90 síðna bréf.
Sögu Íslands n Fjallar um bakhjarlana og burðarvirkið frekar en snillingana
Byggingar og burðarvirki Tvær
af mikilvægustu byggingum íslensks
menningarlífs á 20. öldinni eru
viðfangsefni listmálarans Þránds
Þórarinssonar í verkinu Hverfisgata.
Rannsakar burðarvirkið
Jón Karl Helgason beinir
sjónum sínum að bakhjörlum
íslenskrar menningar
Mynd SigtRygguR ARi
Úr listheiminum