Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 41
Áramótablað 30. desember 201642 Fréttir Erlent
El Chapo gripinn Yfirvöld í Mexíkó höfðu hendur í hári fíkniefnabarónsins
Joaquin „El Chapo“ Guzman á nýjan leik eftir að hann hafði sloppið úr fangelsi í júlí 2015.
Þessi mynd náðist þegar hermenn fylgja El Chapo í þyrlu á leið í fangelsið þann 8. janúar.
Níræð drottning Elísabet Bretlandsdrottning og Philip, hertoginn af Edin-
borg, veifa til áhorfenda sem samankomnir voru til að fagna 90 ára afmæli drottningarinnar
í Windsor þann 21. apríl. Þúsundir komu saman til að fagna afmælisdegi þessa þaulsetnasta
konungborna þjóðhöfðingja Bretlands frá upphafi.
Mögnuð sýning Kung fu-bardagalistarnemendur sýna kúnstir sínar í klettabjörgum nærri hinu virta Shaolin-musteri í Dengfeng í Kína.
Eyðilegging Aleppo Afleiðingar enn einnar loftárásar á Aleppo, að þessu sinni Bustan Al Qasr-hverfið, þar sem að minnsta
kosti 34 létu lífið. Sláandi mynd af örvæntingu og eyðileggingu.
Forseti
stendur á
gægjum
Dilma Rousseff,
forseti Brasilíu, og
Jaques Warner,
æðsti yfirmaður
starfsliðs hennar,
fylgjast með
undirbúningi
athafnar þar sem
ræða átti að setja
Dilmu af sem
forseta. Degi síðar
samþykkti brasil-
íska öldunga-
deildin að víkja
henni frá völdum
á meðan hún
sætti ákæru fyrir
brot í embætti.
Föðurást Ahmed sinnir dóttur sinni, Reem, á heimili þeirra í Dara í Sýrlandi. Reem
er nú fötluð eftir að hafa slasast alvarlega í árás stjórnarliða. Ahmed á tvær dætur sem
báðar örkumluðust í átökunum í Sýrlandi fyrir tveimur árum.
Ítalskar rústir Hlúð að íbúum
í rústum bygginga í Amatrice á Ítalíu þann
24. ágúst eftir að jarðskjálfti, 6,2 að stærð,
olli mikilli eyðileggingu víða á Mið-Ítalíu.
Farage fagnar Nigel Farage, formaður UKIP, og einn helsti stuðningsmaður
Brexit, fagnar sigri þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi lágu fyrir.
Sögulegur fundur
Barack Obama Bandaríkjaforseti með
kúbverskum kollega sínum, Raul Castro, á
sameiginlegum blaðamannafundi í Havana
á Kúbu. Obama varð fyrsti Bandaríkjafor-
setinn í 88 ár til að fara í opinbera heimsókn
til Kúbu, á tímum þegar samskipti þjóðanna
horfa til betri vegar.
Darraðardans Fjárfestar á
gólfi Kauphallarinnar á Wall Street höfðu í
nógu að snúast eftir að Donald Trump var
kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna.
Hatursglæpur
á Orlando
Hópur fólks kemur saman
fyrir utan Hvíta húsið í Was-
hington til að minnast þeirra
sem féllu í árás Omar Mateen
á skemmtistað samkyn-
hneigðra á Orlando í Flórída
þann 12. júní. 50 létu lífið og
52 særðust í skotárásinni. Þar
á meðal árásarmaðurinn.