Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 73

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 73
Áramótablað 30. desember 201654 Fréttir Stjórnmálaanáll 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Ár pólitískra jarðhræringa n Panamaskjölin felldu Sigmund Davíð n „Wintris is coming“ n Gróa á Leiti L iðið er ár einna mestu póli- tískra tíðinda á Íslandi frá lýðveldisstofnun, ár jarð- hræringa í stjórnmálunum. Fullyrðingin er stór en fyr- ir henni má færa gild rök. Fátt benti hins vegar til þess í upphafi árs að mikilla tíðinda væri að vænta í inn- lendri pólitík. Vissulega stóðu fyrir dyrum forsetakosningar en í lands- málapólitíkinni var ekki neins slíks að vænta. Með öðrum orðum mátti búast við „business as usual“. En svo opinberuðust Panamaskjölin og Wintris-málið reis með afleiðingun- um sem ekki einu sinni völva DV gat séð fyrir. Upphaf Wintris-málsins má rekja til þess að milljónum skjala frá lög- fræðistofunni Mossack Fonseca er vörðuðu aflandsfélög og eginarhald á þeim var lekið. Í skjölunum var að finna nöfn fjölmargra Íslendinga, þar á meðal nafn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Sömuleiðis mátti finna þar nöfn Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra og Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra. „Gefum nú Gróu á Leiti smá frí“ 1.mars birti Anna Sigurlaug Páls- dóttir, eiginkona Sigmundar Dav- íðs, færslu á Facebook-síðu sinni sem margir hafa væntanlega klór- að sér í kollinum yfir. Anna Sigur- laug upplýsti þar að hún ætti félag sem héti Wintris, sem skráð væri utan landsteinanna, en ekki greindi hún þó frá því að Wintris væri aflandsfélag og skráð á Tortóla. Skrif Önnu Sigurlaugar vöktu athygli vegna þess sem ósagt var í þeim. Þannig skrifaði Anna Sigurlaug: „Gefum nú Gróu á Leiti smá frí. Er ekki betra að beina orkunni í að tala um eitthvað sem skiptir raun- verulega máli?“ Tilfellið var hins vegar að fæst- ir höfðu nokkra einustu hugmynd um hvað Anna Sigurlaug var að fara með þessum skrifum sínum. Vissu- lega hafði verið fjallað um það áður, í tengslum við þátttöku Sigmund- ar í pólitík, að Anna Sigurlaug væri sterkefnuð. Almennt höfðu fjármál hennar og Sigmundar hins vegar lítið verið í sviðsljósinu misserin áður en hún birti umrædda Face- book-færslu. Fjölmiðlafólk kveikti hins vegar á því að þarna væri fisk- ur undir steini og hægt og rólega fór að kvisast út hvað væri um að ræða. Upplýst var tveimur dögum síðar að Jóhannes Kr. Kristjánsson blaða- maður hefði sett sig í samband við Sigmund vegna fyrirhugaðrar um- fjöllunar og því þyrfti að skoða pistil Önnu Sigurlaugar í því ljósi. Wintris kröfuhafi í slitabúin Næstu daga jókst umræða um mál- ið. DV upplýsti 16. mars að Wintris hefði gert kröfu upp á tæplega 400 milljónir króna í slitabú Kaupþings og gamla Lands- bankans. Félagið fékk samþykktar kröfur í slitabúin upp á 260 milljónir og miðað við áætl- aðar endurheimt- ur mætti gera ráð fyrir að félagið fengi um 46 millj- ónir króna greidd- ar. Þessar upp- ljóstranir hleyptu, og það kannski eðlilega, um- ræðunni upp. Á sama tíma og ríkisstjórn und- ir forystu Sigmundar hafði unnið að því að semja við kröfuhafa föllnu bankanna um stöðugleikafram- lög og uppgjör á kröfum hafði eig- inkona Sigmundar verið einn kröfuhafanna. Sú staðreynd var ekki til þess fallin að gera málið slétt og fellt. Í samstarfsflokki Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokki, var uppi mikill titringur vegna máls- ins alls. Þannig stigu einstak- ir þingmenn fram opinberlega og gagnrýndu Sigmund fyrir að hafa haldið því leyndu að eiginkona hans væri meðal kröfuhafa í föllnu bank- ana á meðan hann sjálfur vann að því að lenda samningum við kröf- uhafana. Þá voru fluttar af því frétt- ir að þingmenn Sjálfstæðisflokks ræddu hvort styðja ætti vantraust- stillögu stjórnarandstöðunnar á hendur Sigmundi, kæmi hún fram. En málin áttu enn eftir að flækj- ast og líklega var enginn, nema þeir sem unnu að því að greina upplýs- ingarnar sem finna mátti í skjölun- um frá Mossack Fonseca, undir það búinn sem síðar varð ljóst. Hinn 28. mars var greint frá því að áhrifa- fólk í Sjálfstæðisflokki og Sam- fylkingu væru meðal þeirra sem tengjast aflandsfélögum í skatta- skjólum. Daginn eftir var greint frá því á vef Ríkisútvarpsins að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í skjölunum, sem nú urðu þekkt sem Panamaskjölin. Auk Sigmundar væri um að ræða Bjarna Benedikts- son og Ólöfu Nordal, innanríkisráð- herra. Bjarni upplýsti að um væri að ræða félagið Falson & Co, sem skráð hefði verið á Seychelles-eyjum, fé- lag sem hann hefði keypt í fyrir um 40 milljónir króna fyrir um áratug. Tilgangurinn hefði verið kaup á fast- eign í Dubai en ekkert hefði orðið af kaupunum og félagið afskráð. Ólöf birti hins vegar yfirlýsingu þar sem hún útskýrði að nafn hennar hefði komið fram í skjölunum vegna þess að Tómas Sigurðsson, eigin- maður hennar, hefði árið 2006 leit- að ráðgjafar hjá Landsbankanum um hugsanlegar fjárfestingar í er- lendum verðbréfum. Stofnað var erlent fjárfestingarfélag af Lands- bankanum í Luxemborg, Dooley Securities, í þessu skyni. Hins vegar tók Tómas, að sögn Ólafar, aldrei við eignarhaldi félagsins vegna breyttra aðstæðna. Málið opinberast Í Kastljósþætti sem sýndur var 3. apríl opinberaðist málið allt. Í viðtali í þættinum neitaði Sigmundur að hafa nokkur tengsl við aflandsfyrir- tæki. Spurður sérstaklega um Wintr- is svaraði hann ekki sannleikanum samkvæmt um eignarhald Önnu Sigurlaugar. Jóhannes Kr. þýfgaði Sigmund frekar um félagið og tengsl hans við það. Við tók mjög undar- leg sena, sem endaði með því að Sig- mundur gekk út úr viðtalinu. Sú upp- taka fór síðan eins og eldur í sinu um heiminn. Ísland var allt í einu orðið holdgervingur Panamaskjalanna. Í ljós kom að Sigmundur hafði átt Afhjúpun Í Kastljósþætti 3. apríl var afhjúpað að Sigmundur Davíð hafði átt helmings- hlut í Tortóla-félaginu Wintris ásamt eig- inkonu sinni. Wintris var meðal kröfuhafa í slitabú föllnu bank- anna. Mynd SkjáSkot Stór nöfn í Panamaskjölunum Sigmundur Davíð var meðal þjóðarleiðtoga hvers nöfn var að finna í Panamaskjölunum. Viðtalið fræga Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson þegar hann var spurður um Wintris. Mynd UPPdrAG GrAnSkninG Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.