Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 46
Ég man ekki eftir neinum sérs-tökum plönum þessa helgi en ég hitti vinkonur mínar oft í kaffi eða drykk seinnipart föstu- dags, ekki síst þegar er pabbahelgi/ vika. Í kvöld, (föstudaginn 1. septem- ber) ætla ég reyndar að spila mitt mánaðarlega gigg á kaffi Vínyl sem dj Álfbeat og mun því líklega nýta seinnipartinn til að undirbúa mig fyrir það. Ég spila frá klukkan átta til ellefu, sem er mjög passlegt fyrir 45 ára heimspekikennara sem vill helst ekki fara of seint að sofa. Ég spila annars seiðandi og taktfasta elektróníska tóna af ýmsum gerð- um frá ýmsum tímabilum. Laugardeginum verður að mestu eytt í hvíld og slökun. Ég þarf alltaf að passa að hvíla mig vel um helgar svo að ég hafi orku í kennsluvik- una. Mun líklega vera í náttfötun- um allan daginn, horfa á eitthvað skemmtilegt, kela við unnustann og í mesta lagi labba yfir götuna í sundlaug Vesturbæjar. Líklega munum við svo elda okkur eitthvað gott saman um kvöldið. Sunnudagurinn fer svo í þrif og undirbúning kennslunnar framundan. Líklegast mun ég svo vinna í mastersritgerðinni minni sem fjallar um mikilvægi siðfræði- legrar umræðu fyrir fagmennsku kennara. Við þurfum nefnilega ánægða kennara svo þeir geti betur stuðlað að því að börnin okkar blómstri!“ Hvað á að gera um helgina? Skífuþeytingar, þrif, letidagur og mastersritgerð framundan HEITT 1. Moscow Mule Það eru allir og ömmur þeirra sjúkir í þennan svala drykk sem samanstend- ur af vodka, engiferbjór og límónusafa. Borinn fram í koparbolla. 2. Costco-fíllinn Hann er kominn í Húsdýra- garðinn þar sem hann mun gleðja landsmenn um ókomna tíð. 3. Fólk sem þolir glúten Hörkutól taka við glúteni eins og ekkert sé. 4. Skósíð pils Þægileg, hægt að fara í sokkabuxur innanundir. 5. Súrdeigspítsa á Hressó Staðurinn er orðinn svolítið sjúskaður en þessar súrdeig- spítsur … það má elta þær yfir Esjuna, til tunglsins jafnvel. KALT 1. VIP partí Hvað með fólkið í landinu? 2. Costco-gíraffinn Hver kaupir gíraffa þegar hægt er að fá fíl? 3. Internet „shaming“ Það er ekki fal- legt að smána náungann fyrir allra augum. Þess vegna er komið frekar langt síðan það var lagt bann við því að hella tjöru og fiðri yfir fólk á torgum úti. 4. Orðið „fössari“ Róum okkur. 5. Ofuráhersla á rassaæfingar Ofuráhersla á einn líkamshluta í ræktinni er ávísun á vandræði. Líkaminn er ein heild. Namaste. Aperol Spritz frá Ítalíu Aperol er sætbeiskur drykkur sem rekur ættir sínar til Norður- Ítalíu og kom fyrst fram á sjón- arsviðið á því herrans ári 1919. Þessi kokteill er sérlega fallegur þegar hann er borinn fram í stóru glasi og er því áhrifamikill fordrykkur í hvers konar veisl- um. Gleður bæði auga og sál. Þú Þarft: 3 hluta Prosecco (ítalskt freyðivín) 2 hluta Aperol 1 hluta sódavatn Fylltu stórt og rúmgott vínglas með klaka. Byrjaðu á að hella freyðivíni í glasið. Því næst Aper- ol og svo sódavatni. Skreytið með smávegis appelsínuberki og berið fram með brosi. Ása Lind finnbogadóttir, fram- haldsskólakennari og plötusnúður Ása Lind finnbogadóttir Ása Lind er 45 ára og starfar sem plötusnúður og heimspekikennari. Hún er sátt við að þeyta skífum frá átta til ellefu, enda þykir henni gott að fara snemma í háttinn. HELgArKoKTEILLInn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.