Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Qupperneq 11
Helgarblað 11. ágúst 2017 fréttir 11
sem byggði húsið, flutti seinna í
herbergi á neðri hæðinni á meðan
börn hans og barnabörn bjuggu í
aðalíbúðinni á efri hæðinni.
„Slíkt sambýli getur haft marga
kosti, dregur úr félagslegri ein
angrun aldurshópa. Gamli
maðurinn passaði húsið á meðan
hinir voru í burtu og barnabörn
in kynnast afa sínum betur en ef
hann væri á einhverri stofnun.
Þetta getur verið skemmtilegt þar
sem vel tekst til, það getur falið í
sér mikið hagræði fyrir alla en það
er miður að ekki sé mikið af hús
næði sem býður upp á þetta.“
Engin ein lausn á
húsnæðisvandanum
Pétur segir kynslóðahús ekki leysa
húsnæðisvandann, en það sé
dæmi um eina mögulega lausn á
húsnæðisvanda fólks. Undir það
tekur Eygló Harðardóttir. „Það er
engin ein lausn sem hentar öllum
og því er svo mikilvægt að fólk sé
tilbúið að skoða allar mögulegar
lausnir með opnum huga. Og kyn
slóðahúsin, þar sem margar kyn
slóðir geta búið saman, eða jafn
vel hús sem fer á milli kynslóða, er
ein slík lausn sem þarf að skoða,“
segir Eygló.
Vandinn einskorðast ekki við
höfuðborgarsvæðið og nefnir
Eygló að þegar hún var ráðherra
húsnæðismála þá hafi sveitar
stjórnarmenn á landsbyggðinni
nefnt vanda sem fælist í því að
eldra fólk seldi ekki húsin sín þótt
það væri orðið einstæðingar þar
sem húsnæðisverðið væri svo
lágt, það gerði það þá að verkum
að yngra fólk gat ekki fengið hús
næði. Í kjölfarið hafi komið til tals
hvort sveitarfélögin gætu hjálpað
fólki að breyta einbýlishúsi í tvær
eða fleiri íbúðir. Sama fyrirkomu
lag gæti jafnvel hentað á höfuð
borgarsvæðinu. Annar möguleiki
sé að byggja viðbótarhús með bað
herbergi og eldhúskrók: „Mað
ur getur ímyndað sér ef þú værir
með fólk sem ætti húsnæði, lóð og
pláss fyrir viðbótarhús, sem nú er
komin heimild fyrir í byggingar
reglugerðinni að sænskri fyrir
mynd, þá yrði komið upp húsnæði
fyrir börnin til að búa í á meðan
þau eru í námi eða að safna fyr
ir útborgun í íbúð. Svo í fram
haldinu getur þá annað foreldrið
sem væri búið að missa maka sinn
en væri í fullu fjöri, búið sjálfstætt
en nálægt fjölskyldunni.“
Man ekki eftir jafn miklum
húsnæðisvanda og nú
Kolbrún Baldursdóttir hefur starf
að sem sálfræðingur hér á landi í
25 ár, hún segir margt hafa breyst í
líðan landsmanna á þessum tíma
en á síðustu misserum hafi mik
ið borið á áhyggjum fólks af hús
næði. „Líðan barna hefur verið
sveiflukennd, það hafa komið erf
iðir tímar, upp úr aldamótunum
fór maður að sjá
mikla erfiðleika.
En ég man ekki
eftir jafn miklum
húsnæðisvanda
og núna, sumt
fólk á ekki sitt
heimili, býr inni
á öðrum eða býr
við óviðunandi
aðstæður jafnvel
til lengri tíma.
Ég man ekki eft
ir svona miklu
vandamáli.“
Það skipt
ir miklu máli í
tengslum við
líðan að eiga
tryggt þak yfir
höfuðið. „Þá er
ég ekki að tala
um að eiga það
endilega, bara hafa það. Það hent
ar ekkert öllum að eiga húsnæði
en þá þarf að vera hægt að leigja.
Það fylgir því mikil vanlíðan að
hafa ekki öruggan samastað enda
um eina af okkar aðal grunnþörf
um að ræða. Áhyggjur sem þessu
tengjast hafa áhrif á alla í fjöl
skyldunni og valda kvíða og von
leysi. Það hefur svo mikil áhrif á
sjálfsmynd barna sem þurfa að
flytja mikið. Þau hafa e.t.v. varla
aðlagast og myndað tengsl þegar
þau þurfa að flytja aftur. Það set
ur að mörgum börnum kvíða og
áhyggjur þegar þau hugsa hvort
þeim takist að eignast vini á enn
einum nýjum stað,“ segir Kolbrún.
Hún segir það vissulega jákvætt
þegar foreldrar geti komið börn
um sínum til aðstoðar í húsnæðis
málum, til dæmis með því að
breyta kjallara eða bílskúr í íbúð,
en það þurfi að horfast í augu við
það að ekki allir foreldrar hafa
kost á því að hjálpa börnunum
sínum. „Ég fæ oft til mín fólk sem
er í mjög erfiðum húsnæðisvanda,
má þar nefna fólk sem hefur ekki
baðaðstöðu og fólk sem deilir sal
erni með öðrum en fjölskyldunni.
