Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 1. september 2017 Úr listheiminum n Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd var nýlega til- nefndur til gagnrýnendaverðlauna tímaritsins Tanz fyrir verkið „Moving Mountains In Three Essays“ sem var frumsýnt í mars á aðal- sviði Kampnagel- leikhússins í Hamborg. Tímaritið Tanz er stærsta og virtasta útgáfa um dans í Evrópu og Marble Crowd var þar í hópi þekktra danshöf- unda á borð við Sidi Larbi Cherka- ouis, Damien Jalet og Akram Khan. n Á dögunum var Kristín Eysteinsdóttir endurráðin leikhússtjóri Borgar- leikhússins og mun því gegna stöðunni næstu fjögur árin, til 31. júlí 2021. n Í vikunni var tilkynnt að þýski leikstjórinn Werner Herzog yrði heiðursgestur á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst í lok september. Herzog, sem er einhver virtasti og sér- stæðasti kvikmynda- gerðarmaður samtímans og hefur gert 19 leiknar myndir í fullri lengd og 29 heim- ildamyndir, verður með meistara- spjall á hátíðinni. Áður hafði verið tilkynnt að franski Cannes-verð- launaleikstjórinn Olivier Assayas mundi einnig heimsækja hátíðina. n Uppáhaldsóperuaría Íslendinga er þokkafullur söngur sígauna- stúlkunnar Carmen úr samnefndri óperu eftir Frakkann Georges Bizet. Þetta kom í ljós í kosningunni Klassíkin okkar – heimur óperunnar sem fór fram á vef RÚV í sumar. Í öðru sæti var arían Nessun dorma úr óperunni Turandot eftir Puccini og í því þriðja var dúettinn Au fond du temple saint úr Perluköfurunum eftir Bizet. Verkin verða leikin á tónleikum í Hörpu föstudags- kvöldið 1. september. n Nokkrar listahátíðir fara fram á landinu um helgina. Gjörn- ingahátíðin A! fer fram í þriðja sinn um helgina, íslenskir sem erlendir mynd- og sviðslistamenn sýna gjörninga víðs vegar um Akureyri og víðar á Norðurlandi. Á Flateyri fer Gamanmyndahátíð Flateyrar fram. Verða alls sýndar 23 íslenskar gamanmyndir, þar af sjö frumsýningar á nýjum íslenskum myndum. Meðal leikstjóra mynda í ár má nefna Jón Gnarr, Grím Hákonarson og Benedikt Erlingsson. Í Kópavogi fer svo mynd- og tónlistarhátíðin Cycle Art Festival fram í þriðja sinn, en þema hátíðarinnar í ár er Fullvalda/Nýlenda. Listasýning, tónleikar, gjörningar, umræður og bíósýningar eru meðal annars á dagskránni sem stendur yfir í rúmlega þrjár vikur. Á meðal þeirra sem eiga verk á hátíðinni er Ragnar Kjartansson. n Þriðjudaginn 5. september hefst Bókmenntahátíð í Reykjavík 2017. Aldrei þessu vant fara fyrstu viðburðirnir fram á Akureyri en formleg opnun hátíðarinnar er á miðvikudag í Reykja- vík. Fjöldi þekktra erlendra rithöfunda auk íslenskra les upp úr verkum sínum og ræðir þau á fjölda viðburða víðs vegar um borgina. Meðal þátttakenda eru Han Kang, Jonas Hassan Khemiri, Morten Strøksnes, Esmeralda Santiago og sagnfræðingurinn Timothy Snyder. „Þarna fékk ég staðfest að það sem við lögðum í þessa litlu sýningu var að segja eitthvað meira og dýpra en við höfðum áttað okkur á sjálfar. korsettum og gátu ekki andað,“ bætir Kolbrún við. „Það er heil­ mikil pólitík í því. Svo fóru kon­ ur að gera kröfu um að geta and­ að og klæddu sig úr korsettunum. Þó svo að við höfum ákveðið að hafa sýninguna létta og leikandi er þarna ákveðinn pólitískur þráð­ ur sem gefur henni dýpt. Sýningin er þannig samfélagsleg líka, ekki bara sjónræn.