Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Blaðsíða 75
Áramótablað 30. desember 201656 Fréttir Stjórnmálaanáll ir var opinberað að Sigurður Ingi myndi taka við sem forsætisráðherra og að kosningum yrði flýtt. Þær færu fram haustið 2016. Sigmundur fór í frí. Þó fer því fjarri að allt hafi dottið í dúnalogn. Hart var deilt á forsætis- ráðherra og ríkisstjórnina fyrir að gefa ekki út dagsetningu fyrir alþingiskosn- ingar. Slógu menn þar úr og í og báru fyrir sig að talað hefði verið um að ljúka þyrfti ákveðnum mikilvægum málum áður en hægt væri að ganga til kosninga. Hver þau voru og hvernig þeim var forgangsraðað varð kannski aldrei fyllilega ljóst. Hins vegar var loks boðað, í byrjun september, að kosn- ingar færu fram 29. október. Sigmundur snýr aftur Sigmundur tók sér sem fyrr seg- ir tímabundið leyfi frá þingstörfum. Í bréfi til flokksmanna í Framsóknar- flokknum, sem hann sendi 25. júlí, boðaði hann hins vegar endurkomu sína í íslensk stjórnmál. Þau tíðindi mæltust misjafnlega fyrir, svo ekki sé meira sagt. Sigmundur hefur alla tíð á harðan kjarna stuðningsmanna og sá kjarni brást honum ekki. En úr honum hafði kvarnast og það verulega. Innan Framsóknaflokksins höfðu þær raddir orðið æ háværari sem héldu á lofti þeirri skoðun að ótækt væri að halda til kosninga án þess að boðað yrði til flokksþings þar sem for- ysta flokksins gæti endurnýjað umboð sitt. Það reyndi Sigmundur og stuðn- ingsfólk hans eftir mætti að koma í veg fyrir. Kjördæmisþing flokksins sam- þykktu hins vegar öll að flokksþing skyldi fara fram, utan kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi, kjördæmi Sig- mundar. Sigurður Ingi hafði betur Sigurður Ingi tilkynnti síðan 23. sept- ember að hann gæfi kost á sér í emb- ætti formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur hugðist hins vegar hvergi gefa eftir og sakaði hann Sigurð Inga meðal annars um að svíkja loforð sem hann hefði gefið sér, um að fara ekki fram í formannsembættið gegn sér. Formannskosningin fór fram 2. október og var mjótt á munum. Fór svo að Sigurður Ingi hafði sigur með 370 atkvæðum gegn 329 atkvæðum Sigmundar. Framsóknarflokkurinn hélt því til kosninga, klofinn í tvær fylkingar. Píratar kalla til sál- fræðing Á meðan að menn bár- ust á banaspjótum í Fram- sóknarflokknum sinntu aðrir flokkar sinni kosn- ingabaráttu í skugga misgóðr- ar útkomu í skoðanakönnunum. Píratar, sem höfðu mánuðum saman mælst stærsti flokkur landsins, áttu í innanflokksdeilum sem opinberuðust á internetinu æ ofan í æ. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, gaf það út í byrjun júlí að hann hyggðist ekki gefa kost á sér í komandi kosningum. Ástæða þess, þó hún væri aldrei gefin upp opinberlega, var meðal annars óþol hans í garð Birgittu Jónsdóttur samflokksþing- manns síns. Birgitta og Helgi Hrafn tókust harkalega á í upphafi árs og var ástandið slíkt að kallaður var til vinnu- staðasálfræðingur til að stilla til friðar í herbúðum Pírata. Tókst að bera klæði á vopnin og ýta deilum og ágreiningi, ef ekki til hliðar þá alla vega undir yfir- borðið. Var nú kyrrt um hríð. Í ágúst sprakk hins vegar allt í loft upp þegar svikabrigsl gengu á víxl er vörðuðu kosningar á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Fór svo að lokum að oddviti flokksins vék en sá hafði verið sagður lukkuriddari sem ekki hefði tengsl við kjördæmið né hefði starfað með Pírötum. Tókst að lokum að kjósa lista en ljóst var að umræð- an skaðaði flokkinn. Viðreisn meiri ógn en Panamaskjöl Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi flokka í aðdraganda kosn- inganna og virtist ekki hafa orðið meint af Panamatengingum Bjarna og Ólafar, í það minnsta ekki svo nokkru næmi. Naut flokkurinn vafalaust góðs af því að hitinn og þunginn í umræð- um og gagnrýni hafði snúið að Sig- mundi Davíð. Það fór enda svo að Bjarni og Ólöf hlutu yfirburðakosn- ingar í prófkjörum flokksins og leiddu lista hans í sínu kjördæminu hvort. Það var fremur tilkoma nýs flokks, Viðreisnar, sem ógnaði Sjálfstæðis- flokknum en uppljóstranir um tengsl flokksmanna við aflandsfélög. Við- reisn, sem flestir litu á sem klofnings- framboð úr Sjálfstæðisflokknum, með réttu eða röngu, náði miklu flugi und- ir forystu Benedikts Jóhannesson- ar formanns í aðdraganda kosning- anna. Líklegt má telja að miklu hafi skipt að Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, ákvað að ganga til liðs við Viðreisn og leiddi lista flokksins í Kraganum. Samfylkingin á heljarþröm Vinstri græn sigldu lygnan sjó og keyrðu loksins skynsama kosninga- baráttu. Þar var lögð megináhersla á Katrínu Jakobsdóttur flokksformann enda Katrín einn vinsælasti stjórn- málamaður landsins. Hið sama mátti þó ekki segja um hinn vinstriflokk- inn, Samfylkinguna. Samfylkingin hafði allt árið átt í slíkum inn- anmeinum að furðu mátti sæta. Formannskjör var boðað