Hér er oft um fátækt fólk að ræða
sem vegna fátæktar sinnar þarf að
sætta sig við aðstæður sem þessar.
Þetta á ekki að þurfa að vera svona
í okkar litla samfélagi. Barn sem
lifir við þessar aðstæður situr ekki
við sama borð og börn sem eiga
foreldra í betri efnahagsstöðu. Það
ríkir því sannarlega mikill ójöfn
uður í samfélagi sem ætti að geta
séð vel um alla sína þegna.“
Vanmetum ekki hversu mikil-
vægt það er að hjálpast að
Eygló segir þróunina hafa verið í
þá átt að nándin fari minnkandi,
tengsl fólks séu minni og sífellt fleiri
tali um einmanaleika. „Eitt sem við
höfum haft miklar áhyggjur af hjá
eldra fólki er einmanaleiki. Banda
rískar rannsóknir sýna að á síðustu
áratugum hafa Bandaríkjamenn
týnt einum vini, þeir sem áttu að
jafnaði þrjá nána vini eiga nú bara
tvo. Þetta er eitthvað sem við sem
samfélag þurfum að huga að. Við
erum svo heppin að við erum lítið
samfélag, náið samfélag, við leggj
um mikið upp úr fjölskyldutengsl
um og hluti af því er að geta búið
nálægt fjölskyldunni,“ segir Eygló.
Margir sem búa eða hafa búið er
lendis kannast við að sakna fjöl
skyldutengslanna á Íslandi og hvað
þau hjálpa mikið. „Þegar við erum
að hanna hverfi og húsnæði þá tel
ég það vera mjög mikilvægt að hafa
þetta í huga. Hvort sem við erum
að tala um viðbótarhús sem sett sé
í garðinn eða að breyta fyrirliggj
andi húsnæði í tvær íbúðir, þá vær
um við komin með tvær fjölskyld
ur sem stæðu þá undir rekstrinum
af þessu húsi. Þú getur verið með
stórt einbýlishús, upp á tvö til fjögur
hundruð fermetra, skipt því í tvennt
og þú ert kominn með tvær íbúðir
sem eru hundrað til tvö hundruð
fermetrar, ég held að það sé enginn
sem myndi halda því fram að þarna
yrði þröngt um þessar tvær fjöl
skyldur. Það væri svo jafnvel kom
inn möguleiki á að þriðja kynslóðin
kæmi þarna inn. Það er það sem
mér finnst svo heillandi við þetta,
það er að við tölum ekki niður eða
vanmetum hversu mikilvægt það er
að við hjálpumst að.“
Hægt að breyta skattaumhverfinu
Unnið var gegn kynslóðahúsum
í skipulagsskilmálum og í eldri
byggingarreglugerðum, bæði hér
á landi sem og víðar, þar sem talið
var að fjölgun íbúða myndi gera
hverfi of þétt og skapa bílastæða
vandamál. Portland í Oregonríki
í Bandaríkjunum er dæmi um
borg þar sem viðbótarhúsum hef
ur fjölgað til muna á undanförn
um áratug og benda nýlegar rann
sóknir til að íbúar borgarinnar séu
almennt ánægðir með það fyrir
komulag og má nefna að 75 pró
sent allra nýrra einbýlishúsa sem
byggð voru í borginni árið 2013
voru byggð með viðbótarhúsi á
lóðinni, ýmist þá fyrir ættingja eða
leigjendur. Að sama skapi hafa
orðið til fyrirtæki sem sérhæfa sig
í að byggja eða koma fyrir slíkum
húsum sem geta ýmist verið falin
í bakgarðinum eða jafnvel í sama
byggingarstíl og einbýlishúsið.
Eygló segir að hér á landi
megi gera það auðveldara að
breyta húsnæði en slíkt sé á valdi
sveitarfélaganna sem fara með
skipulagsvaldið. „Það er í höndum
byggingarfulltrúanna og sveitar
stjórnarmannanna að segja til um
hvort þetta sé hægt að ekki.“ Þetta
sé ein leið til að stuðla að séreign.
Nefnir hún einnig að breyta mætti
skattaumhverfinu til að hvetja þá
sem eru að byggja til að vera með
auka íbúð, ýmist fyrir einhvern
tengdan eigandanum eða til að
leigja út, sem myndi bæði hjálpa
til að draga úr húsnæðisvandan
um sem og að hjálpa eigandanum
að greiða niður húsnæðið.
Pétur segir húsnæðisvandann
alfarið á ábyrgð stjórnmálanna,
húsnæðisskortur sé eitthvað sem
menn hafi getað leyst áður fyrr:
„Það var gríðarlegt húsnæðis
leysi í Reykjavík eftir stríðið og
fólk neyddist til að búa í bröggum.
