Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 1. september 2017 Vinsælast á Spotify 31. águst 2017 Metsölulisti Eymundsson Vikuna 23.–29. ágúst. 1 Með lífið að veði - Yeonmi Park 2 Afætur - Jussi Adler-Olsen 3 Sagas Of The Icelanders 4 Týndu stúlkurnar - Angela Marsons 5 Nornin - Camilla Läckberg 6 Iceland In a Bag - Ýmsir höfundar 7 UTN Office 2016 - Jóhanna Geirsdóttir og Sólveig Friðriksdóttir 8 Iceland Small World - Sigurgeir Sigurjónsson 9 Hulduheimar 2: Dalur einhyrninganna - Rosie Banks 10 Hulduheimar 1: Álagahöllin - Rosie Banks Vinsælast í bíó Helgina 25.–27. ágúst. 1 Emojimyndin 2 The Hitman's Bodyguard 3 Everything, Everything 4 Despicable Me 3 (Aulinn ég 3) 5 Kidnap 6 Annabelle: Creation 7 Dunkirk 8 Logan Lucky 9 Spider-man: Homecoming 10 The Glass Castle 1 Ég vil það – Chase og JóiPé 2 Leika – Floni 3 Geri ekki neitt – Aron Can og Unnsteinn 4 Friends – Justin Bieber (með BloodPop) 5 Joey Cypher – Joey Christ, Aron Can, Birnir og Herra Hnetusmjör 6 Jocelyn Flores - XXXtentacion 7 Unforgettable – French Montana með Swae Lee 8 Feels – Calvin Harris með Pharrell Williams, Katy Perry og Big Sean 9 Despacito - Remix – Luis Fonsi og Daddy Yankee með Justin Bieber 10 Fullir vasar – Aron Can Sýningin Konur og krínólín er engin venjuleg tísku- sýning. Að henni stendur hópurinn Leikhúslistakonur 50+ en þessi margumrædda sýning hefur aðeins farið á fjalirnar einu sinni – í Iðnó á þjóðhátíðar- daginn 2017. Ragnheiður Eiríksdóttir ákvað að hitta tvær konur úr hinu litríka leikfélagi og fá að heyra allt um tilurð sýningarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir sat með kaffibolla og beyglu á Kaffitári þegar blaða- mann bar að garði. Konur og Krínólín n leikhúslistakonur 50+ með yfirlitssýningu í Iðnó um konur og kvenfatnað M agga Rósa, sem rak Iðnó í hátt í tvo áratugi, var alltaf að leita að atriðum sem hæfðu húsinu og þekkir auðvitað ógrynni af fólki. Í gegnum hana hafa fjölbreyttir hópar kom- ið að starfi hússins, meðal annars stór hópur leikhúslistakvenna sem eru í fullu fjöri þótt þær hafi náð þessum virðulega aldri 50+. Þarna kraumaði einhver spennandi kemistría og árið 2014 byrjuðum við að hittast reglulega. Fyrst var þetta óformlegt spjall en við höfð- um þann háttinn á að ein úr hópn- um sagði frá sér og starfsævi sinni hverju sinni. Það er bitur sannleik- ur að konur detta talsvert úr starfi í leikhúsi, svo þótt við þekktumst innbyrðis vissum við ekki hvað hver og ein hafði verið að bralla í seinni tíð. Svo kom þetta af sjálfu sér – varð svo fallega organískt.“ Upprunalegi hópurinn lét orðið berast og fleiri sviðslistakon- ur slógust í hópinn. „Núna erum við formlegt félag, með stjórn og lög og hvað eina. Við erum konur úr öllum lögum sviðslistanna – breiður og sterkur hópur. Við höf- um sett ýmislegt á svið – leiklestra, ljóðadagskrár og sett upp smærri leikverk. Hver uppsetning veltur á því hverjar eru lausar þá og þegar, og hverjar hafa áhuga á að koma á svið í Iðnó.“ Spuni heldri kvenna Helga Björnsson tískuhönnuður er ein félagskvenna, enda hefur hún unnið talsvert við búningahönnun í leikhúsi. Hjá henni kviknaði hug- mynd um að setja á svið eitthvað sem tengdist konum og tísku. „Edda Björgvins fór að vinna með henni og kemistrían á milli þeirra varð að hugmynd um yfirlits- sýningu um konur og kvenfatn- að í gegnum tíðina. Við könnuð- um hvaða konur innan hópsins hefðu tíma og áhuga og úr varð að 20 sviðslistakonur unnu saman að verkinu þegar allt er talið.