“ „Hugsið ykkur bara charles­ ton­tímabilið,“ segir Vilborg, „the roaring 20’s – það var þvílík bylting og pönk og frelsi. Í fyrsta sinn gátu konur sýnt að þær væru kynverur.“ „Tíska er líka skúlptúr“ En þetta er engin venjuleg tísku­ sýning, því konurnar köfuðu líka í tónlist og hreyfingar hvers tímabils. Kolbrún og Vilborg tóku að sér að leggjast yfir Youtube og finna lög og dansspor sem rím­ uðu við hvert tímabil. „Eftir að hlusta lon og don komum við svo til Ásdísar ballerínu með hug­ myndirnar okkar, og hún setti upp ramma sem við gátum hreyft okkur innan,“ útskýrir Kolbrún. „Tíska er líka skúlptúr,“ segir Vilborg, „visst rými utan um lík­ amann og ákveðin dansspor ríma svo við klæðnað hvers tíma. Mað­ ur finnur af hverju rokkið kom með ákveðin spor – pilsin voru jú ástæðan. Svo er ég stolt af því að við skyldum ákveða að hafa eins mikla tónlist og mögulegt var eftir konur. Það gefur okkur ennþá meiri kraft.“ Eins og áður sagði voru við­ brögð við sýningunni 17. júní feiki góð og fagnaðarlátunum ætl­ aði aldrei að linna. Eftir lok sýn­ ingarinnar fóru listakonurnar fram í sal og blönduðu geði við áhorfendur. Kolbrún segir það hafa verið ómetanlegt að finna þessi sterku viðbrögð eftir allan hláturinn, hitann og svitann. „Þarna var heill saumaklúbb­ ur kvenna um sjötugt, sem réðu sér vart fyrir kæti. Þær sögðust sjá sjálfar sig í svo mörgum atrið­ anna. Svo kom þarna til mín kona sem hafði lengst af búið erlendis. Hún þurfti að faðma mig í bak og fyrir og sagði mér svo fallega að orkan sem við hefðum framkall­ að á sviðinu væri hreinlega ekki til neins staðar annars staðar í heiminum, þessi hráa kvenorka. Það kom í ljós að þarna var kom­ in engin önnur en Janis Carol – söngkona sem var ein af stjörnun­ um okkar þegar við vorum ungar. Þarna fékk ég staðfest að það sem við lögðum í þessa litlu sýningu var að segja eitthvað meira og dýpra en við höfðum áttað okkur á sjálfar,“ segir Kolbrún. „Já, talandi um kvenorkuna, hvað er eiginlega að í íslensku leikhúsi, af hverju eru þessar kon­ ur ekki sjáanlegar í meira mæli á sviðum leikhúsanna?“ spyr Vil­ borg. „Við erum flottar og hávær­ ar og dönsum og erum í frábæru formi. Það er í það minnsta ekki hægt annað en að taka eftir okk­ ur.“ Blaðakona skýtur inn spurn­ ingu um hvort túristaútgáfu sé að vænta, eða hvort þær hyggi á fleiri sýningar en þessar þrjár í september. Óvissan með fram­ tíð Iðnó setur dálítið strik í reikn­ inginn, því Leikhúslistakonur 50+ eiga sér engan annan fastan samastað. Vilborg harðneitar því að túristaútgáfa verði sett á fjalirnar en það eru líka nokkur ljón í veg­ inum. Kolbrún bendir á að verk með svona mörgum konum úr mis­ munandi áttum sé alls ekki auð­ velt í framkvæmd. „Fjöldinn er dálítil bremsa, því allar þurfa jú að hafa tíma og þetta er ekki launuð vinna fyrir neina okkar. Það er leiðigjarnt heilkenni á listum hversu mikið við gefum vinnuna okkar og getum það bara að ákveðnu marki. Flestar okkar eru komnar með upp í kok af slíku. Samt kemur fyrir að maður dettur inn í hóp sem verð­ ur svona ótrúlega skemmtileg­ ur, og þá er hægt að gera undan­ tekningu með bros á vör.“ n Leikhúslistakonur 50+ Það er mikil gleði og skemmtun í sýningunni. Glæsileiki Vilborg Halldórsdóttir sýnir innlifun á sviði Iðnós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.