Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 73
Áramótablað 30. desember 201654 Fréttir Stjórnmálaanáll
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21
Ár pólitískra jarðhræringa
n Panamaskjölin felldu Sigmund Davíð n „Wintris is coming“ n Gróa á Leiti
L
iðið er ár einna mestu póli-
tískra tíðinda á Íslandi frá
lýðveldisstofnun, ár jarð-
hræringa í stjórnmálunum.
Fullyrðingin er stór en fyr-
ir henni má færa gild rök. Fátt benti
hins vegar til þess í upphafi árs að
mikilla tíðinda væri að vænta í inn-
lendri pólitík. Vissulega stóðu fyrir
dyrum forsetakosningar en í lands-
málapólitíkinni var ekki neins slíks
að vænta. Með öðrum orðum mátti
búast við „business as usual“. En
svo opinberuðust Panamaskjölin og
Wintris-málið reis með afleiðingun-
um sem ekki einu sinni völva DV gat
séð fyrir.
Upphaf Wintris-málsins má rekja
til þess að milljónum skjala frá lög-
fræðistofunni Mossack Fonseca er
vörðuðu aflandsfélög og eginarhald
á þeim var lekið. Í skjölunum var að
finna nöfn fjölmargra Íslendinga,
þar á meðal nafn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráðherra.
Sömuleiðis mátti finna þar nöfn
Bjarna Benediktssonar fjármálaráð-
herra og Ólafar Nordal innanríkis-
ráðherra.
„Gefum nú Gróu á Leiti smá frí“
1.mars birti Anna Sigurlaug Páls-
dóttir, eiginkona Sigmundar Dav-
íðs, færslu á Facebook-síðu sinni
sem margir hafa væntanlega klór-
að sér í kollinum yfir. Anna Sigur-
laug upplýsti þar að hún ætti félag
sem héti Wintris, sem skráð væri
utan landsteinanna, en ekki
greindi hún þó frá því að
Wintris væri aflandsfélag
og skráð á Tortóla. Skrif
Önnu Sigurlaugar vöktu
athygli vegna þess sem
ósagt var í þeim. Þannig
skrifaði Anna Sigurlaug:
„Gefum nú Gróu á Leiti smá frí.
Er ekki betra að beina orkunni í að
tala um eitthvað sem skiptir raun-
verulega máli?“
Tilfellið var hins vegar að fæst-
ir höfðu nokkra einustu hugmynd
um hvað Anna Sigurlaug var að fara
með þessum skrifum sínum. Vissu-
lega hafði verið fjallað um það áður,
í tengslum við þátttöku Sigmund-
ar í pólitík, að Anna Sigurlaug væri
sterkefnuð. Almennt höfðu fjármál
hennar og Sigmundar hins vegar
lítið verið í sviðsljósinu misserin
áður en hún birti umrædda Face-
book-færslu. Fjölmiðlafólk kveikti
hins vegar á því að þarna væri fisk-
ur undir steini og hægt og rólega fór
að kvisast út hvað væri um að ræða.
Upplýst var tveimur dögum síðar
að Jóhannes Kr. Kristjánsson blaða-
maður hefði sett sig í samband við
Sigmund vegna fyrirhugaðrar um-
fjöllunar og því þyrfti að skoða pistil
Önnu Sigurlaugar í því ljósi.
Wintris kröfuhafi í slitabúin
Næstu daga jókst umræða um mál-
ið. DV upplýsti 16. mars að Wintris
hefði gert kröfu upp á tæplega 400
milljónir króna í slitabú Kaupþings
og gamla Lands-
bankans. Félagið
fékk samþykktar
kröfur í slitabúin
upp á 260 milljónir
og miðað við áætl-
aðar endurheimt-
ur mætti gera ráð
fyrir að félagið
fengi um 46 millj-
ónir króna greidd-
ar.
Þessar upp-
ljóstranir hleyptu,
og það kannski
eðlilega, um- ræðunni
upp. Á sama tíma og ríkisstjórn und-
ir forystu Sigmundar hafði unnið að
því að semja við kröfuhafa föllnu
bankanna um stöðugleikafram-
lög og uppgjör á kröfum hafði eig-
inkona Sigmundar verið einn
kröfuhafanna. Sú staðreynd
var ekki til þess fallin að
gera málið slétt og fellt.