í flokknum í byrj- un júní en í aðdraganda þess voru allir og amma þeirra mátaðir í formanns- embætti. Árni Páll Árna- son, sitjandi formaður, lýsti yfir framboði en dró það síðan til baka. Eftir stóðu þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar auk fyrrverandi þingmannsins Magnús- ar Orra Schram. Oddný hafði sigur í formannskjörinu og Logi Einarsson var kjörinn nýr varaformaður. Það átti eftir að skipta sköpum fyrir Loga sem hann hefur líklega ekki gert sér grein fyrir þegar hann var kosinn. Formannsskiptin breyttu engu um slælegt gengi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum en ítrekað leit út fyrir að flokkurinn væri í raunveru- legri hættu á að þurrkast út. Hið sama má segja um Bjarta framtíð, enn frekar raunar. Flokkurinn var með böggum hildar allt árið og mældist ekki lang- tímum saman með þingmenn. Hörð andstaða við búvörusamninga síðast- liðið haust olli því hins vegar að flokk- urinn náði að nokkru leyti vopnum sínum. Snúin staða eftir kosningar Svo rann upp kjördagur. Kjörsókn var dræm, aðeins 79,2 prósent þátttaka og hefur hún aldrei verið lakari á lýð- veldistímanum. Úrslit urðu þau að Sjálfstæðisflokkurinn varð stærstur flokka á Alþingi, hlaut 21 þingmann kjörinn. Vinstri græn fengu 10 þing- menn kjörna líkt og Píratar. Fram- sóknarflokkurinn fékk kjörna 8 þing- menn, þar af bæði Sigmund Davíð og Sigurð Inga. Viðreisn gerði vel og fékk 7 þingmenn kjörna. Björt framtíð bætti verulega við sig fylgi frá því sem skoðanakannanir höfðu sýnt og fékk kjörna 4 þingmenn. Samfylkingin var hársbreidd frá því að falla af þingi, fékk 5,7 prósent atkvæða og 3 þing- menn. Logi Einarsson, varaformaður, varð eini kjördæmakjörni þingmað- ur flokksins. Aðrir flokkar náðu ekki kjöri, næst því komst Flokkur fólksins sem fékk 3,5 prósent atkvæða. Að afloknum kosningum, og raunar fyrir þær í einhverjum mæli, hófu forystumenn flokkanna hver í kapp við annan að útiloka sam- starfskosti. Flækti það stjórnarmynd- unarviðræður óhjákvæmilega nokk- uð. Sú staðreynd að engin tveggja flokka stjórn var möguleg hjálpaði heldur ekki. Bjarni Benediktsson fékk stjórnarmyndunarumboð í hend- urnar frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta og fundaði með Viðreisn og Bjartri framtíð, sem gengið hafa eins og síamstvíburar í allar viðræður, um hugsanlegt samstarf. Formlegar stjórnarmyndanir hófust í tvígang en var slitið, einkum vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman um sjáv- arútvegsmál. Raunar er það svo að innan þingliðs Sjálfstæðisflokksins voru afar skiptar skoðanir um sam- starfið. Bjarni Benediktsson reyndi eftir megni að koma Framsóknar- flokknum inn í þessa hjónasæng en það tóku Viðreisn og Björt framtíð ekki í mál. Í millitíðinni, milli tveggja stjórn- armyndunarviðræðna Sjálfstæðis- flokks, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar, reyndi Katrín Jakobsdóttir að mynda fimm flokka stjórn Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Bjartrar fram- tíðar. Upp úr þeim viðræð- um slitnaði þegar ljóst varð að himinn og haf væri milli Vinstri grænna og Viðreisn- ar í efnahagsmálum. Þrátt fyrir það taldi Birgitta Jóns- dóttir ástæðu til þess að Pírat- ar leiddu viðræður sömu flokka að nýju en, eins og gera mátti ráð fyrir, strönduðu þær viðræður á nákvæm- lega sömu atriðum. Sá sem hefur fundið sig í hvað óvæntastri stöðu í þessum viðræðum er Logi Einarsson sem tók við sem formaður Samfylk- ingarinnar þegar Oddný Harðardótt- ir sagði af sér eftir hörmulega útreið í kosningunum. Óvæntasta tilraunin, en jafn- framt sú sem virtist njóta hvað mests hljómgrunns úti í þjóðfélaginu, var tilraun Bjarna og Katrínar til að ná Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum saman. Í ljós kom að flokkarnir stóðu allt of langt frá hvor öðrum í veiga- miklum málum til að mögulegt væri að þeir gætu starfað saman. Meðan á þessum viðræðum hefur staðið hefur Sigurður Ingi setið á hliðarlínunni og hugsað sitt. Framsóknarflokknum er einfaldlega ekki boðið að borðinu. Og þetta er staðan nú í árslok. Enginn hefur formlegt stjórnarmynd- unarumboð og því hefur verið velt upp að nauðsynlegt muni reynast að boða til nýrra kosninga á árinu 2017. Hins vegar hafa Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð verið í við- ræðum yfir hátíðarnar og ekki ætti að útiloka að flokkarnir nái saman um stjórn. n Gekk ekki upp Viðræður Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar um hugsanlega myndun ríkisstjórnar báru ekki árangur. Mynd SIGtryGGur ArI reyndi og mistókst Birgitta Jónsdóttir tók upp þráðinn við myndun fimm flokka ríkisstjórnar. Sú tilraun mistókst. Mynd SIGtryGGur ArI Benedikt kampakátur Benedikt Jóhannesson leiddi Viðreisn í kosningabaráttunni og náði góðum árangri. Mynd SIGtryGGur ArI Tilboð þér að kostnaðarlausu Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.