Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 1. september 2017 Er ekki óþægilegt að eiga ekki jörðina sem þið búið á, að eiga ekki framleiðslutækin? „Almennt getur það verið óþægileg staða fyrir fólk að vera leiguliðar. Tilvera þín veltur dá­ lítið mikið á geðþótta landeiganda hverju sinni. Í okkar tilliti var landeigandinn fullorðinn maður sem var þeirrar skoðunar að þyki mönnum vænt um sína sveit þá hljóti þeir að vilja að í henni sé rekinn búskapur. Hann bauð okkur því að kaupa reksturinn og hefur reynst okkur mjög vel. Þetta er félagshyggja í verki.“ Greinin verður að standa undir sér Ungt fólk sem er að fara út í sauð- fjárbúskap virðist í miklum mæli vera að koma inn í greinina af ein- hverri hugsjón, af áhuga og vilja en stundum nærri því gegn betri vit- und því afkoman úr greininni hef- ur ekki verið merkileg, þótt staðan nú sé auðvitað sérlega slæm. Getur þetta gengið til lengdar, getur það gengið að það sé af hugsjón sem fólk fer í sauðfjárbúskap en þarf svo að kljúfa fjárhagslegu hliðina með botnlausri aukavinnu? „Í okkar tilfelli komum við inn í greinina á nokkuð góðum tíma, hún var að rísa þá. En nei, þetta gengur ekki til lengdar. Greinin þarf að standa undir sér sem slík, fólk verður að geta borgað sér laun og lifað á rekstrinum. Hins vegar er maður kannski til í að leggja eilítið meira á sig til að vera í skemmti­ legri vinnu. En maður verður auð­ vitað að geta borgað skuldir sínar, átt fyrir salti í grautinn og svo fram­ vegis. Ég held að nútímafólk vilji fá meiri frítíma en var, kannski erum við bændur eilítið gamaldags að því leyti. En ég finn það nú eftir því sem börnin eldast þá verður mað­ ur að geta leyft þeim slíkt líka. Það verður hins vegar að hugsa sauð­ fjárræktina sem alvöru atvinnu­ grein sem gefur mannsæmandi tekjur.“ Er þá komið að þeim tíma- punkti núna að það verði að gera eitthvað til að svo geti orðið? „Það þarf að fara mjög vand­ lega yfir það hvernig hið opinbera ætlar að horfa til þessara hluta. Ég er sannfærð um að það hefði verið hægt að grípa inn í og koma í veg fyrir það mikla tjón sem staðan nú veldur, það hefði verði hægt. En það var ekkert gert og enginn skilningur mætti okkur í stjórn­ kerfinu. Alls staðar í löndunum í kringum okkur hefði verið brugð­ ist við. Sauðfjárræktin hefur færst frá því að vera mjög miðstýrð yfir í að vera mjög markaðsvædd. Þess vegna þykir mér rosalega hart að ríkisvaldið sé ekki tilbúið að grípa inn í þegar ytri aðstæður valda því að forsendubrestur verður í at­ vinnugreininni. Þegar markaðir lokast, Rússland og Noregur, og þegar krónan stendur jafn sterk og raun ber vitni, þá eru það auðvit­ að aðstæður sem við höfum engin tök á að stýra eða hafa áhrif á. Við getum ekki farið til Pútíns og skip­ að honum að virða mannréttindi og hætta að hernema landsvæði.“ Vilja að ríkið grípi inn í En hvað hefði hið opinbera þá átt að gera? „Við fórum fram á ákveðin inn­ grip í markaðinn. Við fórum fram á að sett yrði á útflutningsskylda, að afurðastöðvarnar yrðu skyldað­ ar til að flytja út ákveðið magn af kjöti. Í löndunum í kringum okkur eru til ákveðin sveiflujöfnunartæki og þetta er bara eitt slíkt og hefði ekki kostað ríkið neitt. Önnur leið hefði verið að kaupa upp afurðir á markaði og það hefði til dæmis örugglega verið gert í Evrópusam­ bandinu og í Bandaríkjunum, um slíkt eru mörg dæmi. Mér þótti út­ flutningsskyldan raunhæfari leið en því miður þá gerðist bara ekki neitt. Mér finnst þetta hart, við erum með mörg lítil fjölskyldu­ fyrirtæki um allt land sem byggja á sauðfjárræktinni en á sama tíma byggja landið.