“ Sýningin Konur og krínólín fór á svið í Iðnó á 17. júní sem hluti af hátíðarhöldum Reykjavíkur- borgar og óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn. Áhorfend- ur eru leiddir á litríkan og fjörugan hátt gegnum áratugina frá 1890 til 1990. „Helga kom með sitt stórkost- lega búninga- og skartgripasafn í Iðnó, og fékk með í liðið flottasta „dresser“ og saumakonu Þjóð- leikhússins. Fljótlega fórum við að vinna verkið í spuna – við erum svona Improv Ísland eldri deild! Úr þessu varð 45 mínútna löng sýn- ing sem spannar kventísku gegn- um aldirnar. Við ákváðum að fara ekki lengra en út níunda áratuginn – enda var eitístískan toppurinn á tilverunni og lítið hefur gerst síð- an þá.“ Nú kemur Vilborg Halldórs- dóttir aðvífandi, fersk og hress eft- ir hestaflutninga. Hún bendir okk- ur góðfúslega á að sólin skíni úti og hitinn sé í 17 stigum. Við ákveð- um að setjast út og halda spjallinu áfram. Töfrum líkast „Edda Björgvins er límið í sýn- ingunni,“ segir Kolbrún. „Hún semur allan textann og leggur til húmorinn og framvinduna. Að auki tók hún að sér leikstjórnar- hlutverkið. Ásdís Magnúsdóttir ballerína er kóreógrafinn, og Elín Edda Árnadóttir tók að sér að skreyta sviðið. Þetta eru bara örfá- ar af þessum frábæra hóp þar sem allar leggja eitthvað til.“ Vilborg vill kalla Konur og krínólín tískuuppistand, „eða ein- hvers konar karnival. Það er svo mikil gleði og skemmtun í sýn- ingunni, og Edda er auðvitað stór- kostleg sem sögumaðurinn. Hún er okkar besta gamanleikkona og einn besti uppistandari sem þjóð- in hefur átt. Maður finnur hvernig stemningin breytist þegar farið er í gegnum tímabilin, þegar maður skiptir um föt og um leið breytist tónlistin og hreyfingarnar. Svo er maður bara að pissa á sig af hlátri allan tímann!“ Vilborg leggur áherslu á að vinnan með hópnum sé dásam- leg og nefnir sérstaklega Helgu Björnsson. „Hvernig hún tíndi spjarir smám saman á okkur á æf- ingum og maður stóð skyndilega uppi eins og listaverk. Í tísku skipt- ir máli að vera með góðan smekk og hún hefur hann sannarlega.“ Kolbrún samsinnir þessu og lýsir því hvernig saumakonurnar og „dresserarnir“ frömdu ýmsa galdra til að láta fötin passa á lík- ama leikkvennanna. „Ég fór til að mynda í allt of stóran rauðan pall- íettukjól, alveg dragsíðan. Svo setur hún Ingveldur einhverjar teygjur á þrjá staði og allt í einu smellpassar hann á mig.“ Konur, korsett og andardráttur Talið berst að því hvernig tíska á ólíkum tímum hefur áhrif á líf kvenna og getur falið í sér póli- tíska merkingu. „Já, það var merkilegt með tímann þegar konur voru í stífum Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Við erum flottar og háværar og dönsum og erum í frá- bæru formi. Það er í það minnsta ekki hægt annað en að taka eftir okkur. Edda Björgvinsdóttir Semur textann og leggur til húmorinn og framvinduna. myndiR LaufEy ELíaSdóTTiR Kolbrún Halldórsdóttir Tekur sig vel út í rauðum pallíettukjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.