Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 51
Áramótablað 30. desember 20166 Völvuspáin 2017
uppnám á
spítalanum
Ástandið á Landspítalanum mun
skána lítið sem ekkert. Völvan sér
sjúklinga enn í rúmum frammi á
göngum og í einstaka tilfellum á
kaffistofum. Starfsfólk á spítalan
um mun ítrekað mæta í fjölmiðla
og benda á ástandið og hið sama
munu sjúklingar gera. Langlundar
geð starfsfólks LSH mun þrjóta eft
ir margra ára fjársvelti. Hjúkrunar
fræðingar, ásamt fleiri stéttum,
munu sjá hag sínum betur borg
ið utan stofnunarinnar. Uppsagn
ir munu byrja að hrannast inn til
stjórnenda þegar á vormánuðum.
ár ney tenda
Völvan telur að árið 2017 verði ár
neytandans. Neytendur rakna úr
rotinu og vakna til vitundar um að
okur hefur þrifist í flestum kimum
íslenskrar verslunar.
Frá því eru undan
tekningar og völvan
nefnir IKEA sem
dæmi, en þaðan er
stofusófinn hennar
greinilega kominn.
Neytendur segja versl
uninni stríð á hendur á
árinu og í fjarska sér völvan ný
neytendasamtök verða til. Óvæntur
en kærkominn kandídat stígur fram
sem nýr og öflugur málsvari al
mennings í neytendamálum.
Tilkoma Costco mun skilja ís
lenska heildsala eftir í blóði sínu,
neytendum til heilla. Menn sem leg
ið hafa á meltunni um árabil munu
þurfa að finna sér nýjar matarholur.
Eldsneyti sem Costco selur á verði
sem hefur ekki sést á Íslandi í ára
raðir mun leiða til þess að hrikta
mun í stoðum stórra aðila á elds
neytismarkaði. Völvan sér skarpa
lækkun á eldsneytisverði í upphafi
sumars og dramatískar breytingar á
rekstrarumhverfi olíufélaga. Gömlu
risarnir munu berjast fyrir stöðu
sinni til síðasta dísildropa – jafn
vel fyrir dómstólum. Samkeppnis
eftirlitið mun fá risastórt samráðs
mál í fangið, sem
tengist komu
Costco.
Raftækjaversl
anir munu einnig
finna fyrri kaldri
kló bandaríska
smásölurisans, rétt
eins og fataverslanir.
Þeir neytendur sem binda
vonir við að tilkoma H&M muni fella
fataverð munu verða fyrir sárum
vonbrigðum. Costco mun þar hafa
mun meiri áhrif og koma sem hvirf
ilbylur inn á ólíklegustu markaði.
Margir verða sárir. Með vorinu sér
völvan hatrammt áróðursstríð gegn
ameríska risanum hefjast.
síðustu
jól IKea-
geItarInnar
Það er gott yfir IKEA að öðru leyti
en því að komið er að ögurstund
hjá hinni margfrægu geit sem þar er
reist fyrir jólahátíðina. Eftir funda
höld hjá eigendum IKEA hér á landi
verður ákveðið að reisa hana að
nýju, þrátt fyrir efasemdir um að
hún komist ósködduð frá því. Að
gömlum íslenskum sið verður geitin
síðan brennd af dólgum á öðrum
eða þriðja degi. Hún mun ekki rísa
aftur.
IngIbjörg
opnar sIg
Fjölmiðlar munu fjalla um frek
ari kaup Ingibjargar Pálmadóttur,
stærsta hluthafa 365 miðla og eig
inkonu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, á
hlutabréfum í
verslunarris
anum Hög
um. Tilraun
ir hennar til
að auka við
hlut sinn í
fyrirtækinu
munu vekja
athygli um mitt
ár og hleypa lífi í
umfjöllun um annars
daufan júlímánuð í Kaup
höll Íslands. Þetta mun leiða til þess
að Ingibjörg verður í stóru viðtali
þar sem hún mun opna á ýmis göm
ul mál sem tengjast hruninu og eft
irmálum þess. Ekki þarf sérstaka
skyggnigáfu til þess að sjá að þau
ummæli munu víða falla í misjafnan
jarðveg, segir völvan og kímir.