“ Útflutningsskyldu já, en á hvaða markaði? Er það ekki vandamálið að ekki eru til staðar markaðir erlendis sem eru opnir fyrir íslenskar sauð­ fjárafurðir? Hvert eiga sláturleyfis­ hafar að afsetja þá? Er þetta ekki svolítið ódýrt tal? „Þótt vanda­ mál sauðfjárræktarinnar sé tengt forsendubresti á útflutningsmörk­ uðum þá höfum við samt sem áður komið okkur fyrir á mörk­ uðum sem greiða vel, þrátt fyrir óhagstætt gengi og almenn verð­ fall. Við þurfum að stækka hlut­ deild okkar í slíkum mörkuðum og fjölga þeim. Slík markaðssetn­ ing er þolinmæðisverk. Afurða­ stöðvarnar hefðu þurft að finna út úr því. Þetta hefði ekki tekið af okkur allt höggið, það er ljóst, en ástandið eins og það er núna er að þrýsta öllu verði niður fyrir það sem við getum staðið undir í fram­ leiðslukostnaði, átökin á milli af­ urðastöðvanna á markaði eru slík. Verð er komið niður fyrir allt vit­ rænt.“ Framleiðslan er of mikil Þótt sauðfjárræktin sé orðin mjög markaðsvædd og ekki miklar hömlur á framleiðslunni þá lifa sauðfjárbændur og greinin auð- vitað líka á ríkisstuðningi. Er þetta kerfi sjálfbært, að bændur kaupi sér greiðslumark til að fá ríkisstyrk en sá stuðningur hafi samt sára- lítil áhrif á hvernig framleiðslunni er háttað? „Sjálfbær og ekki sjálfbær, ég veit það ekki alveg. Sauðfjár ræktin hefur á síðustu árum þróast yfir í að vera mjög samkeppnis hæf á mörkuðum erlendis, en nú erum við að bíta úr nálinni með það að við höfum of mikið treyst á að koma afurðum út á svona afsetn­ ingarmarkaði. Þeir markaðir þar sem við höfum verið að koma gæðavörunni okkar út á standa hins vegar sterkir, þeir eru að skila ágætri framlegð í dag. Allt of stór hluti er hins vegar að fara á afsetn­ ingarmarkaði sem síðan bregðast og það getur ekki gengið.“ Er ekki staðan sú að hryggir séu nálega búnir á landinu, lítið að verða eftir af lærum og það sem er til í birgðum er fyrst og fremst frampartar og síður. Það er ekki vara sem Íslendingar sækja mikið í eða kaupa dýrum dómum? „Nei, staðan er sú að það eru kannski ekki óskaplega miklar birgðir í landinu, en staðreyndin er að allt of mikið magn hefur ver­ ið selt með tapi og meðal annars þessar vörur.“ En er þetta ekki ósköp einfalt; framleiðslan er einfaldlega of mikil? „Jú, í þessu ástandi, þegar þess­ ir markaðir lokast. Þegar þeir voru opnir stóðu þeir undir þessari framleiðslu og verð var ásættan­ legt. Þegar þeir lokast þá er fram­ leiðslan auðvitað of mikil.“ En þarf ekki að draga saman í framleiðslunni til langframa? „Jú, og við höfum sagt að svo sé. Við viljum fara í aðgerðir til þess að gefa bændum útleið sam­ hliða því að tekið verði á stöðunni á markaði og hann réttur af. Hinn frjálsi markaður er ágætur en svona gegndarlaus frjálshyggja, að það megi ekki grípa inn í þegar svona kemur upp á, mér finnst það ekki sanngjarnt.“ Hrun hefði áhrif á landsbyggðina alla Ef hrun yrði í greininni, þá hefði það ekki bara áhrif á sauðfjár- bændur heldur á heilu byggðirnar um land allt, ekki satt? „Jú, og við höfum bent á að það eru mörg samfélög sem treysta á sauðfjárræktina sem atvinnu­ grein. Á meira en öðru hverju lög­ býli sem eru í byggð er stunduð sauðfjárrækt, mismikil auðvitað og það eru ekki allir sem hafa þetta að fullri atvinnu, en þetta er ofboðs­ lega mikilvægur partur af atvinnu í dreifbýli og mikilvægur partur af samfélögum. Í sumum sveitum er það þannig að fari ein eða tvær fjöl­ skyldur þá getur það haft dómínó­ áhrif. En við vonum auðvitað að svo fari ekki og ég hef mikla trú á bændum, að þeir standi af sér þrengingar. Við hefðum bara viljað ná fram meiri skilningi á því hvern­ ig ástandið er, við höfum verið að benda á það í allt sumar. Það er vissulega von á einhverjum tillög­ um frá ráðherra en ég sé mjög eftir þeim tíma sem verið hefur sóað.