Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 26
Hátíð fyrir karla sem fíla aðra karla Bústnir bangsar, úlfamenn og otrar gleðjast saman þrettánda árið í röð Innan menningarheims samkynhneigðra karlmanna leynast margar forvitnilegar undirsenur. Ein þeirra, bangsasenan, dregur nafn sitt af bangsalegu útliti þeirra sem hrundu henni af stað á áttunda áratug síðustu aldar en bangsasenan rúmar í dag fjölbreyttan hóp karlmanna sem leggur áherslu skemmtilega samveru þar sem öllum sé sýnd virðing óháð útliti og að allir fái að vera þeir sjálfir, án aðfinnslu. Myndir Pall Gudjonsson Á sjötta áratug síðustu aldar í San Fransisco var þetta gælunafn hins vegar notað yfir alla karlmenn sem voru þaktir líkamshárum umfram það sem gengur og gerist svona almennt. Bangsasenan hefur stækkað mikið á undanförnum áratugum og bangsarnir njóta þess að hittast út af fyrir sig á hvers konar bangsa- mótum og hátíðum víðsvegar um heiminn. Íslendingar kannast til dæmis margir við Sitges Bear Week á Spáni þar sem um þrjú til fjögur þúsund bangsar og vinir þeirra koma saman ár hvert. Frá árinu 2005 hefur Frosti nokkur Jónsson haldið bangsahátíð hér á landi með mjög góðum ár- angri. Hátíðina kallar hann „Bears on Ice“ eða Birnir á klaka. Í gær var flautað til leiks í þrettándu Bears on Ice hátíðina. Hún hófst á Petersen svítunni og lýkur með dögurði á sunnudag en þess á milli verður djammað föstudag og laugardag og landið skoðað. Til dæmis ætla strákarnir að skella sér í Bláa lónið og skoða Gullfoss og Geysi en hápunktur- inn er dansleikurinn sem fer fram í Ægisgarði á Laugardagskvöld þar sem fram koma Páll Óskar, dragdrottningin Gogo Starr og DJ Perfecto. Allir gay, bi og trans karlmenn velkomnir! Frosti segir hátíðina frekar litla á heimsmælikvarða en á sama tíma sé þetta einn af stærri LGBT-við- burðum landsins og eini „men only“ viðburðurinn innan LGBT- senunnar. „Þetta er bara viðburður fyrir karla sem fíla aðra karla og eru allir gay, bi og trans karlmenn velkomnir,“ segir Frosti. Hann segir hátíðina fyrst og fremst hugsaða sem vettvang fyrir karlmenn hvaðanæva úr heiminum að skemmta sér saman, kynnast hver öðrum og fyrir erlendu gestina að sjá örlítið af Íslandi í leiðinni. „Sambærilegar hátíðir fara ár- lega fram bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum en þessi er frábrugðin að því leyti að dagskráin er í bland skoðunar- og upplifunarferðir á daginn og skemmtileg partí á kvöldin. Það er hægt að kaupa sig inn á partíin öll kvöld en passi sem gildir fyrir alla viðburði helgar- innar, þ.m.t. skoðunarferðirnar og kostar 40.000 krónur,“ segir Frosti og bætir við að það sé fyrir löngu orðið uppselt. Allir eiga að skemmta sér vel Frosti ætlar sér þó ekki að stækka hátíðina upp úr öllu valdi. „Þótt passarnir seljist vel þá er það samt ekki markmið okkar að hátíðin stækki eitthvað sérstaklega mikið með hverju árinu. Við getum ekki tekið við óendanlega mörgum gest- um og það eru takmörk fyrir því hvað við getum komið með marga gesti, til dæmis í Bláa lónið. Við viljum aðallega tryggja að menn skemmti sér rosalega vel og að við sem stöndum að þessu getum sinnt þessu með góðu móti,“ segir hann en hópurinn sem kemur að skipulagningu hátíðarinnar telur um tólf manns. Koma aftur til að gifta sig Óhætt er að segja að þetta frí- stundaframlag þeirra, sem er unnið