FIve gu ys
hIngað tIl
lands
Þá mun bandaríska hamborgara
keðjan Five Guys bætast í skyndi
bitaaflóru landsins þrátt fyrir að
mörgum þyki nóg um. Græn
metisætur og aðrir grasbít
ar geta þó huggað sig við
það að McDonald's og
Burger King koma ekki.
Þegar völva DV horfir
inn í skyndibitaheim
næsta árs blasir einnig
við að erlendir eigend
ur CocaCola Europe
an Partners Ísland ehf.,
áður Vífilfells, munu
draga úr framleiðslu á
sykruðu gosi en aftur
á móti flytja inn
sömu vörur
frá Evrópu.
Margir
munu óttast að „íslenska kókið“
hverfi, og ekki að ástæðulausu, en
það gerist þó ekki.
bIrna úr ís-
landsbanKa
Ólíkt kókinu þá mun Birna Einars
dóttir hverfa, það er að segja úr stól
bankastjóra Íslandsbanka.
Birna varð ansi óhress
þegar ríkið eignað
ist bankann og héldu
margir að hún myndi
í kjölfarið segja upp.
Birna mun þó áfram
vera áberandi í ís
lensku viðskiptalífi
en eitthvað er fram
tíð hennar hulin að því
leytinu til að völvan sér
ekki hvort hún mun taka
við stjórnunarstöðu hjá einu
af stóru tryggingafélögunum eða
greiðslukortafyrirtækinu Valitor.
erlendIr
aðIlar eIgn-
ast í arIon
Fleiri stórar fréttir munu berast
úr bankageiranum en þó engin
stærri en sú þegar erlendir aðilar
eignast minnihluta í Arion banka.
Eignarhaldsfélagið Kaupþing, sem á
87 prósenta hlut í bankanum, verð
ur gagnrýnt fyrir þá sölu af öllum
frá þingmönnum og niður í virka í
athugasemdum en aðrir, þar á með
al Bjarni Benediktsson forsætisráð
herra, benda á kosti þess að bank
inn sé að hluta til í eigu útlendinga.
FjölmIðlar
spjara sIg
Völvan er spurð um fjöl
miðla og segir hún að
fjölmiðlaumhverfið sé
sannarlega erfitt en fjöl
miðlarnir muni spjara
sig þokkalega, þrátt fyr
ir stöðugar kröfur um
sparnað og hagræðingu.
Fjölmiðlar verða
sumpart í stuði á árinu og
munu afhjúpa fleiri neytenda
mál af þeirri stærðargráðu sem
Brúneggjamálið var. Neytendur
munu snúa baki við þekktum fram
leiðanda í matvælaiðnaði. Völv
an sér verksmiðjuframleidd svín
hlaupa um í for, í fyrsta sinn, fyrir
tilstilli almennings.
helgI seljan
hverFur
Frá rúv
Hjá RÚV verður allt nokkurn veginn
í sóma, fyrir utan stormasöm sam
skipti fréttastofunnar og Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar. Uppákoma
mun svo verða þegar Helgi Selj
an missir stjórn á sér í Kastljósþætti
og hellir sér yfir ráðherra í beinni
útsendingu. Völvan segir að
sér sýnist það verða vegna
ástands á Landspítalanum,
sem Helgi telji stjórnvöld
bera ábyrgð á. Ofsi Helga
verður það mikill að ráð
herrann yfirgefur mynd
verið. Útvarpsstjóri veitir
Helga áminningu sem
hann tekur svo illa að hann
segir starfi sínu lausu. 365
miðlar gera honum
umsvifalaust
tilboð sem
hann tek
ur.
ljúffengur morgunmatur
alla daga
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin