Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 109

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 109
Áramótablað 30. desember 201610 Fréttir Bónusar, Brasilíufangar og sjúskuð gervipíka 1 H&M til landsins Um miðjan apríl greindi DV frá því að sænska fataverslunarkeðjan H&M myndi opna verslanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Formlegar viðræður milli fasteigna- félagsins Regins og sænska fatarisans væru hafnar og leigu- samningar um verslunarrými í Smáralind og á Hafnartorgi klárir. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, sagði þá í samtali við mbl.is það ekki rétt að viðræður væru á lokastigi. Fréttir um væntanlega komu H&M til landsins væru ekki nýjar af nálinni. Tæpum þremur mánuðum síðar var tilkynnt um samkomulag um opnun verslananna. Lestur á dv.is: 31.482 Deilingar: 181 Birtist: 12. apríl Fjöldi ummæla: 21 2 Bónusaárið mikla DV greindi í febrúar frá því að íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðarás, hefði innt af hendi milljarða króna í bónusgreiðslur til um 20–30 þáverandi og fyrrverandi starfsmanna félagsins. Stærstur hluti bónusgreiðslnanna fór til aðeins nokkurra lykilstjórn- enda ALMC og fengu þeir hver um sig jafnvirði mörg hundruð milljóna króna í sinn hlut. Í annarri frétt blaðsins í ágúst kom fram að hópur um tuttugu starfsmanna eignarhaldsfélagsins Kaupþings geti fengið úthlutað 1.600 milljónum króna í bónusgreiðslur ekki síðar en í lok apríl 2018. Að stórum hluta verði um sömu starfsmenn að ræða og hafa þegar fengið greiddan bónus upp á tugi milljóna. Að lokum greindi DV frá því að umfangsmikið bónuskerfi til handa þremur stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra gamla Landsbankans (LBI) getur skilað þeim mörg hundruð milljónum króna í bónus. Lestur á dv.is (fyrsta frétt): 15.809 Deilingar: 80 Birtist: 16. febrúar Fjöldi ummæla: 15 3 „Dóttir mín sem þið eruð að lýsa eftir“ „Hún spurði mig oft af hverju við gætum ekki bara flutt til Íslands,“ sagði Margrét Fenton, móðir Söndru Sigrúnar, sem hlaut 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna tveggja bankarána sem hún framdi árið 2013, og lýsti því hvernig dóttir hennar endaði í Fluvanna-fangelsinu í Virginíuríki. Lestur á dv.is: 98.102 Deilingar: 210 Birtist: 26. ágúst Fjöldi ummæla: 2 4 Gísli Pálmi og fentanýl Tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi reyndi að koma einum besta vini sínum til bjargar þegar sá hneig niður við veitingastaðinn Prikið á menn- ingarnótt. Í frétt DV kom fram að rapparinn umdeildi hnoðaði manninn um stund en skömmu síðar kom sjúkrabíll á vettvang. Sjúkraflutningsmönnum tókst að koma hjarta mannsins aftur af stað með hjálp hjartastuðtækis. Síðar um kvöldið lést sameiginlegur vinur þeirra á heimili sínu. Grunur leikur á að mennirnir hafi báðir neitt lyfsins fentanýl sem er rótsterkt lyfseðilsskylt lyf sem selt er í plástraformi. Lestur á dv.is: 126.878 Deilingar: 2.016 Birtist 25. ágúst Fjöldi ummæla: 12 5 Okrað á Íslendingum Margar íslenskar verslanir fá falleinkunn þegar kemur að verðsamanburði við verslanir í nágrannalöndum. Í umfangsmikilli umfjöllun DV kemur fram að algengur hlutfallslegur verðmunur á útsöluverði á Íslandi annars vegar og Bretlandi, Noregi og Danmörku hins vegar er á bilinu 40–150 prósent. „Það er okrað á íslenskum neytendum,“ sagði Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Lestur á dv.is (fyrsta frétt): 26.528 Deilingar: 39 Birtist: 11. nóvember Fjöldi ummæla: 29 6 Brotnuðu saman og grétu fyrir utan SS: „Þetta eru útrýmingarbúðir“ „Hvernig getið þið þetta? Hvernig sofnið þið á nóttunni drepandi dýr með köldu blóði? Morðingjar. Setjið ykkur í spor þeirra. Þið eruð að drepa þau. Þetta eru útrýmingarbúðir eins og í heimsstyrjöldinni. Þið eruð að drepa þau. Þið eruð að my rða saklausa einstaklinga. Til að græða á þeim peninga,“ hrópaði einn mótmælandi fyrir utan SS á Selfossi og var mikið niðri fyrir. Þar stóðu Aktívegan, samtök um réttindi dýra til lífs og frelsis, fyrir mótmælum. Lestur á dv.is : 105.153 Deilingar: 839 Birtist 7. nóvember Fjöldi ummæla: 39 Athyglisverð mál úr DV á árinu 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.