Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Síða 56
32 lífsstíll Helgarblað 1. september 2017 E f ég keypti eitthvað óhollt þá faldi ég það í körfunni svo fólk myndi ekki dæma mig. Ég fór aldrei í sömu sjopp- una tvo daga í röð og bað alltaf um að sjoppumatnum yrði pakkað vel inn því ég þyrfti að ferðast með hann langt. Ég lét eins og ég væri að kaupa fyrir annan en mig,“ seg- ir Signa Hrönn. Signa hefur barist við matarfíkn í fjölda ára. Vanda- málið hófst fyrir alvöru þegar hún komst á unglingsár. Hún fór að búa með manni sínum, þá 16 ára gömul, og sótti þá meira í skyndi- bitamat en þegar hún bjó í for- eldrahúsum. Þegar hún var 18 ára gömul greindist hún með PCOS sem er fjölblöðruheilkenni við eggjastokka og konur í yfirstærð fá frekar en grannar konur og getur haft mikil áhrif á frjósemi þeirra. „Líf mitt var búið, ég fór í djúpt þunglyndi, hætti að mæta í vinnu, þreif ekki, eldaði ekki og svaf á daginn. Ef einhver bankaði á dyrn- ar svaraði ég ekki, ég skammaðist mín fyrir mig.“ Í sérsaumuðum fermingarfötum Signa minnist þess að móðir hennar hafi þurfti að láta sér- sauma á hana fermingarföt þar sem stærsta stærðin í búðunum á Akureyri og í Reykjavík var ekki nógu stór fyrir hana. „Til allrar Guðs lukku eru aðrir tímar núna og stelpur og strákar geta keypt fín föt í öllum stærðum og gerðum. En auðvitað var niðrandi að þurfa að láta sérsauma á sig fermingarföt. Mér leið ömurlega.“ Oft var nefnt við Signu Hrönn á unglingsárun- um að hún yrði að fara að passa sig í mataræðinu, sem var auðvit- að sagt af væntumþykju en hafði meiri áhrif á hana en nokkur gerði sér grein fyrir. Signa Hrönn segir að ef foreldrar hennar hefðu vit- að um líðan hennar við þessum athugasemdum hefðu þeir aldrei nokkurn tímann haft orð á þessu því þeir vildu Signu Hrönn einung- is það besta og voru að passa upp á heilsu hennar. Signa Hrönn reyndi alla megr- unarkúra sem fyrir fundust en fíknin stjórnaði hegðun hennar. Þegar hún prófaði Herbalife borðaði hún í leyni og faldi öll ummerki. Stundum fór hún fram á næturnar til að borða. Þegar Signa Hrönn var 19 ára gömul fór hún á Kristnes í svokall- aðan offituhóp, sem er undirbúningshópur fyrir hjáveituaðgerð. „Ég ætl- aði ekki í þessa aðgerð, ég ætlaði að gera þetta allt sjálf. Það gekk vel í fyrstu en svo féll ég og gat ekki meir. Hugsanir sem ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum fóru í gegnum kollinn á mér.“ Íslandsmeistarar í að dæma fólk Árið 2009 var Signa Hrönn tilbúin til að takast á við hjáveitu- aðgerðina og næstu vikur voru hreint helvíti. Hún átti erfitt með að koma niður vökva og fæðu í dá- góðan tíma þar sem henni fannst hún alltaf vera södd, en það kom allt saman með tímanum. Signa Hrönn léttist mest fyrsta árið og þrátt fyrir að hafa ekki þurft að hafa fyrir því á venjulegan hátt er þetta samt það erfiðasta sem hún hefur nokkurn tímann gert. Mikill vítamínskortur getur fylgt í kjöl- far aðgerðarinnar og margir berjast við hann alla ævi. Eftir aðgerðina fékk Signa Hrönn laktósaóþol og þurfti því að læra að lesa allar inni- haldslýsingar upp á nýtt. „Við Íslendingar erum meistarar í því að dæma fólk. Ég fann fyrir fordómum fyrir og eftir aðgerðina, að þetta væri nú bara svindlleiðin, eða létta leiðin, því fólk í mínu ástandi nennti bara ekki að hafa fyrir því að léttast. En mér er alveg sama því þetta virkaði fyrir mig og bjargaði lífi mínu.“ Þegar Signa Hrönn fór að léttast byrjaði hún að hugsa betur um útlitið og fara meira út á lífið. Allt gekk vel um sinn en fljótlega fann hún að þetta var orðin ákveðin sýki, djamm um hverja helgi, og margir hvöttu eiginmann hennar til þess að stöðva hana. Fljótlega fór Signa Hrönn að átta sig á því að hún mundi ekki eftir neinu sem gerðist Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann Signa Hrönn hefur tekist á við offitu, áfengissýki og þunglyndi Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is „Það er ekkert mál að fela alkóhól- isma, hann sést ekkert endilega utan á fólki, en offituna gat ég ekki falið með nokkru móti. Signa Hrönn og fjölskylda Hún er þakklát fyrir að fá að eldast á heilbrigðan hátt með þeim sem hún elskar. Mynd HElgA HólMfrÍður gunnlAugSdóttir Signa á unglingsárum „Mér leið ömurlega.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.