Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 87
Áramótablað 30. desember 201668 Menning
Íslenskt
sjónvarp nær
máli erlendis
Árið 2015 fóru íslenskar kvikmyndir
sigurför um heiminn en í ár náðu ís-
lenskir sjónvarpsþættir í fyrsta skipti
alþjóðlegri hylli. Ófærð er dýrasta
sjónvarpsþáttaröðin sem fram-
leidd hefur verið en þar vann fjöldi
leikstjóra undir listrænni stjórn
Baltasars Kormáks. Í fyrstu voru við-
tökurnar blendnar meðal íslenskra
gagnrýnenda en þátturinn reyndist
gríðarlega vinsæll meðal áhorfenda,
með meira en helmingsáhorf í línu-
legri dagskrá. Þá má segja að þjóð-
in hafi uppgötvað hvernig Twitt-
er getur gert sameiginlegt áhorf á
sjónvarp í línulegri dagskrá að rík-
ari upplifun, þar var meðal annars
tíst um mögulegan morðingja og
þyrluhurðir. Erlendir gagnrýnend-
ur héldu ekki vatni yfir þáttunum
og hlutu þeir evrópsku sjónvarps-
verðlaunin, Prix Europa, sem besta
leikna þáttaröðin – en það er í fyrsta
skipti sem íslenskur þáttur hlýtur
verðlaunin.
Þriðju þáttaröð Réttar var einnig
vel tekið, sýnd á Netflix og valin ein
besta sjónvarpsþáttaröð ársins af
New York Times. Kvikmyndasumar-
ið, sem einhverjir lýstu yfir að væri
komið í fyrra, er því kannski einnig
komið í sjónvarpið. Á sama tíma
stóð styr um Edduna. Stöð 2 ákvað
að taka ekki þátt í verðlaununum
og Baltasar Kormákur hélt sitt eigið
partí á sama tíma og hátíðin fór fram
– enda Ófærð einungis tilnefnd til
fernra verðlauna.
Tónlistarverð-
launin missa
af rapplestinni
Í dægurtónlistinni var rapptónlist
og R'n'B gríðarlega áberandi. Skrið-
þungi íslensku rappsenunnar var
gríðarlegur: sjónvarpsþáttaröðin
Rapp í Reykjavík var sýnd á Stöð 2,
erlend tímarit fjölluðu ítrekað um
fyrirbærið, Emmsjé Gauti tróð upp
í góðærispartíum og nýir listamenn
spruttu upp eins og gorkúlur. Hins
vegar virtust Íslensku
tónlistarverðlaunin ekki
enn hafa kveikt á grósk-
unni, rapparar féllu milli
skilgreiningarflokka og
fengu aðeins ein verð-
laun og lítið færri tilnefningar
þegar þau voru veitt í febrúar.
Rappsenan hefur einnig verið í
fararbroddi í tilraunamennsku hvað
varðar sjónræna þætti og útgáfu-
form. Með hinni stafrænu byltingu
hefur plötusala minnkað og tón-
listarmenn þurfa að hugsa upp
nýjar leiðir til að vekja athygli og
fá innkomu. Tónlistarmyndbönd
eru nauðsynleg og í stöðugri þró-
un, upplifunar- og sjónrænn þáttur
tónleika spilar æ stærra hlutverk og
útgáfuform tónlistarinnar eru að
verða fjölbreyttari en áður. Emm-
sjé Gauti gaf út tölvuleik og dótakall,
GKR gaf út plötu í morgunkorn-
spakka og Sturla Atlas-hópurinn
virðist nota jafn mikinn tíma í að
gera tímarit og fatalínur eins og tón-
listarsköpun.
Ballarbelti
í andlit
þjóðarinnar
Einn mest umtalaði tónlistarflutn-
ingur ársins var framkoma
Reykjavíkurdætra í
spjallþættinum Vik-
an með Gísla Mart-
eini í lok febrúar.
Þar fluttu þær lagið
Ógeðsleg í spítala-
fötum frá Landspít-
alanum og ein var
með gervilim bundinn
um sig miðja. Ágústa Eva
Erlendsdóttir, sem var með-
Ófærð, sýndarveruleiki
og ballarbelti í andlitið
Menningarárið 2016
Eins og öll önnur menningarár hefur 2016 verið ríkt
af listrænum sigrum jafnt sem vonbrigðum, menn-
ingarpólitískum deilum og fagurfræðilegum átökum.
Í menningarannál DV er stiklað á stóru á því helsta
sem gerðist í listum og menningu á Íslandi árið 2016.
Þrettán álitsgjafar úr ýmsum afkimum íslensks menn-
ingarlífs veittu álit við samantektina. Daglega frá
jólum og fram yfir þrettándann munu ítarlegri vanga-
veltur álitsgjafanna birtast á menningarsíðu dv.is. Hér
birtist samantekt DV á því allra markverðasta sem
gerðist í íslensku menningarlífi árið 2016.
kristjan@dv.is
m
y
n
d
S
a
n
ti
a
g
o
F
el
ip
e