Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 30
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Innlendur fréttaannáll 31 við verkefnið en aðeins ein það sem af er þessu ári; er sjúklingur fór út til Svíþjóðar til aðgerðar. Sjúklingar sem bíða eftir ígræðslu eru uggandi og aðstandendur verkefnisins hér á landi eru áhyggjufullir yfir þróun- inni. 11. nóvember Viðræður D, A, C Bjarni Benediktsson tilkynnir for- seta eftir viðræður við formenn allra flokka að hann muni hefja form- legar stjórnarmyndunarviðræður við formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 15. nóvember Viðræðuslit Aðeins nokkrum dögum eftir að við- ræður flokkanna hófust var greint frá því að þeim hefði verið slitið. Ástæðan er sögð ágreiningur um sjávarútvegsmál. 16. nóvember Katrín fær umboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, veitir Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinn- ar græns framboðs, stjórnarmynd- unarumboðið eftir fund á Bessa- stöðum. 20. nóvember Rjúpnaskytta finnst á lífi Friðrik Rúnar Garðarsson, rjúpna- skytta sem saknað hafði verið í tvo daga í vonskuveðri, finnst á austan- verðum Ketilsstaðahálsi. Kraftaverk þykir að hann hafi fundist á lífi en hann var vel búinn og vel á sig kom- inn þegar hann fannst. Hundruð björgunarsveitarmanna höfðu leit- að að Friðriki dag og nótt. 21. nóvember MS sleppur með skrekkinn Áfrýjunarnefnd samkeppnismála fellir úr gildi ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins frá því í sumar þess efn- is að Mjólkursamsalan (MS) greiði 480 milljónir króna í stjórnvalds- sekt vegna brots á samkeppnislög- um. Samkvæmt úrskurði áfrýjun- arnefndar þarf MS að greiða 40 milljónir króna. 23. nóvember Fimm flokka stjórnin springur Fimm flokka ríkisstjórn verður ekki mynduð undir forystu Katrín- ar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. DV hafði fjallað um að mik- ið bæri í milli í viðræðum flokkanna fimm og sagði Katrín í samtali við DV að einhver stóru málanna yrðu að skýrast ef viðræður ættu að geta haldið áfram. 25. nóvember Katrín skilar umboðinu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilar inn stjórnar- myndunarumboðinu til forseta á Bessastöðum. „Ég ákvað það í gær að henda inn hand klæðinu,“ segir Katrín. Enn gengur ekkert að mynda ríkisstjórn og rembihnúturinn al- gjör. Enginn fær umboðið. Forseti vill að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt. 28. nóvember Blekkingar Brúneggja Kastljós afhjúpar blekkingar eggja- framleiðandans Brúneggja sem set- ur þjóðfélagið hálf- partinn á hliðina og viðbrögðin eru hörð. Hin meinta vottaða vist- væna landbúnaðarafurð reynist eitthvað allt annað og upplýst er að Matvælastofnun hafi um árabil gert alvarlegar athugasemdir við fyrirtækið og aðbúnað varphæna Brúneggja. Málið hefur miklar af- leiðingar í för með sér fyrir Brúnegg sem missa viðskipti við allar helstu matvöruverslanir landsins. 28. nóvember Allt í þrot í viðræðum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fundar með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, til að ræða mögu- lega stjórnarmyndun Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna. Þá höfðu viðræður Sjálfstæðisflokksins við Viðreisn og Bjarta framtíð, sem nokkuð langt voru komnar, verið settar á ís. 30. nóvember Steinþór látinn fara Steinþór Pálsson hættir sem bankastjóri Landsbankans. Hann hafði gegnt þeirri stöðu frá 1. júní 2010. Í tilkynningu bankans segir að bankaráð og Steinþór hafi kom- ist að niðurstöðu um starfslok hans hjá bankanum. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og stað- gengill bankastjóra, tók við stjórn bankans. Staðan verður auglýst sem fljótt sem verða má. Desember 1. desember Brennuvargur handtekinn Íslensk kona á fertugsaldri er handtekin í tengslum við íkveikju í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Um er að ræða fyrr- verandi sambýliskonu íbúa í hús- inu. Átta voru fluttir á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja vegna gruns um reykeitrun eftir að eld- ur kom upp í þvottahúsi á efstu hæð í þriggja hæða húsi. 2. desember Birgitta á Bessastaði Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, boðar Mynd Sigtryggur Ari jólagjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. fæst á www.mytouch.rocks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.