Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 36
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Erlendur fréttaannáll 37
Apríl
3. apríl
panama-skjölin skekja
heimsbyggðina
Fyrstu fréttirnar upp úr Panama-
skjölunum, milljónum skjala frá
panömsku lögfræðiskrifstofunni
Mossack Fonseca, litu dagsins
ljós. Í þeim var ljósi varpað á fjár-
magnsflutninga ríka fólksins til fé-
laga í skattaskjólum. Fjölmargir Ís-
lendingar voru í skjölunum.
14.–15. apríl
Skjálfti
í Japan
Tveir öfl-
ugir skjálft-
ar, 6,2 og 7,0
að stærð, riðu
yfir í Kumamoto
í Japan með þeim
afleiðingum að 50 létust og 3.000
slösuðust. 44 þúsund manns þurftu
að yfirgefa heimili sín í kjölfar
skjálftanna.
16. apríl
páfi heimsótti lesbos
Flóttamannavandinn var áberandi
í umræðunni á árinu og létust þús-
undir við að reyna að komast sjó-
leiðina til Evrópu frá stríðshrjáðum
svæðum Afríku og Mið-Austurlanda
á árinu. Frans páfi heimsótti grísku
eyjuna Lesbos um miðjan apríl þar
sem hann kynnti sér ástandið, en
þúsundir flóttamanna höfðu þá
komið til eyjarinnar.
28. apríl
Árás á sjúkrahús
Fimmtíu manns létust þegar
sprengjuárás var gerð á Al-Quids-
sjúkrahúsið í Aleppo í Sýrlandi.
Enginn lýsti ábyrgð á verknaðinum
þótt böndin hafi beinst að sýrlenska
stjórnarhernum eða Rússum.
MAí
4. maí
Þúsundir flýðu
skógarelda
Gríðarlegir skógareldar,
þeir mestu í kanadískri
sögu, settu svip sinn á Al-
berta-fylki í Kanada í byrj-
un maí. 88 þúsund manns
þurftu að yfirgefa heimili sín
vegna eldanna, þar á meðal nánast
allir íbúar Fort McCurray.
11. maí
Sprengjuárásir í
Bagdad
Hryðjuverkasamtökin ISIS létu til
sín taka í Írak í apríl og þann 11.
þess mánaðar féllu 80 manns í
þremur sprengjuárásum í borginni.
Mannskæðasta árásin var þegar
bílsprengja sprakk í Bagdad með
þeim afleiðingum að 66 féllu.
19. maí
Flugvél hvarf yfir
Miðjarðarhafi
Flugvél EgyptAir hvarf yfir Mið-
jarðarhafi eftir að neyðarboð bárust
frá henni. Síðar kom í ljós að vélin
hafði hrapað í Miðjarðarhaf með
þeim afleiðingum að allir um borð,
66 manns, fórust. Ekki liggur ljóst
fyrir hvað gerðist.
21. maí
leiðtogi talíbana
drepinn
Barack Obama Bandaríkjaforseti
tilkynnti að Mullah Mansour, leið-
togi talíbana í Afganistan, hefði
verið drepinn í drónaárás Banda-
ríkjahers á bíl hans í Pakistan. Við
sama tilefni sagði Obama að dauði
Mansour væri vatn á myllu þeirra
sem berjast gegn hryðjuverkum.
Innan við viku síðar tilkynntu talí-
banar að Mullah Haibatullah Ak-
hundzada væri nýr leiðtogi talí-
bana.
30. maí
Baráttan um Fallujah
Írakskar hersveitir, með aðstoð
Bandaríkjamanna, hófu innrás í
borgina Fallujah í Írak með það
markmið að hrekja liðsmenn ISIS
frá borginni. ISIS náði borginni
á sitt vald árið 2014. Í júní tókst
Írökum ætlunarverk sitt og var
borgin frelsuð undan oki ISIS.
28. maí
Harambe skotinn
Sautján ára gömul górilla í dýra-
garðinum í Cincinnati í Bandaríkj-
unum, Harambe að nafni, var skotin
til dauða eftir að þriggja ára barn
komst framhjá girðingu sem á að
skilja górillurnar frá gestum dýra-
garðsins.
30. maí
Habré dæmdur
Hisséne Habré, fyrrverandi ein-
ræðisherra Afríkuríkisins Tsjad,
var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
glæpi gegn mannkyni, pyntingar og
nauðganir. Habré var leiðtogi Tsjad
á árunum 1990 til 1992 en undir
ógnarstjórn hans er talið að 40 þús-
und manns hafi misst lífið.
Júní
8. júní
Sharapova í tveggja
ára bann
Maria Sharapova, ein fremsta tenn-
iskona heims undanfarin ár, var
dæmd í tveggja ára keppnisbann
eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Efnið
meldonium fannst í lyfjasýni en það
er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins.
12. júní
Fjöldamorð
í Orlando
Eitt mannskæðasta
fjöldamorð í banda-
rískri sögu átti sér stað
á næturklúbbnum Pulse
í Orlando. Árásarmaður-
inn, Omar Saddiqui Mateen,
myrti 49 manns og særði 53 til við-
bótar. Omar lýsti yfir stuðningi við
ISIS. Eftir um þriggja klukkustunda
umsátursástand réðst lögregla til
inngöngu á staðinn, sem var vin-
sæll meðal hinsegin fólks, og skaut
Omar til bana.
