Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 74
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Stjórnmálaanáll 55 Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is Ár pólitískra jarðhræringa helmingshlut á móti Önnu Sigurlaugu í Wintris en hafði selt henni sinn hlut á 1 dollara síðla árs 2009. Þessu neitaði Sigmund- ur í viðtalinu en gögn sýna að svo var. Wintris hafði þegar gert kröfur á föllnu bankana þegar Sigmundur seldi hlut sinn. Sigmundur fer frá og í frí Uppljóstranirnar í þættin- um gerðu það að verk- um að traust á Sigmundi, Bjarna og Ólöfu, sem og á ríkisstjórninni, hrundi. Mánudaginn 4. apríl lagði stjórnarandstaðan á Al- þingi fram vantrauststillögu á ríkisstjórns Sigmundar. Aust- urvöllur fylltist af mótmælendum og urðu mótmælin þau fjölmennustu í sögu Íslands. Sigmundur tók þá upp á sitt eins- dæmi ákvörðun um að halda til Bessastaða til fundar við Ólaf Ragn- ar Grímsson forseta og fara fram á að Ólafur veitti sér heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Því hafn- aði Ólafur hins vegar. Þetta gerðist 5. apríl. Sigmundur mun ekki hafa haft samráð við einn né neinn, hvorki samflokksmenn sína eða Sjálf- stæðismenn, áður en hann tók þá ákvörðun að hitta forseta. Sigmundur var síðan settur af sem forsætisráðherra. Raun- ar mun hann hafa gert þá tillögu sjálfur, að hann viki og Sigurður Ingi Jóhanns- son, varaformaður Fram- sóknarflokksins, tæki við, í áframhaldandi samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Það gerði hann þó ekki fyrr en að ljóst var að Framsóknarþing- menn hyggðust setja hann af og sömuleiðis að þingmenn Sjálfstæð- isflokks styddu ekki Sigmund áfram í stóli forsætisráðherra. Daginn eft- reyndist fara með rétt mál Guðni á Bessastaði Ólafur kvaddi tvisvar - Davíð tók slaginn en hafði ekki erindi sem erfiði Í áramótaávarpi sínu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann hyggðist láta af embætti forseta, eftir að hafa setið í tuttugu ár. Þótti sú yfirlýsing nokkuð tæpitungulaus og þannig orðuð að ekki væri um nein túlkunaratriði að ræða ólíkt því sem var árið 2012. Kom yfirlýsingin ekki á óvart en mæltist misjafnlega fyrir. Ólafur Ragnar lýsti því yfir að ekki ríkti lengur sú óvissa í íslensku samfélagi sem hefði orðið til þess að hann ákvað að gefa að nýju kost á sér árið 2012. Strax á fyrstu dögum ársins fór af stað mikil umræða þar sem velt var upp hugsanlegum nöfnum í embættið. Meðal þeirra sem hæst fóru voru Stefán Jón Hafstein, Katrín Jakobsdóttir og Andri Snær Magnason. Össur Skarphéðinsson var nefndur til sögunnar, sem og Guðni Ágústsson. Á tímabili var þrálátur orðrómur um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggðist gefa kost á sér og þá lýsti Þorgrímur Þráinsson því yfir að hann ætlaði fram, þótt hann drægi framboðið síðar til baka. Katrín gaf síðan afsvar snemma í marsmánuði. Hrannar Pétursson kynnti framboð sitt í seinni hluta mánaðarins og sömuleiðis Halla Tómasdóttir og Vigfús Bjarni Albertsson. Sprengjum kastað Öllum að óvörum, en algjörlega í takt við persónuna, tilkynnti Ólafur Ragnar svo 18. apríl að hann hefði skipt um skoðun. Hann ætlaði að gefa kost á sér að nýju þar eð óvissuástand ríkti á landinu eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Þá vísaði hann til þess að ekki hefðu komið fram sterkir frambjóðendur sem leitt gætu íslenska þjóð. Á meðan að stuðningsmenn hans kættust struku yfirlýsingar Ólafs Ragnars fleirum öfugt. Þóttu yfirlýsingar hans um að ekki væru komnir fram sterkir frambjóðendur þannig frem- ur stórkarlalegar. Framboð Ólafs hafði þau áhrif að Hrannar og Vigfús Bjarni drógu framboð sín til baka, auk fleiri. Til tíðinda dró síðan í byrjun maí þegar Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir framboði sínu. Framboð Guðna fékk mikinn byr strax í upphafi en hann mældist fljótt með fylgi upp á tvo þriðju. Hinn 8. maí var síðan sprengju varpað inn í kosningabaráttuna. Þá lýsti Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, því yfir að hann gæfi kost á sér. Á kaffistofum landsins varð allt brjálað. Ólafur Ragnar lýsti því síðan yfir 9. maí að hann væri hættur við framboð sitt og vísaði til þess að komnir væru fram þeir sterku frambjóðendur sem hefði vantað á sínum tíma. Þess ber þó að geta að seint í apríl var greint frá því að fyrirtæki eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff, tengdist aflandsfélögum í Tortóla og olli það talsverðum titringi. Framboðsfrestur rann út 21. maí og skiluðu níu frambjóðendur inn framboði sínu. Þau Guðni, Halla, Andri Snær og Davíð voru þar á meðal. Auk þess gaf rithöfundurinn og lífskúnstner- inn Elísabet Jökulsdóttir kost á sér og litaði alla kosningabaráttuna með skemmtilegum uppátækj- um og tilsvörum. Í kosningunum sem fram fóru 25. júní hafði Guðni öruggan sigur, fékk ríflega 39 prósent atkvæða. Næst honum kom Halla með 28 prósent, þá Andri Snær með ríflega 14 prósent og Davíð hlaut tæp 14 prósent. Fagnað vel Ef ekki er tilefni til að fá sér köku þegar maður er kjörinn forseti, hvenær þá? Mynd Sigtryggur Ari Slagur Þrátt fyrir að Halla Tómasdóttir sækti á eftir því sem á kosningabaráttuna leið var sigur Guðna öruggur. Sigurður ingi tekur við Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráð- herra eftir að Sigmundur var settur af. Mynd Sigtryggur Ari Fullur Austurvöllur Aldrei hafa mótmæli á Íslandi verið fjölmennari. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.