utan hefðbundins vinnutíma, hafi skilað góðum árangri. Bears on Ice er nefnilega ekki rekin í hagnaðar- skyni og því fer allt það fé sem kemur umfram í kassann beint til góðgjörðamála. Í fyrra styrkti Bears on Ice HIV Ísland um 300.000 krónur og um 400.000 krónur árið 2015. Og það er fleira gott sem hefur sprottið úr gleðijarðvegi Bears on Ice síðan fyrsta hátíðin fór fram árið 2005. „Til dæmis hafa allnokkur hjónabönd komið úr úr þessu og nokkrir sem fundu ástina hér á klakanum hafa meira að segja komið aftur til landsins til að ganga í það heilaga,“ segir Frosti að lokum. Þrettánda hátíðin Frosti Jónsson fagnar þrettándu Bears on Ice-hátíðinni um helgina og tekur á móti miklum fjölda karlmanna sem flestir eiga það sameiginlegt að vera vel skeggjaðir. Bangsaganga Sól skein í heiði þegar bangsarnir sóttu Þingvöll heim sumarið 2016. hamingjusamir Bangsar á íslandi Skoðunarferð að Gullfossi og Geysi e r meðal þess sem bangsarnir hafa fyrir stafni meðan á hátíðinni stendur. Í mínum huga hafa íslenskir fjölmiðlar alltaf verið eins og konurnar hans Pedro Almodovar, á barmi taugaáfalls. Það er að segja þessir frjálsu. Ég hef enga tölu lengur á þeim sem hafa skotið upp kollinum og horfið jafnhraðan því það er ekki nóg að það sé auðvelt að stofna fjölmiðil, það þarf galdur til að halda honum gangandi. Sér- staklega þegar enginn er speninn að ofan. Á vefnum Tímarit.is (sem er ekki tæmandi) eru 77 titlar yfir blöð og tímarit sem komu út frá árinu 2010 til dagsins í dag og vefritin sem hafa fæðst og dáið eru örugglega þrisvar sinnum fleiri. Talandi um netið. Undanfarin tíu ár hefur fjölmiðlalandslagið breyst hraðar en útlit Kim Kardashian. Það er að segja eftir tilkomu samfélagsmiðlanna og þá aðallega Facebook. Læktakkinn á Facebook gerbreytti því hvernig við tökum inn fréttir og aðrar upplýsingar. Og svo komu allir hinir samfélags- miðlarnir. Allt í beinni Munið þið þegar það var „bein útsending“ í sjónvarpinu í gamla daga? Það var líkt og von væri á geimverum. Fjölskyldan sat agndofa í stofunni. Orðlaus yfir þessari stór- brotnu hátækni. Í dag eru börnin okkar með „beina útsendingu“ á Twitter, Instagram og SnapChat þegar þeim sýnist. Svo mikið fyrir sérfræðiþekkingu þeirra sem vinna við sjónvarpsútsendingar. Eða hvað? Og hvað með blaðamenn? Er þörf fyrir okkur? Af hverju ætti fólk að vilja lesa blöð og tímarit þegar það getur farið á Facebook, lesið statusa, kommentað, taggað, deilt og lækað? Til hvers að vera í áskrift þegar þú getur fengið allt ókeypis? Prentsverta á puttana Jú. Það er gott að lesa bækur, blöð og tímarit einmitt af því að það er EKKI hægt að kommenta, tagga, deila og læka. Það er notalegt að setjast niður með morgunkaffið og helgarblaðið, fletta, fá smá prentsvertu á puttana og ekki síst frið frá pípandi skilaboð- um á Facebook Messenger, vinnu- póstum, virkum í athugasemdum og meldingum frá Instagram, SnapChat og Twitter. Þótt tæknin eigi hug okkar allan í dag þá trúi ég því að blöð og tímarit muni fljótlega snúa aftur eins og gömlu góðu vínyl- plöturnar. Þetta er einfaldlega bara kósí stemning. Góða helgi! -Margrét Hugrún Þótt tæknin eigi hug okkar allan í dag þá trúi ég því að blöð og tímarit muni fljótlega snúa aftur eins og gömlu góðu vínylplöturnar. Fjölmiðlar á barmi taugaáfalls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.