Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 93
Áramótablað 30. desember 201674 Menning
Teflonharmleikur
Óþelló í Borgarleikhúsinu
S
hakespeare hlýtur að hafa
haft mikið dálæti á Ítalíu. 10
af þeim 36 leikritum sem eft-
ir hann liggja gerast þar í landi
og talið er líklegt að hann hafi
haft ágæt tök á ítölsku. Óþelló er ann-
að af tveimur leikritum Shakespeares
sem gerast í Feneyjum. Það er byggt á
ítalskri sögu, Un Capitano Moro, eft-
ir Cinthio og fjallar um ást og afbrýði,
kynþáttafordóma, svik, hefnd og iðr-
un.
Márinn Óþelló hefur með
frækinni frammistöðu unnið sig
upp í hershöfðingjatign í Feneyjum.
Hann skortir ekki sjálfstraustið og
án þess að ráðfæra sig við Barbantíó
ráðherra gerir hann sér lítið fyrir
og kvænist einkadóttur hans, hinni
fögru Desdemónu, á laun. Þá fer
hann sínar eigin leiðir þegar hann
útnefnir Kassíó sem sína hægri hönd,
í stað þess að hlíta ráðleggingum og
velja Jagó. Í hefndarskyni spinnur
Jagó upp atburðarás sem fær Óþelló
til að efast um trygglyndi eiginkonu
sinnar. Í stjórnlausri afbrýði drepur
Óþelló Desdemónu en kemst fljótt að
því að efasemdir hans voru byggðar
á fölskum og heimskulegum
niðurstöðum. Hann endar
söguna á að svipta sig lífi.
Veisluborð íslenskrar tungu
Sú leikgerð sem Gísli Örn Garðarsson
færir hér á svið byggir á nýrri
þýðingu Hallgríms Helgasonar.
Betra veganesti hefði Gísli vart getað
fengið því þýðingin er mikið afbragð.
Það er því svolítið leitt hversu mikið
verkið er einfaldað og stytt en það
er svo sem alvanalegt með lengri
verk Shakespeares. Verra er þó að
leikararnir virðast sjaldnast gera
meira en að narta í það drekkhlaðna
veisluborð íslenskrar tungu sem
Hallgrímur hefur á borð borið.
Þarna eru orð og orðasamsetningar
sem leikarar ættu að njóta að hafa
í munni sér, hefja á loft og festa í
hugum áhorfenda, í stað þess að þjóta
hugsunarlaust að enda hverrar línu.
Líklega má lengi deila um
upphafsatriðið sem byrjar sem
ægifagurt myndlistarverk í líki
grenitrés en endar sem langdregið
skógarhöggsatriði þar sem Óþelló
bindur enda á líf þess og snúninga.
Atriðið kann að vera veisla fyrir
unnendur myndlíkinga sem ef til
vill sjá skepnuna Óþelló eyða bæði
sakleysi og fegurð með vöðvastælum
og villimannshætti. En æ, hvað þetta
var langdregið og leiðinlegt.
Stenst ekki væntingar
Það var fín hugmynd hjá leikstjóra
verksins að mála Óþelló ekki svartan
heldur nefna hann einfaldlega
útlending. Gervi og túlkun Ingvars
E. Sigurðssonar í hlutverki Óþellós
var hins vegar misheppnað. Hann
skorti alveg hinn spennandi eiginleika
stríðsmannsins sem aldrei hefur átt
neinn til þess að halla sér upp að.
Hann var frekar eins og staðalímynd af
austur-evrópskum smáglæpamanni,
æpandi og gólandi með hlægilegt
húðflúr á bringunni, óviðkunnanlegur
og kynþokkalaus. Að ætla honum
að hafa töfrað Desdemónu með
frásögnum af lífi sínu var afskaplega
ótrúverðugt.
Önnur góð hugmynd þessarar upp-
setningar var að láta konu leika Jagó.
Með skírskotun til reynslu kvenna í at-
vinnulífinu, þar sem framlag þeirra
hefur sjaldnast verið metið til jafns við
karla, gengur það vel upp að hún grípi
til hefndar þegar Óþelló lítur fram hjá
henni og veitir Kassíó stöðuhækk-
un. Það var hins vegar óskiljanlegt
hvers vegna Nína Dögg Filippusdótt-
ir var klædd eins og valdakona í kyn-
lífsiðnaði, í hlutverki Jagós. Og það var
jafnvel enn furðulegra að sjá hvernig
öllum karlpersónum leikritsins tókst
gjörsamlega að leiða bullandi kyn-
þokka hennar fram hjá sér. Fyrir vikið
skorti hana trúverðugri tengingar við
aðrar persónur verksins og hún varð
aldrei það lymskufulla illmenni sem
hlutverkið gefur tilefni til. Betur hefði
farið á allt annars konar nálgun.
Það skorti nokkuð upp á persónu-
sköpun leikara í minni hlutverkum
en þeir Arnmundur Ernst Backman
og Guðjón Davíð Karlsson sýndu
báðir á sér nýjar hliðar og miðluðu
hlutverkum sínum vel til áhorfenda.
Leikmyndin er fyrirferðarmikil
og leikur stórt hlutverk í upphafi
sýningarinnar. Þegar öllu var loksins
til tjaldað má segja að listilega vel
unnin og fögur lýsingin hafi að
einhverju leyti bjargað leikmyndinni
fyrir horn, þrátt fyrir tilgerðina sem
hékk yfir áhorfendum. Að sýningunni
standa frábærir listamenn sem
fært hafa okkur framúrskarandi
leiksýningar á liðnum árum. Í þetta
skiptið standast þau ekki væntingar
og listinn yfir það sem betur hefði
mátt fara gæti verið lengri. Mest
svíður þó að þessi mikli harmleikur
skuli ekkert hafa snert við manni. n
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Óþelló
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Hallgrímur Helgason
Leikstjórn og leikgerð: Gísli Örn Garðars-
son
Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg
Filippusdóttir, Aldís Amah Hamilton,
Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur
Haraldsson, Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur
Egill Egilsson, Katrín Halldóra Sigurðardótt-
ir og Jóhannes Níels Sigurðsson
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Sunneva Ása Weisshappel
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Björn Kristjánsson
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
„Mest svíður að
þessi mikli harm-
leikur skuli ekkert hafa
snert við manni.