Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 87

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 87
Áramótablað 30. desember 201668 Menning Íslenskt sjónvarp nær máli erlendis Árið 2015 fóru íslenskar kvikmyndir sigurför um heiminn en í ár náðu ís- lenskir sjónvarpsþættir í fyrsta skipti alþjóðlegri hylli. Ófærð er dýrasta sjónvarpsþáttaröðin sem fram- leidd hefur verið en þar vann fjöldi leikstjóra undir listrænni stjórn Baltasars Kormáks. Í fyrstu voru við- tökurnar blendnar meðal íslenskra gagnrýnenda en þátturinn reyndist gríðarlega vinsæll meðal áhorfenda, með meira en helmingsáhorf í línu- legri dagskrá. Þá má segja að þjóð- in hafi uppgötvað hvernig Twitt- er getur gert sameiginlegt áhorf á sjónvarp í línulegri dagskrá að rík- ari upplifun, þar var meðal annars tíst um mögulegan morðingja og þyrluhurðir. Erlendir gagnrýnend- ur héldu ekki vatni yfir þáttunum og hlutu þeir evrópsku sjónvarps- verðlaunin, Prix Europa, sem besta leikna þáttaröðin – en það er í fyrsta skipti sem íslenskur þáttur hlýtur verðlaunin. Þriðju þáttaröð Réttar var einnig vel tekið, sýnd á Netflix og valin ein besta sjónvarpsþáttaröð ársins af New York Times. Kvikmyndasumar- ið, sem einhverjir lýstu yfir að væri komið í fyrra, er því kannski einnig komið í sjónvarpið. Á sama tíma stóð styr um Edduna. Stöð 2 ákvað að taka ekki þátt í verðlaununum og Baltasar Kormákur hélt sitt eigið partí á sama tíma og hátíðin fór fram – enda Ófærð einungis tilnefnd til fernra verðlauna. Tónlistarverð- launin missa af rapplestinni Í dægurtónlistinni var rapptónlist og R'n'B gríðarlega áberandi. Skrið- þungi íslensku rappsenunnar var gríðarlegur: sjónvarpsþáttaröðin Rapp í Reykjavík var sýnd á Stöð 2, erlend tímarit fjölluðu ítrekað um fyrirbærið, Emmsjé Gauti tróð upp í góðærispartíum og nýir listamenn spruttu upp eins og gorkúlur. Hins vegar virtust Íslensku tónlistarverðlaunin ekki enn hafa kveikt á grósk- unni, rapparar féllu milli skilgreiningarflokka og fengu aðeins ein verð- laun og lítið færri tilnefningar þegar þau voru veitt í febrúar. Rappsenan hefur einnig verið í fararbroddi í tilraunamennsku hvað varðar sjónræna þætti og útgáfu- form. Með hinni stafrænu byltingu hefur plötusala minnkað og tón- listarmenn þurfa að hugsa upp nýjar leiðir til að vekja athygli og fá innkomu. Tónlistarmyndbönd eru nauðsynleg og í stöðugri þró- un, upplifunar- og sjónrænn þáttur tónleika spilar æ stærra hlutverk og útgáfuform tónlistarinnar eru að verða fjölbreyttari en áður. Emm- sjé Gauti gaf út tölvuleik og dótakall, GKR gaf út plötu í morgunkorn- spakka og Sturla Atlas-hópurinn virðist nota jafn mikinn tíma í að gera tímarit og fatalínur eins og tón- listarsköpun. Ballarbelti í andlit þjóðarinnar Einn mest umtalaði tónlistarflutn- ingur ársins var framkoma Reykjavíkurdætra í spjallþættinum Vik- an með Gísla Mart- eini í lok febrúar. Þar fluttu þær lagið Ógeðsleg í spítala- fötum frá Landspít- alanum og ein var með gervilim bundinn um sig miðja. Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem var með- Ófærð, sýndarveruleiki og ballarbelti í andlitið Menningarárið 2016 Eins og öll önnur menningarár hefur 2016 verið ríkt af listrænum sigrum jafnt sem vonbrigðum, menn- ingarpólitískum deilum og fagurfræðilegum átökum. Í menningarannál DV er stiklað á stóru á því helsta sem gerðist í listum og menningu á Íslandi árið 2016. Þrettán álitsgjafar úr ýmsum afkimum íslensks menn- ingarlífs veittu álit við samantektina. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu ítarlegri vanga- veltur álitsgjafanna birtast á menningarsíðu dv.is. Hér birtist samantekt DV á því allra markverðasta sem gerðist í íslensku menningarlífi árið 2016. kristjan@dv.is m y n d S a n ti a g o F el ip e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.