Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2017, Blaðsíða 57
Helgarblað 11. ágúst 2017 KYNNING
Kænan er staðsett alveg við höfnina í miðbæ Hafnarfjarðar og má
að mörgu leyti líkja við Kaffi-
vagninn í Reykjavík þó að
báðir staðirnir séu einstakir
á sinn hátt. Gestir Kænunnar
kunna vel að meta þjóðlegan
íslenskan heimilismat sem
staðurinn sérhæfir sig í.
Það er alltaf mikið að gera
í hádeginu enda stór
og fjölbreyttur hópur
viðskiptavina. „Hingað
koma iðnaðarmenn
sem vinna úti um allan
bæ, þeir gera sér ferð á
Kænuna í góðan hádeg-
ismat. Svo er stór hluti
viðskiptavina okkar að
vinna við höfnina og
hér í kring. Góður hópur
herramanna á sinn stað
hér í morgunkaffi og
spjalli,“ segir Oddsteinn
Gíslason, veitingamað-
ur á Kænunni, en hann
tók við staðnum ásamt
eiginkonu sinni, Helgu
Ösp Jóhannsdóttur,
snemma á þessu ári.
Þau hjónin leggja
mikla áherslu á ferskt
og gott hráefni í mat-
argerðina og til dæmis
er ávallt glænýr fiskur
á matseðlinum.
Erlendum ferða-
mönnum fer fjölgandi
í gestahópi Kænunnar
og er unnið að því að
taka á móti ferðahópum í
fiskihlaðborð á kvöldin með
vorinu.
Kænan er kjörinn staður
fyrir alla þá sem vilja prófa
að borða hefðbundinn ís-
lenskan heimilismat og því
óhætt að mæla með staðn-
um fyrir erlenda ferðamenn
sem vilja kynnast íslenskri
matseld.
Kænan er heppilegur
hádegisverðarstaður fyrir
vinnandi fólk á svæðinu,
því hver vill ekki gæða sér á
staðgóðum, íslenskum heim-
ilismat í hádeginu?
Matseðilinn má sjá á
kaenan.is og Facebook-síðu
Kænunnar.
Kænan: Notalegur staður
með frábært útsýni
Útsýnið er ekki amalegt
úr veitingasalnum