Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2016, Blaðsíða 54
Helgarblað 25.–28. nóvember 201642 Fólk
Í
þróttafræðingurinn Oddný Anna
Kjartansdóttir hefur alla tíð haft
mikinn áhuga á heilsu og heil-
brigðum lífsstíl en þegar að
hennar heilsa brást ákvað hún
að venda kvæði sínu í kross, minnka
við sig íþróttakennslu og byrja í
námi í lýðheilsufræðum. Oddnýju
Önnu hefur alltaf þótt mikilvægt
að láta gott af sér leiða þegar kem-
ur að heilsu en í náminu gafst henni
tækifæri til þess að hrinda af stað
verkefni sem styður við það sem
hefur einna helst brunnið á henni
í þessum efnum þ.e. að stuðla að
minni kyrrsetu og meiri hreyfingu
samlanda sinna.
Láta gott af sér leiða
„Ég er íþróttafræðingur og starfa
sem íþróttakennari við Langholts-
skóla. Ég var búin að vera að glíma
við raddvandamál og íþróttakennsla
reynir svakalega mikið á röddina.
Talmeinafræðingarnir mínir höfðu
af þessum sökum lýst yfir áhyggjum
af starfsvettvangi mínum og hvað
hann hentaði rödd minni sérlega
illa. Á síðasta ári þurfti ég svo að fara
í aðgerð á raddböndum sem leiddi til
þess að ég var frá vinnu í hálft ár. Ég
ákvað því að byrja í námi sem mér
fannst mjög spennandi og býður
upp á ýmsa möguleika sem viðbót
við íþróttafræðina.“
Í náminu sótti Oddný Anna nám-
skeið þar sem nemendur áttu hrinda
af stað lýðheilsuverkefni þar sem
þeir áttu að nýta sér samfélagsmiðla
til þess að hafa áhrif á lýðheilsu fólks.
„Fyrst og fremst vildi ég koma
af stað vitundarvakningu þar sem
markmiðið er að hvetja fólk til þess
að hreyfa sig meira úti í náttúr-
unni. Þess vegna notaði ég
myllumerkið #útmeð-
þig til að hvetja fólk til
þess að nota náttúr-
una meira við hreyf-
ingu, nota hreyfingu
sem ferðamáta og
fara út í ferskt loft til
þess að leika við börn-
in sín. Ekki bara fara
út á róló þar sem börnin
leika sér og foreldrarnir glápa
á skjáinn heldur taka þátt og kenna
börnunum að leika sér. Ég held að
það sé mjög mikilvægt á okkar tím-
um, því kyrrseta fyrir framan tölvur,
sjónvarp og síma hefur aukist til
muna.“
Mamma hefur tröllatrú
á súrefni
Oddný Anna opnaði Facebook-
síðu sem heitir Út með þig þar sem
hún deilir alls kyns fróðleik um
hreyfingu og leggur til leiðir til þess
að stunda hreyfinguna úti í náttúr-
unni með fjölskyldunni. Þá hafa nú
þegar safnast upp um 60 myndir á
Instagram undir myllumerkinu og
fólk er byrjað að taka við sér með því
að fara frekar út að hreyfa sig, taka af
því myndir og deila með verkefninu.
„Svo skrifaði ég grein sem birtist
á visir.is þar sem ég fjallaði um
mikil vægi hreyfingar og sagði frá
verkefninu, hvatti fólk til þess að fara
meira út og hreyfa sig. Stundum þarf
þetta ekki að vera meira en að fara
út á sleða með börnunum sínum,
það er hægt að fá alveg heilmikið út
úr því að draga börnin á sleða upp
brekkur, renna sér niður og ganga
svo aftur upp. Svona hreyfing er ekki
síður holl en að mæta í
líkamsræktarstöðina,
án þess að ég vilji gera
lítið úr þeim, ég var
að koma þaðan sjálf,“
segir Oddný og hlær
en hún tekur fram að
mamma hennar hafi
alla tíð haft mikla trú
á því að stunda hreyf-
ingu í fersku lofti og súr-
efni svo hún segist hafa verið
alin upp við að hreyfa sig mikið úti
og tekur fram að það skipti ótrú-
lega miklu máli að sýna börnum for-
dæmi í þessum efnum eins og öðru.
En hvert stefnir Oddný Anna
með verkefnið?
„Það er aldrei að vita, mögulega
held ég áfram og þróa verkefnið og
kannski endar þetta sem lokaverk-
efni hjá mér en ég finn það strax að
þetta er ekki verkefni sem ég hætti
með á föstudaginn þegar þessum
áfanga í skólanum er lokið. Ég vona
að ég geti fléttað þetta inn í einhvers
konar fjölskyldunámskeið þar sem
ég kenni foreldrum og börnum að
fara út að leika sér saman og stuðla
þannig að meiri hreyfingu, samveru
og nýtingu á náttúrunni. Svo væri
gaman að standa fyrir einhverjum
stórum viðburði undir formerkjum
#útmeðþig þar sem fólk gengur
saman um Laugardalinn eða eitt-
hvað slíkt.“
Það er augljóst að hér fer kona
sem talar af mikilli hugsjón og mun
verkefnið vafalaust vinda duglega
upp á sig. Áhugasamir geta fylgst
með henni og fróðleiksmolum henn-
ar á Facebook-síðunni Út með þig. n
„Fyrst og
fremst vildi
ég koma af stað
vitundarvakningu þar sem
markmiðið er að hvetja
fólk til þess að hreyfa sig
meira úti í náttúrunni.
Út fyrir
kassann
Kristín Tómasdóttir
skrifar
Oddný Anna
„Stundum þarf
þetta ekki að
vera meira en að
fara út á sleða
með börnunum
sínum.“
Mynd sigTryggur Ari
Út með þig
Oddný Anna Kjartansdóttir vill vitundarvakningu um hreyfingu úti í náttúrunni
Hentar vel í matargerð, ofan á brauð, til að poppa popp,
í baksturinn, í þeytinginn, á húðina eða til inntöku.