23. júní
Bretar
kusu
Brexit
Bretar gengu
til þjóðarat-
kvæðagreiðslu
í sumar og kusu með útgöngu úr
Evrópusambandinu. Skoðanakann-
anir höfðu nokkrum dögum áður
bent til þess að Bretar myndu kjósa
að vera áfram í sambandinu. Eftir
að niðurstaðan lá fyrir sagði Dav-
id Cameron forsætisráðherra af sér
embætti.
28. júní
Harmleikur á
Ataturk-flugvelli
Þrír hryðjuverkamenn, vopnaðir
sprengjum og skotvopnum, réðust
inn á Ataturk-flugvöll þar sem þeir
skutu á fólk áður en þeir sprengdu
sig í loft upp. 45 manns létust í árás-
unum og yfir 230 særðust.
Júlí
2.–5. júlí
Fleiri árásir ISIS-liða
Fimm ungir menn í borginni
Dhaka í Bangladess myrtu 22
einstaklinga þann 2. júlí, en
mennirnir höfðu lýst yfir stuðningi
við ISIS. Síðar þennan sama dag
féllu 137 manns í sprengjuárás ISIS
í miðborg Bagdad í Írak. ISIS-liðar
voru þar að verki. Þremur dögum
síðar missti fjórir lífið þegar maður,
með tengsl við ISIS, sprengdi sig í
loft upp í borginni Medina í Sádi-
Arabíu.
6. júlí
Oscar pistorius dæmdur
Eftir löng og erfið réttarhöld var
suðurafríski spretthlauparinn Oscar
Pistorius dæmdur í sex ára fangelsi
fyrir að verða unnustu sinni, Reevu
Steenkamp, að bana árið 2013.
Áður hafði Pistorius verið sýknaður.
14. júlí
Harmleikur í nice
84 létust og yfir 200 særðust þegar
Mohamed Bouhlel, franskur ríkis-
borgari af túnísku bergi brotinn, ók
flutningabíl sínum inn í mannfjölda
við ströndina í Nice í Frakklandi.
Fjöldi fólks var þar samankominn
til fagna Bastilludeginum, þjóð-
hátíðardegi Frakka. Mohamed var
skotinn til bana af lögreglu en hann
er talinn hafa haft tengsl við ISIS.
15. júlí
Misheppnuð
valdaránstilraun
Tilraun til valdaráns í Tyrklandi
sem var skipulögð af hópi hátt
settra tyrkneskra hermanna fór út
um þúfur um miðjan júlímánuð.
Nokkur hundruð manns voru
handtekin í kjölfarið og sagði Recep
Erdogan, forseti Tyrklands, að hin-
um seku yrði refsað grimmilega fyr-
ir föðurlandssvikin.
ÁgúSt
20. ágúst
Blóðbað í brúðkaupi
50 manns féllu þegar sjálfsvígsárás
var gerð í brúðkaupi í Tyrklandi. Yf-
irvöld voru fljót að varpa sökinni
á ISIS og sagði Erdogan forseti að
Tyrkir væru skotmark hryðjuverka-
samtakanna. Árásin var sú mann-
skæðasta í Tyrklandi á árinu.
23. ágúst
Duterte og
fíkniefna-
stríðið
Þennan dag
var greint frá
því að 1.900
manns hefðu
verið drepnir í
stríði nýkjörins
forseta Filippseyja,
Rodrigos Duterte, gegn fíkniefn-
um. Áður en Duterte var kjörinn í
embætti sór hann þess eið að koma
öllum fíkniefnasölum fyrir kattar-
nef – og hann er á góðri leið með
að standa við kosningaloforðið. Að-
ferðir Duterte voru harðlega gagn-
rýndar af mannréttindasamtökum.
24. ágúst
Skjálfti olli manntjóni
299 manns létust þegar skjálfti af
stærðinni 6,2 reið yfir miðhluta Ítal-
íu. Fjölmargar byggingar hrundu
til grunna en þorpið Amatrice varð
verst úti.
31. ágúst
ISIS-toppur drepinn
ISIS-hryðjuverkasamtökin tilkynntu
að Mohammad al-Adnani, næstráð-
andi innan samtakanna, hefði ver-
ið drepinn í loftárás. Al-Adnani var
einn valdamesti maður samtakanna
og gegndi stöðu talsmanns þeirra.
SepteMBer
2. september
Forsetinn kvaddi
skyndilega
Islam Karimov, forseti Úsbekist-
ans, varð bráðkvaddur en hann
var leiðtogi þjóðar sinnar í 25
ár. Af stuðningsmönnum var
Karimov minnst fyrir að hafa kom-
ið á traustri og friðsamlegri utan-
ríkisstefnu við nágrannaríki á með-
an andstæðingar hans bentu á að
mannréttindabrot og spilling hefðu
einkennt hans forsetatíð.
9. september
Áfram tilraunir með
kjarnavopn
Yfirvöld í
Norður-
Kóreu héldu
tilraunum
sínum með
kjarna-
vopn áfram
og að morgni
9. september
tókst þeim að fram-
kvæma öfluga sprengingu með
kjarnaoddi á tilraunasvæði í norð-
urhluta landsins. Sprengingin var
gríðarlega öflug og fannst á jarð-
skjálftamælum í Suður-Kóreu.
PLUSMINUS OPTIC
Smáralind
www.plusminus. is
Sumar
kaupauki
Sólgler
með öllum gleraugum
Index 1,5*
Sjóngler
www.plusminus.is
ÚTSALA
Útsalan hefst 2.janúar
20-80 %
afsláttur af umgjörðum