Kannski var neyðin ennþá meiri
þá en hún er í dag, þótt fólk búi
þröngt í dag þá búa ekki margir
í húsnæði sem er jafn lélegt og
braggi. Á þessum tíma var verka
mannabústaðakerfi, það hefði
kannski mátt byggja það hraðar en
gert var, svo þróaðist þetta lána
kerfi og ég hef aldrei getað skilið
hvers vegna þetta kerfi var eyði
lagt. Það er kjarni málsins og þess
vegna er þessi staða komin upp.“
Skiptir öllu máli að þetta sé val
Eygló bendir á að það skipti öllu
máli að fólk sé ekki neytt til að
búa saman. Kolbrún tekur í sama
streng. „Það fer mikið eftir því
hvort þú ert að velja þetta af því að
þig langar til að hafa þetta þannig
og allir séu sammála eða hvort
þetta sé vegna þess að fólk geti ekki
fengið sér annað húsnæði, sé jafn
vel á götunni og eigi ekki vonir um
húsnæði á næstunni. Það skiptir
öllu að kynslóðirnar sem eiga að
búa undir sama þaki séu sáttar og
sjái hag í sambúðinni. Þá er þetta
sannarlega mjög jákvætt. En ef þú
ert til dæmis á fertugsaldri með
lítil börn og í húsnæðiskröggum
og átt ekki í önnur hús að venda
en hjá foreldrum, þá getur verið að
því fylgi ekki góð líðan.“ Hér skipt
ir einnig máli hvort um sé að ræða
tímabundna veru í foreldrahúsum
eða hvort óvíst sé hvenær rætist úr
húsnæðismálunum.
Ef allir eru hins vegar sátt
ir við að búa saman í lengri eða
styttri tíma í húsnæði þar sem
einstaka fjölskylda hefur einnig
sitt ákveðna rými þá segir Kol
brún það geta verið mjög jákvætt.
„Það eru gríðarlegir kostir við það
þegar fólk velur að vera saman,
bara eins og við þekkjum úr okkar
sögu þegar börnin voru í pössun
hjá ömmu og afa og lærðu af þeim.
Það eru til fjölskyldur sem búa í
sama húsinu kannski á þremur
hæðum, það er frábært fyrir börn
in að geta komið heim úr skólan
um og alltaf einhver heima til að
taka á móti þeim og tala við þau.
Það er dásamlegt.“ n
Eygló Harðardóttir
Bjó í lítilli þriggja herbergja
íbúð hjá afa og ömmu
„Þegar ég fæðist er móðir mín bara sextán ára gömul í lítilli þriggja herbergja íbúð hjá
afa og ömmu. Langamma var líka búsett þarna, bróðir ömmu og systur mömmu. Þetta
var þröngt. En það gerði það að verkum að móðir mín gat klárað framhaldsskóla, það
var byggt undir hana þannig að hún gat haldið áfram í háskólanám og það tryggði að
hún gat séð fyrir okkur. Þegar maður hugsar til baka, hversu óendanlega þakklátur
maður er að það kom ekki annað til greina en að fólk hjálpaðist að. Í minningunni þá
var alltaf sól og ég man aldrei eftir því að það hafi verið plássleysi. Það hlýtur að hafa
verið mjög þröngt, en það var eitthvað sem ég upplifði aldrei. Þessu fylgdu mjög náin
tengsl við afa minn og ömmu sem entust alla ævi. Þetta er eitthvað sem við eigum að
hafa í huga þegar við erum að skipuleggja húsnæði, að við séum ekki að einangra fólk
og þá eiga kynslóðahús að vera uppi á borðinu.“
Kolbrún Baldursdóttir
Vorum fimm í 40 fermetra íbúð
„Ég ólst upp í Vesturbænum, við vorum fimm í 40 fermetra íbúð. Þröngt mega sáttir
sitja og þetta gekk vel. Það er ekki fermetrafjöldinn sem skiptir máli. Það er ekkert
línulegt samhengi milli fjölda fermetra og gleði og hamingju. Það er öryggið sem skiptir
máli, að eiga fastan samastað. Þú veist þú getur verið þarna áfram, það er aðalatriðið.
Þess vegna skiptir svo miklu máli að auka framboð lítilla íbúða, þá getur fólk valið,
að búa hjá foreldrum eða leigt eða keypt litla íbúð eftir því sem hentar. Fyrir ungar
fjölskyldur eru foreldrar, afar og ömmur, oft ómetanleg aðstoð hvað varðar svo margt.
En það hafa ekki allir slíkt bakland. Stundum eru foreldrarnir sjálfir ekki í stakk búnir
til að hjálpa, eiga nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v.
annars staðar á landinu eða erlendis.“
„Slíkt sam-
býli getur
haft marga kosti,
dregur úr félags-
legri einangrun
aldurshópa.
Viðbótarhús Í bandarískum borgum hefur við
bótarhúsum
fjölgað til muna þar sem það hefur verið le
yft. Oft eru þau í bak-
garðinum eða í sama byggingarstíl og einb
ýlishúsið.