Í samstarfsflokki
Framsóknarflokks, Sjálf-
stæðisflokki, var uppi
mikill titringur vegna máls-
ins alls. Þannig stigu einstak-
ir þingmenn fram opinberlega
og gagnrýndu Sigmund fyrir að hafa
haldið því leyndu að eiginkona hans
væri meðal kröfuhafa í föllnu bank-
ana á meðan hann sjálfur vann að
því að lenda samningum við kröf-
uhafana. Þá voru fluttar af því frétt-
ir að þingmenn Sjálfstæðisflokks
ræddu hvort styðja ætti vantraust-
stillögu stjórnarandstöðunnar á
hendur Sigmundi, kæmi hún fram.
En málin áttu enn eftir að flækj-
ast og líklega var enginn, nema þeir
sem unnu að því að greina upplýs-
ingarnar sem finna mátti í skjölun-
um frá Mossack Fonseca, undir það
búinn sem síðar varð ljóst. Hinn 28.
mars var greint frá því að áhrifa-
fólk í Sjálfstæðisflokki og Sam-
fylkingu væru meðal þeirra sem
tengjast aflandsfélögum í skatta-
skjólum. Daginn eftir var greint frá
því á vef Ríkisútvarpsins að nöfn
þriggja ráðherra væri að finna í
skjölunum, sem nú urðu þekkt sem
Panamaskjölin. Auk Sigmundar
væri um að ræða Bjarna Benedikts-
son og Ólöfu Nordal, innanríkisráð-
herra. Bjarni upplýsti að um væri að
ræða félagið Falson & Co, sem skráð
hefði verið á Seychelles-eyjum, fé-
lag sem hann hefði keypt í fyrir um
40 milljónir króna fyrir um áratug.
Tilgangurinn hefði verið kaup á fast-
eign í Dubai en ekkert hefði orðið af
kaupunum og félagið afskráð. Ólöf
birti hins vegar yfirlýsingu þar sem
hún útskýrði að nafn hennar hefði
komið fram í skjölunum vegna
þess að Tómas Sigurðsson, eigin-
maður hennar, hefði árið 2006 leit-
að ráðgjafar hjá Landsbankanum
um hugsanlegar fjárfestingar í er-
lendum verðbréfum. Stofnað var
erlent fjárfestingarfélag af Lands-
bankanum í Luxemborg, Dooley
Securities, í þessu skyni. Hins vegar
tók Tómas, að sögn Ólafar, aldrei við
eignarhaldi félagsins vegna breyttra
aðstæðna.
Málið opinberast
Í Kastljósþætti sem sýndur var 3.
apríl opinberaðist málið allt. Í viðtali
í þættinum neitaði Sigmundur að
hafa nokkur tengsl við aflandsfyrir-
tæki. Spurður sérstaklega um Wintr-
is svaraði hann ekki sannleikanum
samkvæmt um eignarhald Önnu
Sigurlaugar. Jóhannes Kr. þýfgaði
Sigmund frekar um félagið og tengsl
hans við það. Við tók mjög undar-
leg sena, sem endaði með því að Sig-
mundur gekk út úr viðtalinu. Sú upp-
taka fór síðan eins og eldur í sinu um
heiminn. Ísland var allt í einu orðið
holdgervingur Panamaskjalanna.
Í ljós kom að Sigmundur hafði átt
Afhjúpun Í
Kastljósþætti 3.
apríl var afhjúpað
að Sigmundur Davíð
hafði átt helmings-
hlut í Tortóla-félaginu
Wintris ásamt eig-
inkonu sinni. Wintris
var meðal kröfuhafa
í slitabú föllnu bank-
anna. Mynd SkjáSkot
Stór nöfn í Panamaskjölunum Sigmundur Davíð var meðal þjóðarleiðtoga hvers nöfn
var að finna í Panamaskjölunum.
Viðtalið fræga Sigmundur Davíð gekk
út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson
þegar hann var spurður um Wintris. Mynd
UPPdrAG GrAnSkninG
Freyr rögnvaldsson
freyr@dv.is