Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 45
Áramótablað 30. desember 201646 Fólk Viðtal starfsfólk mamma veit best óskar öllum gleðilegra jóla Mamma veit best • Laufbrekka 30 • 200 Kópavogur • mammaveitbest.is „Ég kann að meta frelsið og einveruna“ Ævintýrakonan katrín sif einarsdóttir hefur ferðast til 197 landa þrátt fyrir ungan aldur Ó hætt er að segja að líf Katrín- ar Sifjar Einarsdóttur sé ævintýri líkast. Þrátt fyr- ir ungan aldur er hún lík- lega einn víðförlasti núlif- andi Íslendingurinn og er hvergi nærri hætt. Hún ráðgerir að halda upp á þrítugsafmælið sitt í Máritíus í febrúar sem verður tvöhundruð- asta landið sem hún heimsækir. Hún er fædd í Evrópu, rekur ættir sínar til Suður-Ameríku og alin upp í Norð- ur-Ameríku. Hún hefur þó heimsótt allar heimsálfur og kunni sérstaklega vel við sig á Suðurskautslandinu. Venjulega ferðast hún um heiminn á veturna og safnar peningum hér heima á sumrin. Hún er þó óvænt stödd hérlendis yfir jólin vegna veik- inda föður síns og gaf sér tíma til þess að spjalla við DV um ævintýra- legan lífsstíl sinn. Ræturnar í þremur heimsálfum Katrín Sif er fædd á Íslandi. Fað- ir hennar er frá Vestmannaeyjum en móðir hennar er frá Gvæjana, litlu landi í Suður-Ameríku. Foreldr- ar Katrínar Sifjar skildu að skiptum þegar hún var á barnsaldri og úr varð að þær mæðgur fluttu til Vancouver í Kanada þar sem Katrín Sif ólst upp. Hún saknaði þó alltaf Íslands sem hún lítur á sem heimaland sitt. „Ég þráði alltaf að flytja aftur til Íslands og átti erfitt með að sætta mig við að mega það ekki. Samskipti foreldra minna voru ekki góð á þessum árum og þess vegna fór ég sjaldan heim til Íslands,“ segir Katrín Sif. Erfiðast þótti henni að mega ekki tala íslensku við systur sína í grunnskóla þeirra í Vancouver og þess vegna fennti smám saman yfir íslenskukunnáttu hennar. Á fullorðinsárum hefur hún þó tekið upp þráðinn að nýju og talar við blaðamann á góðri íslensku. Ferðaþráin kviknaði í Japan Segja má að ævintýraþrá Katrínar hafi kviknað fyrir alvöru þegar móðir hennar sendi hana í eins konar vista- skipti í nokkrar vikur til Japan. „Fyrst dvaldi japönsk stúlka hjá okkur í Vancouver í nokkra mánuði og síðan heimsótti ég hana til Japan. Það var gjörsamlega mögnuð upplifun því allt var svo framandi. Ég skildi hvorki tungumálið né letrið og fólkið og maturinn var allt öðruvísi en ég hafði áður séð. Ég varð algjörlega heilluð og síðan þá hafa ferðalög eiginlega átt hug minn allan,“ segir Katrín Sif. Háskólanám um borð í skemmtiferðaskipi Hún notaði skólaferil sinn til þess að þefa uppi tækifæri til þess að ferðast og upplifa ný ævintýri. Eftir hina já- kvæðu upplifun í Japan skráði hún sig í skiptinám til Brisbane í Ástralíu í hálft ár þegar hún var komin í há- skóla. Það var þó hvergi nærri nóg og ævintýrin héldu áfram. „Ég tók eina önn um borð í skemmtiferðaskipi og það var eitthvað sem ég mæli sterk- lega með. Það var eins og ég væri stödd í raunveruleikaþætti í nokkra mánuði samfellt. Ég trúði því ekki að 19 ára stelpa gæti búið um borð í skipi, ferðast um heiminn og feng- ið háskólaeiningar fyrir,“ segir Katrín Sif og hlær þegar blaðamaður hváir. Um er að ræða prógramm sem heitir „Semester at Sea“ og þar læra um 500 nemendur um borð í skemmtiferða- skipi sem siglir í kringum hnöttinn. Katrín Sif lagði af stað frá Mexíkó og þremur mánuðum síðar kom skip- ið í höfn í Flórída. Stoppað er í hinum og þessum löndum á leiðinni en um tólf kennarar sjá til þess að námið sé einnig stundað af kappi. „Þetta var frábær reynsla sem ég mæli hiklaust með fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað skemmtilegt og læra um leið,“ segir Katrín Sif. Verkefnið er enn í gangi og fer skipið ólóka leið í hvert skipti. Ný- lega lauk haustönn 2016 þar sem lagt var í hann frá Hamborg í Þýskalandi áleiðis til Grikklands, Ítalíu, Spánar, Marokkó, Senegal, Brasilíu, Trínidad og Tóbagó, Panama, Perú, Ekvador, Kostaríku og síðan er endað í San Diego í Bandaríkjunum. Elskaði Suðurskautslandið Eftir sjóævintýrið flutti Katrín Sif aft- ur til heimabæjar síns, Vancouver, og lauk þar B.Sc.-gráðu. Hún flutti síðan til Íslands þar sem hún fór í mastersnám í umhverfis- og auð- lindafræði. „Ég hef alltaf reynt að samtvinna skólann og ferðalög eins og ég get. Ég fór til dæmis eina önn í skiptinám í Berkeley-háskóla í Kali- forníu. Þar fékk ég mikinn áhuga á vistvænum ferðalögum (e. eco Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Inn í sólarlagið Hestar eiga hug og hjarta Katrínar og hér sést hún á arabískum gæðingi í Túnis. Selfie-veisla í Íran Á Instagram-síðu Katrínar má sjá fjölmargar skemmtilegar myndir frá ævintýrum hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.