“ 56 prósenta tekjuskerðing Hvað þýðir staðan sem uppi er fyrir venjulegan sauðfjárbónda? „Staðan er sú að sauðfjár­ bændur sjá fram á 56 prósenta tekjuskerðingu á þessu ári. Þeir eru búnir að leggja út allan kostn­ að fyrir löngu, lömbin eru á fjalli og fara í slátrun á næstu vikum, og þessi tekjuskerðing verður hvergi brúuð nema af launaliðnum. Stór hluti bænda verður því launalaus ef ekkert verður að gert. En ekki nóg með það, framleiðsla næsta hausts er hafin. Bændur hafa borið á áburð og aflað heyja fyrir næsta vetur nú þegar og því er búið að leggja út fyrir meginhluta kostnaðarins fyrir haustið 2018. Framleiðsluferlarnir eru langir og það er ekki hægt að skrúfa fyrir eða frá eins og með krana í þessum efnum. Þar að auki ert menn með heimilið, jörðina og oftast kennitöluna undir, auk þess sem þetta hefur áhrif á samfélög­ in. Svæðið frá Eyjafjöllum, austur um og raunar allt í Þingeyjar­ sýslur, víða á Norðvesturlandi og Vestfjörðum, þar byggist búskap­ ur fyrst og fremst upp á sauðfjár­ búskap.“ Mjög þungt í fólki Þegar afurðastöðvarnar birtu af- urðaverð fyrir haustið, allt að 36 prósenta lækkun, hver urðu við- brögðin? Bjuggust menn ekki við að lækkunin yrði svona gríðarlega skörp? „Nei, þetta var gríðarlegt áfall og ég skynjaði bara doða hjá bændum fyrsta kastið. Þetta er bara skelfilegt og það er mjög þungt hljóð í fólki.“ Það hefur heyrst að öflugir bændur hyggist slátra öllu sínu fé og hætta. Er það tilfellið, eru bændur að fara að bregða búi í unnvörpum? „Ég er ekki með heildaryfirsýn yfir það og ég held nú að menn séu að meta stöðuna og vilji sjá hvað komi út úr viðræðum við ríkis valdið. En það er auðvitað búið að bíða þess lengi.“ En er einhver tími? Bændur eru þegar farnir að slátra og taka ákvarðanir, haust­ verk eru að hellast yfir. Næst þetta? „Þetta er auðvitað orðið allt of seint, svo ergilegt sem það er. Stjórnvöld voru, og eru, eini aðilinn sem gat komið að málinu og gripið inn í þetta. Við hefðum auðvitað viljað sjá afurðastöðv­ arnar taka meiri hluta af högginu á sig en þar á bæ halda menn því fram að þeir séu komnir á enda­ stöð, þær hafi verið reknar með tapi undanfarin ár. Mér finnst samt einhvern veginn að þær ættu, í það minnsta sumar hverjar, að sýna svona aðeins meiri samfé­ lagslega ábyrgð.“ Afurðastöðvar eiga að sýna samfélagslega ábyrgð Það eru afurðastöðvar starfandi hér á landi sem eru hluti af miklu stærri fyrirtækjarekstri. SS er til að mynda stórt innflutningsfyrir- tæki og heildsala, og samvinnu- félagið Kaupfélag Skagfirðinga er eitt stærsta fyrirtæki landsins, með sjávarútveg undir, verslun og þjón- ustu auk slátrunar, kjötvinnslu og sölu. Er eitthvað óeðlilegt við að slík fyrirtæki færi tímabundið fjár- muni milli rekstrareininga til að milda svona högg? „Það þykir mér einmitt ekki, það er bara svoleiðis. Sauðfjár­ slátrun hefur áður skilað þeim tekjum og mér finnst að til þess beri að líta. Þetta eru fyrirtæki sem skipta samfélög miklu máli, og bændur skipta þau miklu máli á móti. Það má vera að þau hafi gert þetta í einhverjum mæli, ég veit það ekki, en mér þætti mjög eðli­ legt að þau tækju ábyrgð í þessari stöðu.“ n „Það verður hins vegar að hugsa sauðfjárræktina sem alvöru atvinnugrein sem gefur mannsæmandi tekjur. Þarf að draga saman í greininni Oddný Steina segir að það þurfi að draga saman í sauðfjárræktinni. Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.