Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2016, Page 36
Áramótablað 30. desember 2016 Fréttir Erlendur fréttaannáll 37 Apríl 3. apríl panama-skjölin skekja heimsbyggðina Fyrstu fréttirnar upp úr Panama- skjölunum, milljónum skjala frá panömsku lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca, litu dagsins ljós. Í þeim var ljósi varpað á fjár- magnsflutninga ríka fólksins til fé- laga í skattaskjólum. Fjölmargir Ís- lendingar voru í skjölunum. 14.–15. apríl Skjálfti í Japan Tveir öfl- ugir skjálft- ar, 6,2 og 7,0 að stærð, riðu yfir í Kumamoto í Japan með þeim afleiðingum að 50 létust og 3.000 slösuðust. 44 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í kjölfar skjálftanna. 16. apríl páfi heimsótti lesbos Flóttamannavandinn var áberandi í umræðunni á árinu og létust þús- undir við að reyna að komast sjó- leiðina til Evrópu frá stríðshrjáðum svæðum Afríku og Mið-Austurlanda á árinu. Frans páfi heimsótti grísku eyjuna Lesbos um miðjan apríl þar sem hann kynnti sér ástandið, en þúsundir flóttamanna höfðu þá komið til eyjarinnar. 28. apríl Árás á sjúkrahús Fimmtíu manns létust þegar sprengjuárás var gerð á Al-Quids- sjúkrahúsið í Aleppo í Sýrlandi. Enginn lýsti ábyrgð á verknaðinum þótt böndin hafi beinst að sýrlenska stjórnarhernum eða Rússum. MAí 4. maí Þúsundir flýðu skógarelda Gríðarlegir skógareldar, þeir mestu í kanadískri sögu, settu svip sinn á Al- berta-fylki í Kanada í byrj- un maí. 88 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, þar á meðal nánast allir íbúar Fort McCurray. 11. maí Sprengjuárásir í Bagdad Hryðjuverkasamtökin ISIS létu til sín taka í Írak í apríl og þann 11. þess mánaðar féllu 80 manns í þremur sprengjuárásum í borginni. Mannskæðasta árásin var þegar bílsprengja sprakk í Bagdad með þeim afleiðingum að 66 féllu. 19. maí Flugvél hvarf yfir Miðjarðarhafi Flugvél EgyptAir hvarf yfir Mið- jarðarhafi eftir að neyðarboð bárust frá henni. Síðar kom í ljós að vélin hafði hrapað í Miðjarðarhaf með þeim afleiðingum að allir um borð, 66 manns, fórust. Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerðist. 21. maí leiðtogi talíbana drepinn Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti að Mullah Mansour, leið- togi talíbana í Afganistan, hefði verið drepinn í drónaárás Banda- ríkjahers á bíl hans í Pakistan. Við sama tilefni sagði Obama að dauði Mansour væri vatn á myllu þeirra sem berjast gegn hryðjuverkum. Innan við viku síðar tilkynntu talí- banar að Mullah Haibatullah Ak- hundzada væri nýr leiðtogi talí- bana. 30. maí Baráttan um Fallujah Írakskar hersveitir, með aðstoð Bandaríkjamanna, hófu innrás í borgina Fallujah í Írak með það markmið að hrekja liðsmenn ISIS frá borginni. ISIS náði borginni á sitt vald árið 2014. Í júní tókst Írökum ætlunarverk sitt og var borgin frelsuð undan oki ISIS. 28. maí Harambe skotinn Sautján ára gömul górilla í dýra- garðinum í Cincinnati í Bandaríkj- unum, Harambe að nafni, var skotin til dauða eftir að þriggja ára barn komst framhjá girðingu sem á að skilja górillurnar frá gestum dýra- garðsins. 30. maí Habré dæmdur Hisséne Habré, fyrrverandi ein- ræðisherra Afríkuríkisins Tsjad, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni, pyntingar og nauðganir. Habré var leiðtogi Tsjad á árunum 1990 til 1992 en undir ógnarstjórn hans er talið að 40 þús- und manns hafi misst lífið. Júní 8. júní Sharapova í tveggja ára bann Maria Sharapova, ein fremsta tenn- iskona heims undanfarin ár, var dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Efnið meldonium fannst í lyfjasýni en það er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. 