Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 19
sport 19Helgarblað 1. september 2017 Varstu í Þýskalandi á Eurobasket 2015? „Já, ég var þar en ekki sem starfs- maður heldur sem almennur stuðnings- maður og skemmti mér stórkostlega í borginni.“ Hvernig lentir þú í þessu hlutverki? „Ég hóf störf á skrifstofu KKÍ á síðasta ári. Þegar kom að því að ákveða hlutverk hvers og eins vegna EuroBasket fékk ég það skemmtilega verkefni að sjá um sam- skipti við stuðningsmenn og þar sé ég um stuðningsmannasvæðið fyrir hönd Íslands (Fan Zone) og miðamál. Ég hef hitt ótrúlega marga á síðustu vikum og hlakka rosalega mikið til.“ Áttu körfuboltaferil að baki? „Ég held það nú. Ég er eini starfsmaður skrif- stofunnar sem get raunverulega eitthvað í körfubolta, enda lék í meistaraflokki í mörg ár og á nokkra unglingalandsliðsleiki að baki. Einnig hef ég þjálfað yngri flokka og hef því einhverja reynslu að baki í þessum bransa.“ Ertu að missa af einhverju verulega mikilvægu af því að þú ert þarna úti? „Já. Inga amma mín, hún á áttræðis- afmæli þann 31. ágúst og óska ég henni innilega til hamingju með daginn.“ Hvað var mest krefjandi varðandi skipulagninguna? „Listamennirnir sem við leituðum til sögðu strax já og það auðveldaði mér mjög mikið mína vinnu. Það verður gaman að sjá þá Úlf Úlf og svo Sverri Bergmann og Halldór Gunnar skemmta Íslendingum á Fan Zone-inu enda er það nýjung fyrir okkur á EuroBasket. Það verður rosamikið fjör í Fan Zone-inu alla daga en Finnarnir hafa staðið mjög framarlega í að skipuleggja viðburði í tengslum við stórmót þegar þeir hafa verið að keppa erlendis. Það verður gaman að sjá hvernig til tekst á þeirra heimaslóðum.“ „Til hamingju með afmælið Inga amma!“ Sigríður Inga Viggósdóttir, starfsmaður á skristofu KKÍ Hefur misst af brúð- kaupi fyrir landsliðið Jóhannes Marteinsson sjúkraþjálfari Varstu í Þýskalandi á Eurobasket 2015? „Já, ég var í Þýskalandi 2015 en ég hef verið með strákana síðan 2011. Það eru því nokkuð mörg flug og rútuferðir sem eru að baki.“ Hvernig lentir þú í þessu hlut- verki? „KKÍ leitaði til Atlas, þar sem ég starfa, og ég var svo heppinn að fá þetta verkefni. Núna sex árum seinna er ég enn að.“ Áttu körfuboltaferil að baki? „Nei, ekki leikmannaferil en ég var liðtækur á leikvellinum og þótti harður í horn að taka þótt ég segi sjálfur frá.“ Horfir þú öðruvísi á leikinn en aðrir, þá t.d. með tilliti til meiðsla eða endurheimtar? „Já, ég geri það. Ég fylgist náið með hvernig menn bera sig að á vellinum. Þegar flestir horfa á hvernig leikmenn til dæmis klára sniðskot þá er ég að fylgjast með hvernig þeir lenda eftir skotið.“ Ertu að missa af einhverju veru- lega mikilvægu af því að þú ert þarna úti? „Ekki núna en ég hef til dæmis misst af brúðkaupi. Ég hef þó verið svo heppinn að hafa aldrei misst af afmæli barnanna minna í þessum landsliðsferðum.“ Hvaða leikmaður vælir mest í sjúkraþjálfun? „Við erum víkingar og það vælir enginn í þessu liði.“ Samstilltur hópur Landsliðshópurinn úti í Helsinki, ásamt öllum þeim sem gera liðinu kleift að berjast inni á vellinum. Mynd KKÍ Ávaxtaðu betur www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? saman Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.