Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 1. september 2017fréttir V on er á kínverskri sendi- nefnd 10. september næst- komandi sem kemur hing- að til lands til að kynna sér opinbert eftirlit og framleiðslu í landbúnaði. Fyrst og fremst snýr heimsóknin að sauðfjárræktinni, framleiðslu og vinnslu lamba- og kindakjöts. Koma sendinefndar- innar tengist fríverslunarsamningi Íslands og Kína sem tók gildi 1. júlí 2014 og er þáttur í að fá heilbrigðis- vottun kínverskra yfir valda svo unnt verði að flytja á Kínamarkað kindakjötsafurðir. Verði af því gætu opnast mikilvægir markaðir, bæði fyrir dýrari afurðir en ekki síð- ur fyrir þá hluta lambsins sem eru ódýrari og seljast síður hér á landi. Formaður Landssambands slát- urleyfishafa segir að menn treysti á að af þessu geti orðið strax á næsta ári. Staða sauðfjárbænda tvísýn Sláturleyfishafar hafa boðað veru- lega lækkun á afurðaverði til sauð- fjárbænda nú í haust, allt að 35 prósenta lækkun hjá sumum fyrir- tækjum. Slík lækkun, ofan á tíu prósenta lækkun í fyrrahaust, er reiðarslag fyrir sauðfjárbændur og ljóst að sumir þeirra munu ekki standa af sér svo gríðarlegt tekju- tap. Lækkunin jafngildir því að laun sauðfjárbænda skerðist um í það minnsta helming. Ástæður lækkunarinnar segja afurðastöðvar vera lokun á mörkuðum erlendis, einkum Rússlandsmarkaði og Noregs markaði, sem valda því að ekki fæst viðunandi verð fyrir út- flutt kindakjöt. Fríverslunarsamn- ingur milli Kína og Íslands tók gildi 1. júlí 2014 en enn á eftir að opna fjölmarga kafla samningsins, þar á meðal nálega alla kafla sem snúa að innflutningi á matvælum til Kína. „Það var fljótlega upp úr því að samningurinn var gerður að óskað var eftir heimild til útflutn- ings á þessum afurðum en þá kom í ljós að Kínverjar eru með ákveðn- ar vinnuaðferðir sem felast í því að þeir vilja fá ítarlegar upplýsingar héðan, leggja mat á þær og koma því síðan til að gera úttekt af þessu tagi,“ segir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsstofu Matvælastofnunar. Kínverjarnir koma Sendinefndin kínverska er sem fyrr segir væntanleg hingað til lands 10. september og mun hún kynna sér hvernig opinberu eftirliti er hátt- að, sækja heim afurðastöðvar og kynna sér sauðfjárrækt á Íslandi. Að því loknu heldur nefndin heim á leið, skrifar skýrslur og afhendir kín- verskum yfirvöldum. „Þeir eru hing- að komnir til að sannreyna að opin- bert eftirlit sé með þeim hætti sem þeir hafa fengið upplýsingar um og hvort það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi heilbrigðis- þætti í kindakjötsframleiðslu sem gerðar eru í Kína,“ segir Þorvaldur enn fremur. Slíkt vinnulag þarf að viðhafa þegar kemur að hverjum þætti frí- verslunarsamningsins fyrir sig, hvað varðar matvælainnflutning. Fram til þessa hefur aðeins verið gengið frá heilbrigðisvottun til- tekinna afurða villtra fiska. Sendi- nefnd frá Kína kom hingað til lands í maí árið 2016 og í lok júní sama ár var undirritaður samning- ur sem staðfesti að umræddar af- urðir uppfylltu heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda. Þorvaldur segir að þótt svo skammur tími hafi liðið í því tilfelli sé ekki hægt að spá fyrir um hversu langan tíma það muni taka að ná niðurstöðu varðandi lambakjöt. Spurður hvort nokkuð bendi þó til annars en að niðurstaða kínversku sendi- nefndarinnar verði jákvæð hvað þetta varðar vill Þorvaldur ekki fullyrða um það. „Það hafa auð- vitað farið á milli upplýsingar en þeir eru komnir hingað til að vinna sitt áhættumat og meta stöðuna og munu að því loknu kynna þær niðurstöður.“ Treysta á að af þessu verði Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og formaður Lands- samtaka sláturleyfishafa, segir að sláturleyfishafar treysti á að Kína- markaður opnist innan skamms. „Við treystum algjörlega á að af þessu verði. Við vitum að það eru mikil gæði í verkferlum og fram- leiðslu í sláturhúsum og afurða- stöðvum hér á landi, með því betra sem gerist í heiminum. Ég reikna því ekki með öðru en við fáum grænt ljós á þetta og við gerum ráð fyrir því í okkar framtíðarplönum. Ég á von á að eftir þessa heimsókn þeirra, úttekt á sláturhúsunum og sauðfjárbúgreininni sem slíkri, þá gangi þetta allt saman eftir og að heimild fáist til að flytja lambakjöt og sauðfjárafurðir til Kína. Þá líklega mun það hins vegar ekki ganga eft- ir fyrr enn næsta haust, árið 2018, því svona vottun er sjaldnast aftur- virk og slátur tíð nú í haust verður yfirstaðin þegar gengið verður frá þessu.