12. júní Fjöldamorð í Orlando Eitt mannskæðasta fjöldamorð í banda- rískri sögu átti sér stað á næturklúbbnum Pulse í Orlando. Árásarmaður- inn, Omar Saddiqui Mateen, myrti 49 manns og særði 53 til við- bótar. Omar lýsti yfir stuðningi við ISIS. Eftir um þriggja klukkustunda umsátursástand réðst lögregla til inngöngu á staðinn, sem var vin- sæll meðal hinsegin fólks, og skaut Omar til bana. 23. júní Bretar kusu Brexit Bretar gengu til þjóðarat- kvæðagreiðslu í sumar og kusu með útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakann- anir höfðu nokkrum dögum áður bent til þess að Bretar myndu kjósa að vera áfram í sambandinu. Eftir að niðurstaðan lá fyrir sagði Dav- id Cameron forsætisráðherra af sér embætti. 28. júní Harmleikur á Ataturk-flugvelli Þrír hryðjuverkamenn, vopnaðir sprengjum og skotvopnum, réðust inn á Ataturk-flugvöll þar sem þeir skutu á fólk áður en þeir sprengdu sig í loft upp. 45 manns létust í árás- unum og yfir 230 særðust. Júlí 2.–5. júlí Fleiri árásir ISIS-liða Fimm ungir menn í borginni Dhaka í Bangladess myrtu 22 einstaklinga þann 2. júlí, en mennirnir höfðu lýst yfir stuðningi við ISIS. Síðar þennan sama dag féllu 137 manns í sprengjuárás ISIS í miðborg Bagdad í Írak. ISIS-liðar voru þar að verki. Þremur dögum síðar missti fjórir lífið þegar maður, með tengsl við ISIS, sprengdi sig í loft upp í borginni Medina í Sádi- Arabíu. 6. júlí Oscar pistorius dæmdur Eftir löng og erfið réttarhöld var suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að verða unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana árið 2013. Áður hafði Pistorius verið sýknaður. 14. júlí Harmleikur í nice 84 létust og yfir 200 særðust þegar Mohamed Bouhlel, franskur ríkis- borgari af túnísku bergi brotinn, ók flutningabíl sínum inn í mannfjölda við ströndina í Nice í Frakklandi. Fjöldi fólks var þar samankominn til fagna Bastilludeginum, þjóð- hátíðardegi Frakka. Mohamed var skotinn til bana af lögreglu en hann er talinn hafa haft tengsl við ISIS. 15. júlí Misheppnuð valdaránstilraun Tilraun til valdaráns í Tyrklandi sem var skipulögð af hópi hátt settra tyrkneskra hermanna fór út um þúfur um miðjan júlímánuð. Nokkur hundruð manns voru handtekin í kjölfarið og sagði Recep Erdogan, forseti Tyrklands, að hin- um seku yrði refsað grimmilega fyr- ir föðurlandssvikin. ÁgúSt 20. ágúst Blóðbað í brúðkaupi 50 manns féllu þegar sjálfsvígsárás var gerð í brúðkaupi í Tyrklandi. Yf- irvöld voru fljót að varpa sökinni á ISIS og sagði Erdogan forseti að Tyrkir væru skotmark hryðjuverka- samtakanna. Árásin var sú mann- skæðasta í Tyrklandi á árinu. 23. ágúst Duterte og fíkniefna- stríðið Þennan dag var greint frá því að 1.900 manns hefðu verið drepnir í stríði nýkjörins forseta Filippseyja, Rodrigos Duterte, gegn fíkniefn- um. Áður en Duterte var kjörinn í embætti sór hann þess eið að koma öllum fíkniefnasölum fyrir kattar- nef – og hann er á góðri leið með að standa við kosningaloforðið. Að- ferðir Duterte voru harðlega gagn- rýndar af mannréttindasamtökum. 24. ágúst Skjálfti olli manntjóni 299 manns létust þegar skjálfti af stærðinni 6,2 reið yfir miðhluta Ítal- íu. Fjölmargar byggingar hrundu til grunna en þorpið Amatrice varð verst úti. 31. ágúst ISIS-toppur drepinn ISIS-hryðjuverkasamtökin tilkynntu að Mohammad al-Adnani, næstráð- andi innan samtakanna, hefði ver- ið drepinn í loftárás. Al-Adnani var einn valdamesti maður samtakanna og gegndi stöðu talsmanns þeirra. SepteMBer 2. september Forsetinn kvaddi skyndilega Islam Karimov, forseti Úsbekist- ans, varð bráðkvaddur en hann var leiðtogi þjóðar sinnar í 25 ár. Af stuðningsmönnum var Karimov minnst fyrir að hafa kom- ið á traustri og friðsamlegri utan- ríkisstefnu við nágrannaríki á með- an andstæðingar hans bentu á að mannréttindabrot og spilling hefðu einkennt hans forsetatíð. 9. september Áfram tilraunir með kjarnavopn Yfirvöld í Norður- Kóreu héldu tilraunum sínum með kjarna- vopn áfram og að morgni 9. september tókst þeim að fram- kvæma öfluga sprengingu með kjarnaoddi á tilraunasvæði í norð- urhluta landsins. Sprengingin var gríðarlega öflug og fannst á jarð- skjálftamælum í Suður-Kóreu. PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler www.plusminus.is ÚTSALA Útsalan hefst 2.janúar 20-80 % afsláttur af umgjörðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.