Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 1. september 2017 V iðar, sem er 32 ára, er fæddur og uppalinn á Akur eyri. Sautján ára gam­ all flutti hann til Reykjavík­ ur og hefur meira og minna búið á höfuðborgarsvæðinu síðan. Í dag leigir hann íbúð á Völlunum þar sem honum líkar vel. Dóttir hans, Carmen Lind, sem er átta ára býr með móður sinni í Bretlandi. Við­ ar er öryrki, sem má rekja til bak­ meiðsla eftir slys sem hann lenti í árið 2003, en hann hefur verið frá vinnu í tæpt ár. Alkóhólism­ inn hefur víða komið við sögu í fjölskyldu Viðars en systir hans lést eftir tíu ára baráttu við fíkni­ efnadjöfulinn. Veikindi hennar og andlát gáfu Viðari nýja sýn á lífið. Hann tekur engu sem gefnu og er þakklátur fyrir lífið. Með húmor­ inn að vopni, sem og skemmtilega sýn á fótbolta, hefur Viðar náð til fjölda fólks á Snapchat. Þá hefur miðillinn hjálpað Viðari að yfir­ stíga ýmsar hindranir en á milli fjögur og fimm þúsund manns horfa á hvert einasta myndskeið sem hann setur á Snapchat. Við­ ar setur markið hátt en hann vill ná upp í tíu þúsund áhorf, á hvert myndskeið, áður en hann fer að leita leiða til að hagnast fjárhags­ lega á því að vera snappari. Aðspurður hvernig það kom til að hann ákvað að reyna fyrir sér sem snappari svarar Viðar að hug­ myndin hafi komið til hans uppi í rúmi. „Fyrrverandi kærastan mín lá öll kvöld uppi í rúmi, að horfa á hina og þessa snappara. Ég lá alltaf við hliðina á henni og var orðinn mátulega þreyttur á að hlusta á stelpur tala um snyrtivör­ ur öll kvöld. Eitt kvöldið fékk ég þá hugmynd að ég gæti gert mitt eig­ ið snapp, þar sem ég gæti talað um enska boltann, sem er mitt helsta áhugamál.“ Morguninn eftir hófst Viðar handa við að taka upp sitt fyrsta myndskeið. Hann viðurkennir fús­ lega að hann hafi alltaf verið mjög athyglissjúkur. Draumastarfið, þegar hann var yngri, var að verða leikari. Sá áhugi kom sér vel þegar hann byrjaði að stilla sér upp fyrir framan símann. Í fyrstu var snapp­ ið þó aðeins hugsað fyrir vini Við­ ars sem vita hvað hann er mikill viskubrunnur um enska boltan­ um. „Það gerðist ekki mikið fyrstu tvo mánuðina. Það voru kannski á milli 100 og 200 að horfa á hvert myndskeið. Í vor stækkaði þetta svo allt í einu. Þá var ég líka að gefa bíómiða og pítsur á snappinu til að fá fleiri til að adda mér. Ég þarf þess þó ekki lengur. Þetta er orðinn svo mikill snjóbolti,“ segir Viðar og tekur upp símann. Hann opnar Snapchat og rennir yfir vinabeiðnirnar sem hafa hrannast upp síðustu 20 mínúturnar, frá því að við settumst niður og byrjuð­ um að tala saman. „Þetta er alltaf svona. Núna er ég að fá um 200 nýja inn á snappið mitt á dag.“ Besta vinna í heimi Viðar segist fyrst í vor hafa gert sér grein fyrir því hvað Snapchat er öflugur miðill. „Þá fór ég líka að leggja meiri kraft í þetta. Síðan varð algjör sprengja núna í ágúst. Núna er fólk farið að biðja mig um að vera aðeins persónu­ legri í bland við boltann. Það er aldrei að vita nema ég láti verða af því. Svo ætla ég brydda upp á alls konar nýjungum á snappinu í vetur. Til dæmis að taka viðtöl og mögulega láta einhvern annan taka yfir snappið mitt í einhverja klukkutíma, af og til.“ Þrátt fyrir að vera kominn með mörg þúsund fylgjendur á Snapchat þá segist Viðar ekki vera farinn að hagnast á því fjár­ hagslega. „Ég er auðvitað búinn að fá hitt og þetta en mig langar að stækka meira áður en ég fer að reikna með tekjum. Ég er ein­ faldlega ekki kominn á þann stað að ég nenni því. Mér hefur staðið til boða að setja inn auglýs­ ingar, og fá borgað fyrir að segja einhverja vitleysu, en maður segir ekki já við hverju sem er.“ Taplaus eftir átta heimaleiki Í október fer Viðar með hóp Ís­ lendinga á Anfield í helgarferð til Bretlands þar sem Liver­ pool­menn fá erkifjendurna í Manchester United í heimsókn. Viðar verður fararstjóri en til stendur að hann fari reglulega til Bretlands með hópa frá Íslandi. „Þetta er nýtt verkefni og tækifæri sem mér bauðst eftir að ég byrjaði að snappa. Fólk hefur gaman af mér. Það hefur áhuga á því sem ég er að gera og fyrir það er ég þakk­ látur. Að vera snappari er skemmti­ legasta vinna sem hægt er að vera í. Ég get unnið heima hjá mér, þegar ég nenni því og gert það sem mig langar.“ Hann segir mestu vinnuna fólgna í því að svara pósti frá fólki. „Ef ég lít ekki á símann í hálftíma þá bíða mín allavega 20 skilaboð. Fólk talar, meira að segja, stundum við mig eins og ég sé þjálfari Liverpool en ég les auðvitað bara sömu fréttir og allir aðrir.“ Það fer ekki á milli mála að Viðar er grjótharður stuðnings­ maður Liverpool. Liverpool­ skrautmunir eru víða um íbúð­ ina og hann sjálfur er klæddur Liverpool­peysu. Það er því ekki að undra að gleðin skíni úr and­ liti hans þegar hann segir blaða­ manni að hann hafi átta sinnum gert sér ferð á Anfield til að sjá liðið sitt spila. Í öll skiptin hefur Liver­ pool sigrað andstæðinginn. „Það eru ekki margir aðdáendur sem hafa náð þeim árangri.“ Þá gagnrýnir Viðar, líkt og Viðar Skjóldal er um þessar mundir einn umtalaðasti snappari Ís- lands. Viðar er með þús- undir fylgjenda á sam- félagsmiðlinum þar sem hann ræðir aðallega um enska boltann. Blaða- maður DV heimsótti Viðar í Hafnarfjörðinn í vikunni þar sem spjallað var um fótbolta, daglegt amstur og systur hans, Sigrúnu Kristbjörgu, sem lést árið 2010. Langar í kærustu Kristín Clausen kristin@dv.is „Þá fór ég líka að leggja meiri kraft í þetta. Síðan varð algjör sprengja núna í ágúst. Núna er fólk farið að biðja mig um að vera aðeins persónulegri í bland við boltann. „Fólk talar, meira að segja, stundum við mig eins og ég sé þjálfari Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.