“ Tækifæri á markaðnum Mjög miklir hagsmunir eru í húfi því í Kína eru umtalsverðir markað- ir fyrir lambakjöt og er það vel þekkt vara á Kínamarkaði. Markaðurinn þar er mjög stór og vaxandi, kaup- máttur í Kína hefur farið gríðarlega vaxandi með stækkandi millistétt en einnig er þar markaður fyrir dýr- ar afurðir. „Við sláturleyfishafar höf- um gert rannsóknir á tækifærum á markaðnum og vitum að það væri hægt að markaðssetja þar bæði það sem teljast vera dýrari bitar en sömuleiðis afurðir sem almennt eru ódýrari. Með beinum innflutningi á markaðinn myndum við fá verð sem munar töluvert um í þessum efnum, þetta á bilinu 15 til 20 pró- sent hærra verð.“ Hægt að afsetja ódýrara kjöt Þær lambakjötsbirgðir sem í landinu eru nú saman standa eink- um af ódýrari afurðunum. Hryggir eru nánast uppurnir og læri langt komin. Einkum eru það síður og frampartar sem ekki hafa selst. Ágúst segir að markaður sé fyrir þær afurðir í Kína. „Klárt mál. Við þekkjum að ódýrari hlutar af lamb- inu, síður og hálsar og þess háttar, hafa verið að seljast á Asíumarkaði og eru eftirsótt vara þar. Allt er þetta hluti af lambaskrokknum og þess vegna partur af uppgjöri við sauð- fjárbændur sem slátra hjá okkur. Með því að koma þessum afurðum á Kínamarkað værum við að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn og auka heildartekjumyndunina fyrir þessar afurðir. Það eru hins vegar líka markaðir þarna fyrir bestu bit- ana.“ Jafnvægi þarf að nást En eru sláturleyfishafar, í þessu ljósi, að skjóta sig í fótinn með þessari miklu lækkun á afurðaverði núna í haust? Ef sauðfjárbænd- ur skera verulega niður, fækka fé, bregða jafnvel búi vegna þess, eiga sláturleyfishafar þá ekki á hættu að geta ekki annað eftir spurn á þenn- an markað þegar hann opnast? „Nei, ég held að staðan sé sú að við erum búin að trúa því mjög lengi að þetta sé alveg að fara að gerast, að þessi markaður sé að opnast, það sé bara alveg hand- an við hornið. Í raun á það við um fleiri verkefni sem hafa verið í gangi varðandi markaðssetningu á lambakjöti. Það sem er nýtt núna er að í nýjum sauðfjársamningi eru teknir frá fjármunir í markaðsstarf erlendis, 140 milljónir á ári fyrstu þrjú árin af samningnum. Það munar um það en það tekur tíma að fá ávöxtun þess starfs. Það er það sem við þurfum að gera núna, að draga úr framleiðslunni tímabund- ið og reyna að hafa einhverja stjórn á því hvernig hún dregst saman. Í öðru lagi eigum við að setja aftur á útflutningsskyldu til að jafna stöðu afurðastöðva og bænda til að koma á jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar á okkar mikilvægasta markaði, innanlandsmarkaðnum.“ En hvernig á að vera hægt að setja á útflutningsskyldu, ef ekki eru markaðir til að taka við því kjöti líkt og nú er staðan? „Nei, við erum hins vegar að framleiða 20 prósentum of mikið, eins og komið hefur fram í máli landbúnaðarráðherra og ég tek bara undir það. Innanlandsmarkaðurinn er í dag um 65 prósent af því sem við framleiðum og hefur verið það. Það þýðir að 35 prósent þurfa að fara á erlenda markaði. Af því eru svona 15 prósent sem eru raunhæfur út- flutningur í dag, þar sem er verið að borga hærra verð eða svipað og gerist hér á landi. Það er í sjálfu sér markaður fyrir afganginn en það eru markaðir sem borga mun lægra verð.“ Gæti orðið skortur Hafið þið ekki af því áhyggjur, ef af þessum samdrætti í framleiðslu verður, að hér á heimamarkaðnum, mikilvægasta markaðnum, verði vöntun á vinsælustu bitunum. Það gætu þá verið hryggir og þar með lambafille, svo dæmi séu tekin. Ef af því yrði, er þá ekki hætt við að kall- að yrði eftir innflutningi sem myndi veikja ykkar stöðu á markaði? „Við munum ekki geta staðið í vegi fyrir innflutningi því það er til staðar heimild fyrir slíku. Það er jú alveg viðbúið að ef framleiðsla myndi dragast saman um 20 pró- sent þá gæti orðið erfitt fyrir okkur að ná endum saman með að eiga nægjanlegt magn af slíkum afurð- um.“ n Kínverjarnir koma Von er á kínverskri sendinefnd til landsins til að taka út sauðfjárræktina. Í framhaldinu gætu opnast markaðir í Kína fyrir kindakjöt sem gætu haft verulega jákvæð áhrif fyrir greinina. Kínverjar gætu bjargað sauðfjárbændum n Von á sendinefnd til að taka út kindakjötið n Miklir möguleikar á markaði með sívaxandi millistétt„Við erum hins vegar að framleiða 20 prósent of mikið Ágúst Andrésson Forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga og formaður Landssamtaka sláturleyfis- hafa. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.