Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 12
12 Helgarblað 1. september 2017fréttir U m helgina hefst Heimsbikar­ mótið í skák í allri sinni dýrð í Tíblisi, höfuðborg Georgíu. Um er að ræða einn allra stærsta skákviðburð ársins þar sem fremstu skákmenn heims freista þess að gera atlögu að heimsmeist­ aratitli norska snillingsins Magnus Carlsen. Það sem vekur sérstaka athygli er að Magnus sjálfur mun taka þátt í mótinu, sem er einstakt í skáksögunni. Norski heimsmeist­ arinn leit einfaldlega á það sem mikla áskorun að taka þátt í mótinu og ekki skemmdi mikið verðlauna­ fé fyrir. En á Íslandi fellur þátttaka heimsmeistarans í skuggann af enn stærri fréttum. Í fyrsta skipti í sautján ár vann íslenskur skák­ meistari sér rétt til þátttöku og því er óhætt að fullyrða að íslensk­ ir skákáhugamenn bíði þess í of­ væni að keppnin hefjist. Það er enginn annar en „áhugamaður­ inn“ og stórmeistarinn Jóhann Hjartarson sem mun tefla í Tí­ blisi. Hann vann sér inn þátttöku­ rétt með því að bera sigur úr být­ um á Norðurlandameistaramótinu í skák í sumar. Jóhann tók sér tæp­ lega tveggja áratuga frí frá keppni atvinnumanna í skák en hefur undanfarin ár dustað rykið af tafl­ borðinu og byrjað að tefla á einu og einu móti. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Jóhann, sem er 54 ára gamall, verður elstur kepp­ enda í Tíblisi og líklega sá eini sem lítur á sig sem áhugamann. Blóðug útsláttarkeppni Það sem gerir mótið í Tíblisi sér­ staklega skemmtilegt er sú stað­ reynd að um útsláttarkeppni er að ræða en slík mót eru ekki algeng meðal atvinnuskákmanna. Alls munu 128 skákmenn hefja leik og andstæðingur Jóhanns í fyrstu um­ ferð er tékkneski ofurstórmeist­ arinn David Navara. Þeir munu tefla tvær skákir, hvora með sínum litnum, og mun sigurvegarinn fara áfram í aðra umferð. Ef jafnt verð­ ur eftir skákirnar tvær verða tefldar hraðskákir til þess að skera úr um sigur. Sá sem tapar fer heim í næsta flugi en sigurvegarinn fer áfram í 64­manna úrslit og síðan heldur baráttan áfram þar til tveir skák­ menn tefla til úrslita. Mótið verður í hávegum haft á helstu skákfjöl­ miðlum heimsins og má búast við því að hver einasti leikur Jóhanns verði sendur út í beinni útsendingu á fjölmörgum netsíðum. Sannköll­ uð veisla fyrir íslenska skákáhuga­ menn. Fékk að upplifa nokkur góð ár Einn einstaklingur verður þó eflaust spenntari en aðrir, sonur Jóhanns, píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jó­ hannsson, sem hefur getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitar­ innar Hjaltín. Í ljósi afreka föður­ ins kemur ekki á óvart að Hjörtur sé mikill skákáhugamaður. Hann er fæddur árið 1987 og var því aðeins eins árs gamall þegar Jóhann var að vinna sitt stærsta afrek, að knésetja Viktor „hinn grimma“ Korchnoi í áskorendaeinvígi árið 1988. „Ég náði nokkrum góðum árum í að fylgjast með föður mínum í fremstu röð. Hann hætti að tefla um ára­ mótin 1997–1998 en þá var hann í kringum 40. sæti heimslistans. Ég var þá byrjaður að tefla og kominn með mikinn áhuga á skák. Á þess­ um tíma var ég mjög meðvitaður um árangur hans og mjög stoltur. Ég gerði mér samt ekki grein fyrir því hversu gríðarlega sterkur hann var á þessum tímapunkti, þegar hann leggur Korchnoi að velli, fyrr en ég fann gamla úrklippubók hjá ömmu. Þar voru allar fréttir af ein­ víginu klipptar út og settar snyrti­ lega í bókina. Þá sá ég að þjóðfélag­ ið hafði gjörsamlega farið á hliðina á þessum tíma, nánast eins og þegar landslið í boltaíþróttum gerir góða hluti nú á dögum,“ segir Hjörtur. Hann vill þó meina að afrek föð­ ur síns hafi gert það að verkum að hann hafi fljótlega ákveðið að finna sér annan vettvang fyrir hæfileika sína en skáklistina. „Ég get alveg upplýst að það gat verið þreytandi þegar maður var að tefla sjálfur að allir vissu hver pabbi manns var. Margir voru fljótir að benda á þá staðreynd, sem stendur að ég held óhögguð, að barn stórmeistara hef­ ur aldrei orðið stórmeistari. Á hinn bóginn gaf þetta mér líka forskot því ég gat borðið skákirnar mín­ ar undir föður minn og hafði auð­ vitað aðgang að einu stærsta skák­ bókasafni landsins. Hvort ég hafi nýtt það forskot vel er önnur saga,“ segir Hjörtur kíminn. Kitlaði í fingurna Eins og áður segir þá hætti Jó­ hann atvinnumennsku í skák fyrir um tveimur áratugum en að sögn­ Hjartar hefur hann fylgst nokkuð vel með af