Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 25
Áramótablað 30. desember 201626 Fréttir Innlendur fréttaannáll September 1. september Ofurbónusar besta leiðin Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mætir í Kastljós og ver ofurbónusa- kerfi eignarhaldsfélagsins sem DV hafði afhjúpað nokkrum dögum áður. Það opnar á möguleikana á mörg hundruð milljóna bónus- greiðslur til handa starfsmönnum á komandi árum. Copley sagðist hafa, í sátt við stjórn og hluthafa, ákveðið að þetta fyrirkomulag væri hvetj- andi fyrir starfsfólk til að binda enda á starf sitt fyrr en ella. „Ég er sann- færður um að þetta sé besta leiðin.“ 2. september Milljarðar í hvalkjöti DV greinir frá því að birgðir Hvals hf. af frystum hvalaafurðum séu metnar á 3,6 milljarða króna þegar síðasta fjárhagsári félagsins lauk í septem- ber í fyrra. Óseldar birgðir fyrir- tækisins voru tveimur árum áður metnar á 1,8 milljarða króna en erf- iðlega hefur gengið að koma kjötinu á markað í Japan. Hvalur hf. hætti að veiða hval en á af þessum sökum nóg af óseldu kjöti á lager. 2,3 millj- arða króna hagnaður Hvals skýrist nær alfarið af tekjum af eignarhlut í Vogun hf., sem á 33,7% hlut í HB Granda og ríflega annað eins í Hampiðjunni. 3. september Nova- snappið hneykslar Allt fer á hliðina er óhugnan- leg saga birtist á Snapchat-aðgangi fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar mátti meðal annars sjá fíkniefnaneyslu, partí, ungt fólk flutt með sjúkrabíl og mannrán. Í ljós kemur að um var að ræða hliðar- sögu úr kvikmyndinni Eiðinum sem leikstýrt er af Baltasar Kormáki og frumsýnd var síðar í mánuðin- um. Ekki áttuðu allir sig á því og vakti uppátækið mikla hneykslan. DV bárust ótal ábendingar vegna málsins frá reiðum og áhyggjufull- um foreldrum sem höfðu áhyggjur af því að börn þeirra sæju óhugnað- inn. 4. september Banaslys á Ólafs- fjarðarvegi Alvarlegt umferðarslys þriggja bifreiða verður við vegamót Ólafsfjarðarvegar og Skíða- dalsvegar. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. Ung stúlka frá Siglufirði, fædd árið 2008, lést í slysinu. 4. september Fæðing á bílaplani í Hamraborg Stúlkubarn kemur í heiminn á bílastæði Íslandsbanka í Hamra- borg í Kópavogi. Foreldrarnir, Ein- ar Þór Hákonarson og Ragna Þyrí Dögg Guðlaugsdóttir, voru staddir í Keflavík þegar hríðir hófust og óku þeir í skyndi sem leið lá á Landspít- alann í Reykjavík. Þau komust þó ekki lengra en að bílastæðinu því stúlkunni lá á að komast í heiminn. Ragna, sem er lærður hjúkrunar- fræðingur, tók sjálf á móti barninu og gekk allt að óskum. 5. september Sakfelld í stóru fíkni- efnamáli Íslenskir fjölmiðlar greina frá því að Kolbrún Ómarsdóttir hafi í júní verið dæmd í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli í Bret- landi. Málið kom upp á síðasta ári og DV greindi frá því þegar mikið magn fíkniefna fannst á heimili kon- unnar og unnusta hennar í Melling á Norður-Englandi. Um var að ræða 13 kíló af heróíni, 38 sterlingspund og 1,2 milljónir evra í reiðufé sem fundust við húsleit. Darren Marsden hlaut 12 ára dóm og samverka- maður hans, Joseph Courtney, fékk 10 ára dóm. 5. september Kennarar fella kjara- samning Meirihluti í Félagi grunn- skólakennara fellir nýjan kjara- samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skrifað hafði ver- ið undir nýjan kjarasamning í lok ágúst sem byggði á samningi sem kennarar í Félagi grunnskóla- kennara felldu í júní. 6. september Ferðamaður fróaði sér við grunnskóla Hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands nær á myndband þegar nakinn ferðamaður í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Sel- fossi fróar sér. Myndbandinu, sem tekið var 5. september, var komið til lögreglu sem hóf rannsókn á mál- inu. Maðurinn reyndist ferðamað- ur frá Ísrael. Lögreglan handtekur hann degi síðar og er hann úrskurð- aður í farbann. 