Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 64
40 menning Helgarblað 1. september 2017 „Lýsingar á hryllilegu ofbeldi og mann­ vonsku eru oft subbulegar og innantómar og hafa ekki tilætluð áhrif. G læpasögur eru margar nokkuð líkar í efnisvali og persónusköpun og gild­ ir einu hvort það eru nor­ rænar glæpasögur eða sögur frá öðrum löndum. Dæmigert er að aðalpersónan sé rannsóknarlög­ reglumaður með myrka for­ tíð, einkalífið í rúst og vanhæf­ ur í mannlegum samskiptum. Að söguþráðurinn og morðgátan hverfist um munaðarleysingjahæli og myrk leyndarmál því tengdum er einnig orðið kunnuglegt stef í seinni tíð. Hvort tveggja er til stað­ ar í ensku glæpasögunni Þögult óp eftir Angelu Marsons. Angela þessi hefur skrifað margar glæpasög­ ur en þetta er fyrsta bókin henn­ ar í seríu um rannsóknarlögreglu­ konuna Kim Stone. Stúlkan sú, 34 ára gömul, er frumlega sköpuð og skemmtileg persóna, og eitt það best heppnaða við þessa sögu. Höfundi er mikið niðri fyrir þegar kemur að illri meðferð og vanrækslu á börnum og það gef­ ur stundum af sér áhrifamiklar og hjartnæmar lýsingar en stundum er farið yfir strikið og í tilfinninga­ klámið. Lýsingar á hryllilegu ofbeldi og mannvonsku eru oft subbulegar og innantóm­ ar og hafa ekki tilætluð áhrif. Ekki virðist til í dæminu að beita þeim stílbrögðum að gefa í skyn og láta lesandann nota ímyndunaraflið held­ ur er keyrt á yfirgengileg­ um viðbjóði. Persónusköp­ un á vondu fólki í bókinni er steingeld, höfundi er fyrst og fremst illa við vont fólk en hefur lítinn áhuga á að öðlast skilning á því eða gjörðum þess, enda eru illvirkin svo ofboðsleg að það er ekki hægt að skilja þau. Verstu kaflarnir í bókinni eru skáletraðar lýsingar morðingjans á sjálfum sér og illvirkjum sínum. Þar sakna ég mjög stílbragðsins íronísk fjarlægð, þegar brenglað­ ar og siðlausar persónur hafa aðra sýn á sjálfar sig og veruleikann en lesandinn. Hér er engu slíku til að dreifa, illmennið lýsir sjálfu sér samkvæmt staðlaðri greiningu á siðleysingja og sökkvir sér síðan á kaf ofan í subbulegar lýsingar á illvirkjum sínum. Þarna verður skáldskapur bókarinnar afskap­ lega yfirborðslegur og grunnur, en sálrænt innsæi í persónusköp­ un er eitt af helstu gæðamerkjum góðs raunsæisskáldskapar. Sagan er í heild vel fléttuð en fellur í þá algengu gryfju í fléttu­ metnaði höfundar að verða að­ eins of flókin svo lesandinn þarf að hafa fyrir því að skilja allt í stað þess að gleyma sér í spenningi yfir sögulokunum. Þögult óp er alls ekki leiðinleg­ ur lestur, hún heldur manni vel, en langt frá því að vera eins áhrifa­ mikil og höfundur hefur eflaust ætlað henni. Til þess er hún of yf­ irborðsleg í skoðun sinni á manns­ sálinni og of ósmekkleg. Höfund­ ur er stundum eins og gítarleikari með hanska á höndunum þegar spilað er á tilfinningastrengina. Þess ber þó að geta að bók­ in hefur selst í yfir milljón ein­ taka og því eru eflaust margir sem hafa enn meira gaman af henni en þessi lesandi hér, og leiddist hon­ um þó ekki yfir lestrinum. n Hrottaskapur gegn börnum Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is Bækur Þögult óp Höfundur: Angela Marsons Þýðandi: Ingunn Snædal Útgefandi: Drápa 381 bls. Angela Marsons Heimskingjar fremja rán Leikstjórinn Steven Soderbergh er einn sá frumlegasti og fjölhæf­ asti í bransanum. Hann hefur gert frábærar dramamyndir og gaman­ myndir, sannsögulegar mynd­ ir og fantasíur. Hann hefur meira að segja gert mjög góða