hliðarlínunni og teflt sér til gamans. „Já, hann hefur alltaf fylgst vel með. Þá er hann meðlimur í skákklúbbi sem hittist mánaðar lega auk þess sem hann teflir nokkrar skákir á ári í Íslandsmóti skákfélags­ ins. Þá hefur hann haldið góðu sam­ bandi við gamla kollega, íslenska og erlenda,“ segir Hjörtur. Þegar atvinnumannsferlinum lauk einbeitti Jóhann sér að lög­ fræði og hefur um árabil verið lög­ fræðingur hjá Íslenskri erfðagrein­ ingu. Hann sinnir því starfi að sjálfsögðu enn og hefur mætt mikl­ um skilningi hjá vinnuveitandan­ um varðandi aukna taflmennsku. „Ég held að það hafi alltaf blundað í pabba að byrja aftur að tefla af ein­ hverri alvöru. Út af önnum þá hef­ ur það þó aðeins verið raunhæfur möguleiki á síðustu árum. Hann kitlaði í fingurna að stíga aftur inn á skáksviðið,“ segir Hjörtur. Erfið endurkoma Segja má að endurkoma Jóhanns hafi hafist með þátttöku í Íslands­ mótinu 2015 þar sem tólf sterkustu skákmenn þjóðarinnar öttu kappi. Árangur Jóhanns olli vonbrigðum en hann endaði í 10. sæti móts­ ins. Það er hins vegar ekki í hans eðli að gefast upp. Ári síðar mætti hann aftur til leiks á sama móti og landaði Íslandsmeistaratitlinum. „Ég held að árangurinn á Íslands­ mótinu 2015 hafi að mörgu leyti verið eðlilegur í ljósi þess að pabbi var ryðgaður. Hann tók vonbrigð­ um með stóískri ró, eins og hann gerir reyndar alltaf þegar hann þarf að takast á við ósigur. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina er besta leiðin að svara fyrir sig við borðið og það er það sem hann gerði. Það hefur alltaf einkennt hann, að ef hann fær slæma stöðu eða tapar illa þá lætur hann það ekki á sig fá heldur bítur í skjaldarrendur og lætur verkin tala. Hann sýnir aldrei neina reiði­ tilburði þegar hann tapar, hvort sem er við skákborðið eða utan þess,“ segir Hjörtur. „Þetta hefur verið algjör fyrir okkur“ Að hans sögn er nánasta fjölskylda Jóhanns himinlifandi með endur­ komu hans við skákborðið. „Þetta hefur verið algjör veisla fyrir okkur, ekki síst fyrir mig sem er eini með­ limur fjölskyldunnar, að föður mín­ um undanskildum, sem teflir að einhverju ráði. Þetta hefur reynd­ ar, ásamt öðru, stuðlað að því að ég er kominn með bullandi skákbakt­ eríu aftur. Það spillti síðan ekki fyrir að ég og Ingrid, unnusta mín, eign­ uðumst dótturina Kristínu Jónu í sömu viku og pabbi varð Íslands­ meistari í fyrra. Júní 2016 var því mjög eftirminnilegur mánuður fyr­ ir okkur svo ekki sé meira sagt,“ seg­ ir Hjörtur og kveðst mjög spenntur fyrir mótinu í Tíblisi. Hann er þó raunsær varð­ andi möguleika föður síns. „Lík­ urnar á sigri Navara eru auðvitað meiri. Hann er gríðarlega sterkur skákmaður, atvinnumaður fram í fingurgóma og á besta aldri. Nýlega vann hann sigur á sjálfum Gary Kasparov í atskák, þó að það hafi nú verið ótrúlegt klúður hjá goð­ sögninni. Hann er einfaldlega einn allra sterkasti skákmaður heims. Hins vegar ætla ég alls ekki að af­ skrifa pabba, hann hefur engu að tapa, hefur reynsluna og á góðum degi getur hann orðið hvaða and­ stæðingi sem er óþægur ljár í þúfu,“ segir Hjörtur. Hann segir að undirbúningur föður síns hafi verið tiltölulega ró­ legur. „Hann tók sér gott sumarfrí, auk þess sem hann hefur verið við vinnu síðustu daga. Ég veit þó að hann er að grúska bak við tjöldin og mun setja meiri kraft í undir­ búninginn síðustu dagana fyrir einvígið,“ segir Hjörtur. n „Ég ætla alls ekki að afskrifa pabba“ nJóhann Hjartarson á kunnuglegum slóðum n Teflir á Heimsbikarmóti í Georgíu Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hæst náð 14. sæti á heimslistanum Tékkneski ofurstórmeistarinn David Navara er fæddur árið 1985. Hann státar af 2.720 skákstigum sem skilar honum í 33. sæti heimslistans í skák. Hæst hefur hann komist í 14. sætið, fyrir tveimur árum. Navara hefur margsinnis heimsótt Ísland til að taka þátt í Alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu og er afar ánægður með land og þjóð. Hann er aufúsugestur hérlendis enda varla til alúðlegri heiðurs- maður en David Navara. Um helgina verð- ur hann þó tímabundinn óvinur íslenskra skákáhugamanna. „Ég held að það hafi alltaf blundað í pabba að byrja aftur að tefla af einhverri alvöru. Út af önnum þá hefur það þó aðeins verið raun- hæfur möguleiki á síð- ustu árum. Hann kitlaði í fingurna að stíga aftur inn á skáksviðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.