Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Side 30
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Innlendur fréttaannáll 31
við verkefnið en aðeins ein það sem
af er þessu ári; er sjúklingur fór út
til Svíþjóðar til aðgerðar. Sjúklingar
sem bíða eftir ígræðslu eru uggandi
og aðstandendur verkefnisins hér á
landi eru áhyggjufullir yfir þróun-
inni.
11. nóvember
Viðræður D, A, C
Bjarni Benediktsson tilkynnir for-
seta eftir viðræður við formenn allra
flokka að hann muni hefja form-
legar stjórnarmyndunarviðræður
við formenn Bjartrar framtíðar og
Viðreisnar.
15. nóvember
Viðræðuslit
Aðeins nokkrum dögum eftir að við-
ræður flokkanna hófust var greint
frá því að þeim hefði verið slitið.
Ástæðan er sögð ágreiningur um
sjávarútvegsmál.
16. nóvember
Katrín fær umboðið
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, veitir Katrínu Jakobsdóttur,
formanni Vinstrihreyfingarinn-
ar græns framboðs, stjórnarmynd-
unarumboðið eftir fund á Bessa-
stöðum.
20. nóvember
Rjúpnaskytta finnst
á lífi
Friðrik Rúnar Garðarsson, rjúpna-
skytta sem saknað hafði verið í tvo
daga í vonskuveðri, finnst á austan-
verðum Ketilsstaðahálsi. Kraftaverk
þykir að hann hafi fundist á lífi en
hann var vel búinn og vel á sig kom-
inn þegar hann fannst. Hundruð
björgunarsveitarmanna höfðu leit-
að að Friðriki dag og nótt.
21. nóvember
MS sleppur með
skrekkinn
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
fellir úr gildi ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins frá því í sumar þess efn-
is að Mjólkursamsalan (MS) greiði
480 milljónir króna í stjórnvalds-
sekt vegna brots á samkeppnislög-
um. Samkvæmt úrskurði áfrýjun-
arnefndar þarf MS að greiða 40
milljónir króna.
23. nóvember
Fimm flokka stjórnin
springur
Fimm flokka ríkisstjórn verður
ekki mynduð undir forystu Katrín-
ar Jakobsdóttur, formanns Vinstri
grænna. DV hafði fjallað um að mik-
ið bæri í milli í viðræðum flokkanna
fimm og sagði Katrín í samtali við
DV að einhver stóru málanna yrðu
að skýrast ef viðræður ættu að geta
haldið áfram.
25. nóvember
Katrín skilar umboðinu
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, skilar inn stjórnar-
myndunarumboðinu til forseta á
Bessastöðum. „Ég ákvað það í gær
að henda inn hand klæðinu,“ segir
Katrín. Enn gengur ekkert að mynda
ríkisstjórn og rembihnúturinn al-
gjör. Enginn fær umboðið. Forseti
vill að forystufólk flokkanna á þingi
kanni óformlega næstu daga hvers
konar samstarf sé mögulegt.
28. nóvember
Blekkingar
Brúneggja
Kastljós afhjúpar
blekkingar eggja-
framleiðandans
Brúneggja sem set-
ur þjóðfélagið hálf-
partinn á hliðina og
viðbrögðin eru hörð.
Hin meinta vottaða vist-
væna landbúnaðarafurð reynist
eitthvað allt annað og upplýst er
að Matvælastofnun hafi um árabil
gert alvarlegar athugasemdir við
fyrirtækið og aðbúnað varphæna
Brúneggja. Málið hefur miklar af-
leiðingar í för með sér fyrir Brúnegg
sem missa viðskipti við allar helstu
matvöruverslanir landsins.
28. nóvember
Allt í þrot í viðræðum
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, fundar með
Katrínu Jakobsdóttur, formanni
Vinstri grænna, til að ræða mögu-
lega stjórnarmyndun Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna. Þá höfðu
viðræður Sjálfstæðisflokksins við
Viðreisn og Bjarta framtíð, sem
nokkuð langt voru komnar, verið
settar á ís.
30. nóvember
Steinþór látinn fara
Steinþór Pálsson hættir sem
bankastjóri Landsbankans. Hann
hafði gegnt þeirri stöðu frá 1. júní
2010. Í tilkynningu bankans segir
að bankaráð og Steinþór hafi kom-
ist að niðurstöðu um starfslok hans
hjá bankanum. Hreiðar Bjarnason,
framkvæmdastjóri fjármála og stað-
gengill bankastjóra, tók við stjórn
bankans. Staðan verður auglýst sem
fljótt sem verða má.
Desember
1. desember
Brennuvargur
handtekinn
Íslensk kona á fertugsaldri er
handtekin í tengslum við íkveikju
í fjölbýlishúsi við Hafnargötu í
Reykjanesbæ. Um er að ræða fyrr-
verandi sambýliskonu íbúa í hús-
inu. Átta voru fluttir á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja vegna gruns
um reykeitrun eftir að eld-
ur kom upp í þvottahúsi
á efstu hæð í þriggja
hæða húsi.
2. desember
Birgitta á
Bessastaði
Guðni Th. Jóhannes-
son, forseti Íslands, boðar
Mynd Sigtryggur Ari
jólagjöfin í ár!
Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.
fæst á www.mytouch.rocks