Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 17
Áramótablað 30. desember 201618 Fréttir Innlendur fréttaannáll Apríl 2. apríl Laminn í Taílandi Tómas Geir Howser Harðarson, sem einnig er þekktur undir nafninu Tilfinn- inga-Tómas, verður ásamt tveimur vinum sín- um fyrir hrottalegri líkamsárás á skemmtistað í Bangkok í Taílandi. Tómas birtir sláandi myndir af eft- irköstum árásarinnar á Facebook- síðu sinni. Hann var barinn með hafnaboltakylfu og gefið raf- stuð er fimm menn héldu honum. 3. apríl Gekk út úr viðtalinu Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son gengur út úr viðtali sænsks fréttamanns SVT og Jóhannesar Kr. Kristjánssonar þegar þeir reyna að spyrja út í félagið Wintris. Við- talið var sýnt í Kastljósi og kom þar fram að forsætisráðherrann hefði selt helmingshlut sinn í félaginu til eiginkonu sinnar, á einn Banda- ríkjadal, daginn áður en ný lög um skattalagabreytingar sem sett voru til höfuðs aflandsfélögum gengu í gildi. Viðtalið og efnið er heims- frétt og Ólafur Ragnar Grímsson flýtir heimför sinni í skugga póli- tísks óróa. 5. apríl Hótaði að rjúfa þing Sigmundur Davíð hótar að rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta ef þingmenn Sjálfstæð- isflokks treysta sér ekki til að styðja rík- isstjórnina áfram í kjölfar Wintr- is-málsins. Ólaf- ur Ragnar neitar að veita Sigmundi heimild til þingrofs. Sá síðarnefndi stígur til hliðar sem forsætis- ráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við keflinu. Mótmælt er á Austurvelli þriðja daginn í röð en þann 4. apríl voru þar fjölmennustu mótmæli landsins í áratugi. 5. apríl Júlíus segir af sér Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir af sér sem borgarfulltrúi. Þetta tilkynnti hann við upphaf borgarstjórnar- fundar. Nafn hans kom upp í tengsl- um við Panama-skjölin, en hann stofnaði aflandsfélagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Júl- íus sagði að félagið hefði verið stofn- að til að halda utan um reikning hans í bankanum Julius Bär í Sviss. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í borg- arstjórn, óskar eftir tímabundnu leyfi vegna viðskipta hennar tengd- um aflandsfélögum. 7. apríl BDSM inn í 78 Allt var á suðupunkti í Samtökun- um 78 þegar aðild BDSM samtak- anna var samþykkt á annað sinn á félagsfundi. Aðildin var samþykkt af fundarmönnum en í kjölfarið var aðalfundur vefengdur á grundvelli þess að til hans hefði ekki verið boð- að með lögmætum hætti. 12. apríl H&M kemur DV greinir frá því að verslunarris- inn H&M muni opna verslanir á höfuðborgarsvæð- inu. Samkomulag hafi náðst við fasteigna- félagið Regin en forstjóri þess, Helgi S. Gunnarsson, kem- ur af fjöllum og þvertek- ur fyrir að formlegar viðræður séu hafnar. Síðar er tilkynnt um samkomulagið og að til standi að opna versl- anirnar í Smáralind, Kringlunni og á Hafnar- torgi. 13. apríl Harmleikur á Akranesi Karlmaður á sjötugsaldri, Guð- mundur Valur Óskarsson, skýt- ur eiginkonu sína, Nadezdu Eddu Tarasova, til bana á Akranesi og sviptir sig lífi í kjölfarið. Atburð- urinn á sér stað á heimili þeirra í bænum. Nadezda var fædd í Rúss- landi árið 1961 og var 54 ára þegar hún lést. Hún starfaði sem skólaliði í Grundaskóla á Akranesi og lætur eftir sig uppkomna dóttur sem bú- sett er í Rússlandi. 17. apríl Kim og Kanye á Íslandi Hjónin Kim Kardashian og Kanye West koma hingað til lands ásamt Ko- urtney, systur Kim. Koma þeirra vek- ur mikla athygli og fjöldi fólks býður í ofvæni eftir þeim í miðbæ Reykjavík- ur. Kaney tekur upp tónlistarmynd- band hér á landi og Kim og Kourtn- ey safna myndum og upptökum af Íslandsheimsókninni fyrir sjónvarps- þætti sína og samfélagsmiðla. 18. apríl Ólafur gefur kost á sér Ólafur Ragnar Grímsson ákveð- ur að gefa á ný kost á sér til embætti forseta Íslands. Tilkynnti hann um ákvörðunina á blaðamannafundi á Bessastöðum. Pólitískt um- rót, sem hófst með um- fjölluninni um Wintris og Sigmund Davíð, hafði af- gerandi áhrif á ákvörðun hans. Síðar er greint frá tengslum Dorritar Moussaieff við aflands- félög og Ólafur dregur framboð sitt til baka þann 9. maí. Mynd REUTERS Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.