Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 97
Áramótablað 30. desember 201678 Fólk
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
Stjörnurnar
Sem komu árið 2016
n Stórmynd tekin upp á Ströndum n kardashian-klíkan mætti n Bláa lónið alltaf vinsælt
Í
sland var líkt og síðustu ár vin-
sælt hjá erlendum stórstjörn-
um á árinu 2016 sem böðuðu
sig í Bláa lóninu eða héldu tón-
leika fyrir fullum húsum. Erlend
kvikmyndaver héldu áfram að not-
færa sér stórbrotna íslenska nátt-
úru sem sviðsmynd fyrir stórmynd-
ir frá Hollywood. Sama má segja um
ákveðna meðlimi Kardashian-fjöl-
skyldunnar. Aðra vikuna í júlí gátu
íslenskir stangveiðimenn rekist á
Beckham-fjölskylduna við Langá
á Mýrum, hitt eina stærstu sam-
félagsmiðlastjörnu heims uppi á
Langjökli eða setið við hlið Owen
Wilson í Leifsstöð. n
Veiddu í Langá David
Beckham, Victoria Beckham og fjölskylda
lentu á Íslandi þann 7. júlí og tóku hjónin
Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir á móti
þeim við komuna til landsins. Óku þau öll á
brott á stórum fjallajeppa og voru
Björgólfur og David duglegir við að stunda
stangveiði dagana á eftir og þá meðal
annars í Langá á Mýrum. Fjölskyldan
heimsfræga fór einnig í Þríhnúkagíg og naut
náttúrunnar í veðurblíðunni.
Hitti fjölskylduna
Owen Wilson kom hingað
til lands daginn eftir
að Bechkam-fjöl-
skyldan lenti á
einkaþotu sinni á
Reykjavíkurflug-
velli. Bandaríski
stórleikarinn kom
hingað til lands til að
hitta foreldra sína sem
voru hér á ferðalagi. Góðvinur hans, Ben
Stiller, hefur margoft komið til landsins
og lék aðalhlutverk í myndinni The
Secret Life of Walter Mitty sem var að
stórum hluta tekin upp hér á landi.
Batman á Ströndum
Hollywood-leikararnir Ben Affleck og
Jason Momoa komu hingað til lands um
miðjan október. Bandaríska kvikmynda-
verið Warner Bros stóð þá fyrir tökum
á ofurhetjumyndinni Justice League á
Ströndum. Affleck leikur í henni hlutverk
Bruce Wayne, betur þekktur sem Batman,
en Momoa ofurhetjuna Aquaman. Þá kom
leikkonan Amber Heard einnig hingað en
hún fer með hlutverk Meru frá Atlantis.
Þegar tökum hér á landi lauk var haldið
mikið partí í Djúpavík á Ströndum þar sem
leikararnir gistu.
radiohead og muse
Ekki má gleyma meðlimum allra þeirra
heimsfrægu hljómsveita og tónlistar-
mönnum sem heimsóttu klakann til að
halda tónleika. Radiohead spilaði fyrir fullu
húsi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice
ásamt suður-afrísku hljómsveitinni Die
Antwoord. Bresku meðlimir Muse fylltu
gömlu Laugardalshöllina og Brian Wilson úr
Beach Boys spilaði í Hörpu. Þá komu hingað
einnig þau James Morrisson, PJ Harvey, Burt
Bacharach, Simply Red og Schoolboy Q.
kim og kanye Hjónin Kim Kardashian og Kanye West bættust í hóp
Íslandsvina í apríl þegar þau lentu í Keflavík ásamt fríðu föruneyti. Systir Kim, Kourtney, var
einnig með í för og ferðaðist hópurinn um Suðurland á sérútbúnum jeppa. Þau heimsóttu
meðal annars gróðurhúsið og veitingastaðinn Friðheima, skammt frá Selfossi, og böðuðu
sig í Bláa lóninu. Heimsóknin hingað endaði svo í sjónvarpsþáttunum vinsælu, Keeping up
with the Kardashians, og myndataka af Kim í flegnum sundbol í Bláa lóninu fór eins og eldur
í sinu um netið.
Piparsveinninn
mætti Samfélagsmiðlakóngurinn og
glaumgosinn Dan Bilzerian lenti á
Reykjavíkurflugvelli þann 7. júlí. Hann er
einna þekktastur fyrir Instagram-síðu sína
þar sem hann deilir myndum af piparsveins-
lífsstíl sínum. Skellti hann sér í snjósleða-
ferð upp á Langjökul og gisti á The Diamond
Suite á Hótel Keflavík sem er ein dýrasta
svíta landsins. Þar eru fimm glæsisvítur sem
hægt er að leigja saman eða hverja í sínu
lagi. Ein nótt í svítunni kostar um eina
„Ótrúlega fallegt“
Leikarinn Tyrese Gibson,
sem fer með hlutverk
Roman í Fast and
the Furious, var
orðlaus yfir nátt-
úrufegurðinni hér
þegar hann kom
hingað til lands í
lok mars. Gibson kom
til að leika í myndinni
Fast 8 en tökur á henni fóru fram í
Mývatnssveit. „Ísland er svo ekta, það
er ótrúlega fallegt hérna,“ sagði Gibson í
færslu á Instagram.
Hitti Guðna
Leikstjórinn Darren
Aronofsky var
heiðraður af
kvikmyndahátíð-
inni RIFF við
hátíðlega athöfn á
Bessastöðum í
október. Hitti hann þar
meðal annars Guðna Th. Jóhannesson,
forseta Íslands, og rithöfundinn og
forsetaframbjóðandann Andra Snæ
Magnason. Aronofsky hefur leikstýrt
þekktum myndum á borð við Black
Swan, The Wrestler og Noah, sem var að
hluta til tekin upp hér á landi.
Fékk afmælisköku
Tónlistarmaðurinn geðþekki Ed Sheeran
fagnaði 25 ára afmæli
sínu í Gamla fjósinu
undir Eyjafjöllum
þann 17. febrúar.
Þar fékk hann sér
steikarsamloku
og var mjög
viðkunnanlegur við
starfsfólk staðarins.
Í samtali við Vísi sagði
einn starfsmaður Gamla fjóssins að
hann hefði gefið Sheeran afmælisköku í
tilefni dagsins. Hann var í fylgd með vin-
konu sinni og virtust þau skemmta sér
mjög vel en þau fóru einnig í Bláa lónið.
Poldark mætti Íslenska
leikkonan Heiða Rúna Sigurðardóttir
upplýsti í september að allir helstu leikarar
bresku sjónvarpsþáttaseríunnar Poldark
hefðu heimsótt hana til Íslands. Þau hefðu
heimsótt bóndabæ ömmu hennar og Heiða
sýnt þeim helstu ferðamannastaði
landsins. Eleanor Tomlinson, Jack Farthing,
Kyle Soller og Ruby Bentall fara með helstu
hlutverkin ásamt Heiðu.
Borðaði og borðaði
Breski sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver
var staddur á Íslandi í febrúar. Oliver, sem
hafði áður komið til
landsins, kíkti þá
meðal annars á
veitingastaðina
Sægreifann,
Grillmarkaðinn og
Þrjá Frakka. Líklegt
er að hann hafi verið
að skoða mögulega
keppinauta og kynna sér ís-
lenska veitingahúsamarkaðinn en tilkynnt
hefur verið að veitingastaður hans muni
verða opnaður á Hótel Borg á næsta ári.