Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 74
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Stjórnmálaanáll 55
Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is
Ár pólitískra jarðhræringa
helmingshlut á móti
Önnu Sigurlaugu í Wintris en hafði
selt henni sinn hlut á 1 dollara síðla
árs 2009. Þessu neitaði Sigmund-
ur í viðtalinu en gögn sýna að svo
var. Wintris hafði þegar gert kröfur
á föllnu bankana þegar Sigmundur
seldi hlut sinn.
Sigmundur fer frá og í frí
Uppljóstranirnar í þættin-
um gerðu það að verk-
um að traust á Sigmundi,
Bjarna og Ólöfu, sem og
á ríkisstjórninni, hrundi.
Mánudaginn 4. apríl lagði
stjórnarandstaðan á Al-
þingi fram vantrauststillögu
á ríkisstjórns Sigmundar. Aust-
urvöllur fylltist af mótmælendum og
urðu mótmælin þau fjölmennustu í
sögu Íslands.
Sigmundur tók þá upp á sitt eins-
dæmi ákvörðun um að halda til
Bessastaða til fundar við Ólaf Ragn-
ar Grímsson forseta og fara fram á að
Ólafur veitti sér heimild til að rjúfa
þing og boða til kosninga. Því hafn-
aði Ólafur hins vegar. Þetta gerðist 5.
apríl. Sigmundur mun ekki hafa haft
samráð við einn né neinn, hvorki
samflokksmenn sína eða Sjálf-
stæðismenn, áður en hann tók þá
ákvörðun að hitta forseta.
Sigmundur var síðan settur af
sem forsætisráðherra. Raun-
ar mun hann hafa gert þá
tillögu sjálfur, að hann viki
og Sigurður Ingi Jóhanns-
son, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, tæki við,
í áframhaldandi samstarfi
með Sjálfstæðisflokknum.
Það gerði hann þó ekki fyrr en
að ljóst var að Framsóknarþing-
menn hyggðust setja hann af og
sömuleiðis að þingmenn Sjálfstæð-
isflokks styddu ekki Sigmund áfram
í stóli forsætisráðherra. Daginn eft-
reyndist fara með rétt mál
Guðni á Bessastaði
Ólafur kvaddi tvisvar - Davíð tók slaginn en hafði ekki erindi sem erfiði
Í áramótaávarpi sínu tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson að hann hyggðist láta af embætti forseta, eftir að hafa setið í tuttugu ár. Þótti sú
yfirlýsing nokkuð tæpitungulaus og þannig orðuð að ekki væri um nein túlkunaratriði að ræða ólíkt því sem var árið 2012. Kom yfirlýsingin
ekki á óvart en mæltist misjafnlega fyrir. Ólafur Ragnar lýsti því yfir að ekki ríkti lengur sú óvissa í íslensku samfélagi sem hefði orðið til
þess að hann ákvað að gefa að nýju kost á sér árið 2012.
Strax á fyrstu dögum ársins fór af stað mikil umræða þar sem velt var upp hugsanlegum nöfnum í embættið. Meðal þeirra sem hæst
fóru voru Stefán Jón Hafstein, Katrín Jakobsdóttir og Andri Snær Magnason. Össur Skarphéðinsson var nefndur til sögunnar, sem og
Guðni Ágústsson. Á tímabili var þrálátur orðrómur um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggðist gefa kost á sér og þá lýsti Þorgrímur
Þráinsson því yfir að hann ætlaði fram, þótt hann drægi framboðið síðar til baka. Katrín gaf síðan afsvar snemma í marsmánuði. Hrannar
Pétursson kynnti framboð sitt í seinni hluta mánaðarins og sömuleiðis Halla Tómasdóttir og Vigfús Bjarni Albertsson.
Sprengjum kastað
Öllum að óvörum, en algjörlega í takt við persónuna, tilkynnti Ólafur Ragnar svo 18. apríl að hann hefði skipt um skoðun. Hann ætlaði
að gefa kost á sér að nýju þar eð óvissuástand ríkti á landinu eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Þá vísaði
hann til þess að ekki hefðu komið fram sterkir frambjóðendur sem leitt gætu íslenska þjóð. Á meðan að stuðningsmenn hans kættust
struku yfirlýsingar Ólafs Ragnars fleirum öfugt. Þóttu yfirlýsingar hans um að ekki væru komnir fram sterkir frambjóðendur þannig frem-
ur stórkarlalegar. Framboð Ólafs hafði þau áhrif að Hrannar og Vigfús Bjarni drógu framboð sín til baka, auk fleiri.
Til tíðinda dró síðan í byrjun maí þegar Guðni Th. Jóhannesson lýsti yfir framboði sínu. Framboð Guðna fékk mikinn byr strax í upphafi
en hann mældist fljótt með fylgi upp á tvo þriðju. Hinn 8. maí var síðan sprengju varpað inn í kosningabaráttuna. Þá lýsti Davíð Oddsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, því yfir að hann gæfi kost á sér. Á kaffistofum landsins varð allt brjálað.
Ólafur Ragnar lýsti því síðan yfir 9. maí að hann væri hættur við framboð sitt og vísaði til þess að komnir væru fram þeir sterku
frambjóðendur sem hefði vantað á sínum tíma. Þess ber þó að geta að seint í apríl var greint frá því að fyrirtæki eiginkonu hans, Dorritar
Moussaieff, tengdist aflandsfélögum í Tortóla og olli
það talsverðum titringi. Framboðsfrestur rann út 21.
maí og skiluðu níu frambjóðendur inn framboði sínu.
Þau Guðni, Halla, Andri Snær og Davíð voru þar á
meðal. Auk þess gaf rithöfundurinn og lífskúnstner-
inn Elísabet Jökulsdóttir kost á sér og litaði alla
kosningabaráttuna með skemmtilegum uppátækj-
um og tilsvörum.
Í kosningunum sem fram fóru 25. júní hafði Guðni
öruggan sigur, fékk ríflega 39 prósent atkvæða. Næst
honum kom Halla með 28 prósent, þá Andri Snær
með ríflega 14 prósent og Davíð hlaut tæp 14 prósent.
Fagnað vel Ef ekki er tilefni til að fá
sér köku þegar maður er kjörinn forseti,
hvenær þá? Mynd Sigtryggur Ari
Slagur Þrátt fyrir að Halla Tómasdóttir
sækti á eftir því sem á kosningabaráttuna
leið var sigur Guðna öruggur.
Sigurður ingi tekur við
Sigurður Ingi Jóhannsson
tók við sem forsætisráð-
herra eftir að Sigmundur var
settur af. Mynd Sigtryggur Ari
Fullur Austurvöllur Aldrei hafa
mótmæli á Íslandi verið fjölmennari.
Mynd Sigtryggur Ari