Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 29
„Við fylgjum frekar hjartanu“ „Mér fannst hún smellpassa í þennan heim sem við erum að skapa með Sycamore Tree.“ Fylgja bæði hjartanu, láta bara vaða Eftir einn kaffibolla og kalt vatns­ glas á Kex Hostel, tóku þau Ágústa Eva og Gunni ákvörðun um að skella sér saman í þetta verkefni. „Þá hafði ég fengið grunninn að laginu My heart beats for you og Full of love. Seinna lagið er reynd­ ar ekki komið út en það verður á plötunni,“ segir Ágústa og Gunni skýtur því inn að hann hafi alveg sannfærst þegar hann heyrði hana syngja My heart beats for you. „Það þurfti ekki að hugsa meira um þetta.“ Gunni Hilmars­ son hefur hingað til verið betur þekktur sem fatahönnuður en tónlistar­ maður, en hann er þó enginn nýgræðingur í tónlist. „Ég fékk fyrsta bassann minn þegar ég var 12 ára og hef spilað síðan. Svo eignaðist ég gítar tveimur árum síðar og hef í raun spilað daglega alla tíð. Að setjast niður og spila á hljóðfæri er mín hugleiðsla og slökun. Það var bara tímaspursmál hvenær ég færi á fullu í tónlistina. Þetta hefur verið minn draumur síðan ég var unglingur og það er aldrei of seint að láta draumana sína rætast,“ segir Gunni. „Fólk á að fylgja hjartanu og láta vaða. Hver veit hvað gerist. Aldrei hætta. Fyrir mér var heldur ekki hægt að finna betri „partner“ en Ágústu Evu. Hún fylgir líka hjartanu í því sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Ekki mikill munur á því að skapa fatalínu eða semja tónlist Gunni segir að það sé ekki gríðarlega mikill munur á því að skapa fatalínu og semja tónlist. Þetta sé að mörgu leyti sama ferlið, frá hugmynd, stefi og stemningu eða einhverju sem kemur sköpuninni af stað. Síðan taki við brot­ hætt ferli þar sem margt fari saman og margt geti líka farið úr­ skeiðis. „Frá hugmynd að tilbúnu lagi eða fatalínu eru þúsund skref. Að auki er öll upplifun tónlistar í dag ekki bara upplifun hljóðsins heldur einnig heildarmyndin í kring. Myndirnar og allt sem áheyr­ andinn og áhorfandinn upplifir þarf að „tóna“ saman við tónlistina þannig að úr verði heill­ andi heimur sem talar til hans,“ segir Gunni. „Við nostrum við þetta allt saman. Frá hljóði til myndar. Samspil tónlistar og tísku er mjög náið og hefur lengi verið. Hönnuðir stórra tískuhúsa á borð við Dior, Saint Laurent, Gucci og fleiri upplifa tónlistarfólk og listarmenn sem þeirra innblástur.“ Innblásturinn kemur frá klárum tónlistarkonum Spurður að því hvaða áhrif væru helst ríkjandi í tónlistar­ heimi hans segir Gunni að grunn­ hugmyndin að heimi Sycamore Tree hafi verið ákveðin kreðsa af tónlistarkonum. „Klárar konur sem nálgast tónlistina af einlægni og segja sögur. Konur eins og Carla Bruni, Lucy Rose, Lisa Ekdahl, Joni Mitchell. Einnig íslenskar konur eins og til dæmis Ragnheiður Grön­ dal. Þegar við Ágústa komum saman þá verður til eitthvað sem er bara Sycamore Tree og við getum ekki útskýrt það. Það verða aðrir að sjá um,“ segir Gunni, fær sér vænan sopa af sódavatni, skrúfar tappann á flöskuna og horfir svolítið dreym­ inn út um gluggann. Elskar jóðl og falskan söng en þolir ekki ABBA og Bítlana En hvaða tónlist heillar þau Ágústu Evu og Gunna? Hlusta þau á hvað sem er eða er eitthvað sem þau hryllir við? Gunni þarf ekki að hugsa sig tvisvar um. „Þungarokk og Queen. Bara alls ekki takk,“ segir hann ákveðið en Ágústa er ekki eins fljót að svara. „Ég hef gaman af ótrú­ legustu tónlist,“ segir hún. „Ég hlusta á allt frá frá Philip Glass, sem er eitt tormeltasta klassíska tónskáld tuttugustu aldar, jóðl og illa spilaða tónlist. Svo hef ég sérstaklega mikið dálæti á mjög fölskum söng. En það er tvennt sem ég ekki þoli og það eru annars vegar ABBA og hins vegar Bítlarnir. Svo fer sum söngleikjatónlist alveg rakleiðis niður í kokið á mér. Nei, eiginlega bara söngleikir yfirhöfuð. Mér finnst þeir eiginlega allir hræði­ legir.“ Hlynurinn og andans menn í Hveragerði En hvaðan kemur nafn hljómsveitarinnar? Af hverju „sycamore“ eða hlynur, hlyns­ tré? „Blöðin af hlynstrénu eru ævafornt tákn ástarinnar hjá ýmsum þjóðflokkum og þjóð­ um. Til dæmis indjánum og Japönum,“ útskýrir Ágústa sem býr í Hveragerði innan um mik­ inn gróður og skrúð. „Ég er með stóran hlyn í garðinum mínum og skuggamyndir laufanna leika um suðurvegg hússins þegar sólin skín. Þessar dansandi skugga­ myndir frá trénu eru einmitt mín fyrsta minning frá því ég lá í vöggu í eftirmiðdagskyrrðinni „Þeir spókuðu sig spari- klæddir en þó al- þýðlegir, innan um hveri og dansandi regnboga. Andans menn á borð við Kristján frá Djúpa- læk, Kristmann Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum. Aldrei of seint „Þetta hefur verið minn draumur síðan ég var unglingur og það er aldrei of seint að láta draumana sína rætast.“ Mynd Saga Sig Komin sjö mánuði á leið Haustið 2017 verður gjöfult fyrir Ágústu Evu sem á von á lítilli stelpu í nóvember. Mynd Saga Sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.