12. september 25 milljóna framboð Guðna Kostnaður við forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar, sem var kjörinn forseti Íslands í sumar, nam rúmum 25 milljónum króna. Þetta kemur fram í rekstrarreikningi sem Guðni skilaði til Ríkisendurskoðun- ar og var birtur á heimasíðu stofn- unarinnar. 18. september KSÍ hafnaði FIFA 17 Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði tölvuleikjaframleiðandans EA Sports um að hafa íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu með í FIFA 17 vekur mikla reiði á meðal ís- lenskra knattspyrnu- og tölvuleikja- áhugamanna. Um er að ræða einn stærsta og vinsælasta tölvuleik heims og bauðst KSÍ ein milljón króna fyrir þátttökuna. Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, sagði að upphæðin hefði verið of lág og gagntilboði KSÍ ekki verið tekið. Al- mannatengill lýsir ákvörðuninni sem ævintýralegu markaðsklúðri í kjölfar frábærs árangurs lands- liðsins á EM í sumar. 18. september Banaslys á Snæfells- nesi 38 ára karlmaður lætur lífið í bíl- veltu á Snæfellsnesi. Slysið varð á Útnesvegi í Breiðuvík, skammt austan Arnarstapa. Maðurinn lætur eftir sig unnustu og tvö börn. 20. september Misþyrmt í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rann- sakar alvarlega líkamsárás sem átti sér stað í bænum aðfaranótt 17. september. Nakin kona á fimm- tugsaldri fannst utandyra í aust- urhluta bæjarins með alvarlega áverka á höfði. Grunur lék á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þetta staðfesti Páley Borgþórsdótt- ir, lögreglustjóri í Vestmannaeyj- um, í samtali við DV. Konan var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hennar. Maður, sem grunaður var um árásina, var handtekinn á heim- ili sínu sömu nótt. 22. september Barátta Stefáns Karls Leikarinn Stefán Karl Stefánsson og eiginkona hans, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, greina frá því að Stefán glími við alvarleg veik- indi. Um var að ræða mein sem veldur þrengingum í gallvegi og brisgöng- um en ekki var vitað hvort meinið væri ill- eða góðkynja. Upp- lýstu hjónin að Stefán mundi gangast undir umfangsmikla skurðað- gerð 4. október þar sem meinið yrði fjarlægt. 26. september Álagsbónus KSÍ Greint er frá því að stjórn KSÍ hafi samþykkt í júlí að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku karla- landsliðs Íslands á EM í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Bónusinn sam- svarar mánaðarlaunum hvers starfs- manns. Tillagan var komin frá Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ. 26. september Dýr var Davíð allur Ríkisendurskoðun birtir upp- gjör Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, vegna forseta- framboðs hans í sumar. Kostnað- ur framboðsins nam 28 milljónum króna en ríflega 11 milljónir komu úr vasa Davíðs sjálfs og 400 þúsund krónur frá eiginkonu hans, Ástríði Thorarensen. Halla Tómasdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í forsetakjörinu, eyddi 8,8 milljónum á sama tíma, en þar af komu tvær milljónir úr hennar vasa. 27. september Íslendingur beit mann í lest Íslendingur í annarlegu ástandi ræðst á mann um borð í lest í Berlín og bítur hluta úr eyra hans. Íslendingurinn var handtekinn í kjölfarið. Í ljós kom að fórnarlamb árásarinnar hafði reynt að stöðva árás Íslendingsins á annan farþega í lestinni. Mynd Sigtryggur Ari Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.