kvikmynd um karlkyns fatafellur, sem fékk alla gagnkynhneigða menn til að efast um sig í smá stund. En það besta sem hann gerir eru svokallaðar „heist­ myndir“ þar sem hópur fólks plottar og framkvæmir einhvern umfangs­ mikinn stuld og kemst upp með það … eða ekki. Hann er fyrir löngu búinn að sanna sig í þeim geira með kvikmyndum á borð við Out of Sight (1998) og Ocean's El­ even (2001) Rán á kappakstursbraut Logan Lucky leynir á sér. Plaggatið bendir til þess að myndin snúist um einhvern bílahasar líkt og Fast and the Furious­serían. Myndin gerist reyndar að stærstum hluta á kappakstursbraut en bílar koma engu að síður ákaflega lítið við sögu. Hún fjallar um þrjú systkini, Jimmy, Clyde og Mellie Logan sem ákveða að ræna NASCAR­ kappakstursbrautina í Charlotte í Norður­Karólínu. Þau fá þrjá bræður að nafni Bang til að hjálpa sér, aðallega vegna þess að sá elsti þeirra, Joe Bang, er sérfræðingur í sprengiefnum. Hængurinn er hins vegar sá að Joe er læstur bak við lás og slá og því þurfa systkinin að ná honum úr fangelsinu og koma honum inn í það aftur áður en nokkur tekur eftir því að ránið hafi gerst. Líflegar persónur en tilgangslaus hliðarspor Logan Lucky er nokkuð óvanaleg „heist­mynd“, sér í lagi vegna þess hversu flækjustigið er hátt. Þá virð­ ast allar persónurnar vera annað­ hvort heimskar eða sturlaðar en engu að síður er ránið mjög fag­ mannlega gert og vel úthugsað. Framan af er myndin borin uppi af sterkum karlleikurum, sér í lagi nýstirninu Adam Driver sem leikur hinn viðkvæma og einhenta Clyde Logan, og Daniel Craig sem leikur hinn brjálaða Joe Bang. Channing Tatum leikur Jimmy Logan, aðalpersónuna sem skipu­ leggur ránið og bindur söguna saman. Kvenpersónur birtast aðallega í hliðarsögu sem fjallar um dóttur Jimmy og fyrrverandi eiginkonu hans. Það er ekki oft sem maður sér börn leika vel en Farrah Mac­ kenzie stendur sig prýðilega í hlut­ verki dótturinnar. Einnig kemur fyrir stutt ástarsaga milli Jimmy og æskuvinkonu hans. Eftir á að hyggja virðist þessi hluti sögunnar þó ákaflega tilgangslaus. Tilgangur „heist­mynda“ er að koma áhorfandanum á óvart, yfir­ leitt í samsettu atriði (montage) í lokin. Logan Lucky kemur áhorf­ andanum svo sannarlega á óvart. Þegar maður heldur að hún sé að klárast mætir allt í einu Hilary Swank, tvöfaldur Óskarsverð­ launahafi, á svæðið sem fulltrúi FBI, Sarah Grayson. Eftir það held­ ur myndin áhorfandanum í stans­ lausri spennu allt til loka. Logan Lucky verður seint talin til allra bestu verka Steven Soder­ bergh enda er ferill hans orðinn langur og hlaðinn metorðum. Hún er hins vegar bráðfyndin, spennandi og fær áhorfandann til að hugsa og efast allt til enda. Veikleikarnir eru hliðarsporin sem virka bæði tilgangs­ og stefnulaus. Styrkleikarnir eru aðallega fólgnir í persónunum sjálfum sem minna um margt á ýktustu persónurnar úr verkum Coen­bræðra. n „Styrkleikarir eru aðallega fólgnir í persónunum sjálfum sem minna um margt á ýktustu persónurn- ar úr verkum Coen- bræðra Logan Lucky Channing Tatum og Adam Driver. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmynd Logan Lucky Leikstjórn: Steven Soderbergh Handrit: Rebecca Blunt Aðalleikarar: Channing Tatum, Adam Driver Seth MacFarlane, Riley Keough, Katie Holmes, Katherine Waterston, Dwight Yoakam, Sebastian Stan, Hilary Swank, Daniel Craig. Lengd: 120 mín. Sýnd í: Laugarásbíó, Borgarbíó Bönnuð innan 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.