Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 1. september 2017 S punaleikhús getur verið gagnlegt fyrir læknanema til að verða betri læknar,“ segir dr. Steven Schlozman, aðstoðarprófessor í sálfræði við læknaháskóla Harvard í Boston, sem hefur lengi velt fyrir sér sam­ bandi læknavísinda og hinna ýmsu listgreina og hugvísinda. Schlozman mun flytja fyrir­ lestur í Hörpu um helgina um hvernig þekking úr sviðslistum getur nýst til að bæta læknavís­ indi nútímans. Fyrirlesturinn er hluti af alþjóðlegu málþingi, International Symposium of Per­ formance Science, en þar verður lögð áhersla á raunvísindarann­ sóknir á flutningi og flytjendum á sviði tónlistar, dans, leiklistar og annarra sviðslista. Samveran hefur lækningarmátt „Á öllum Vesturlöndum og sér­ staklega í Bandaríkjunum þar sem heilbrigðiskerfið er svo markaðs­ drifið, hefur verið lítil áhersla á samband læknis og sjúklings. Það er lögð mikil áhersla á að hafa tæknilega færa lækna en ekki á að þeir kunni að tengjast fólki. Ein ástæðan er að þetta tekur örlítið meiri tíma og það er mikil áhersla lögð á að koma sem flestum sjúk­ lingum í gegn á stuttum tíma, hver heimsókn til heimilislæknis er þannig um ellefu mínútur,“ segir Steven Schlozman. „Þar til fyrir um hálfri öld eða minna gátu læknavísindin fyrst og fremst reynt að greina veikindi og spá fyrir um batahorfur. Læknir gat sagt sjúklingi sínum hvað væri að hrjá hann og hversu langan tíma það tæki að fara úr kerfinu eða drepa hann. Stór hluti af lækn­ ismeðferðinni fólst því einungis í því að vera með sjúklingnum, að fylgja honum á þessu ferðalagi. Ef slík samferð er góð hefur hún hins vegar ótrúlega mikinn lækningar­ mátt. Það þarf varla rannsóknir til að sanna það – því við þekkjum þetta flest af eigin reynslu – en það er mikill fjöldi rannsókna sem sýn­ ir þetta. Með mælingum á magni stresshormónsins hýdrókortisóns í munnvatni og blóði er til dæmis hægt að sýna fram á að stress sjúk­ linga minnkar ef það er einhver sem fylgir þeim í gegnum veik­ indin – þetta hefur því góð áhrif,“ útskýrir hann. Fyrr á öldum var læknisfræðin oftar en ekki sett í flokk með öðr­ um greinum sem lögðu upp með skilja manninn, tilvistarástand, sálarlíf og líkama. Að nýta þekk­ ingu sína til að gera fólki grein fyrir ástandi sínu og hjálpa því að tak­ ast á við það var sannkölluð list, hvort sem hjálpin kom í gegnum læknisfræði eða leikritun. „Alveg frá því að maðurinn varð til sem tegund, frá því að við fór­ um að skiptast á orðum, höfum við rannsakað hvað það er að vera manneskja – velt fyrir okkur hinu mannlega ástandi. Í gegnum árþúsund og í öllum menn­ ingarheimum hefur orðið til þekk­ ing um það hvernig manneskjur bregðast við hinum ýmsu fyrir­ bærum, góðum og slæmum, ást og skorti á henni, og svo framvegis,“ segir Schlozman, en slík þekk­ ing hefur varðveist og er miðlað í menningunni, í skáld sögum, leik­ ritum, heimspekikenningum og hinum ýmsa efnivið sem í dag er álitinn viðfangsefni hugvísind­ anna. Gott að skilja sögur „Það er vissulega ekki nóg að geta bara vitnað í Shakespeare til að geta læknað fólk, en það er hins vegar mjög gagnlegt að lækn­ irinn hafi áhuga á sögum og hafi ákveðinn skilning á framvindu og áhrifamætti sagna. Líf hvers og eins einstaklings er nefnilega eins og saga. Sá sem er tilbúinn að kynna sér sögur er áhugasamari um sjúklinginn og reiðubúnari að sjá það sem er áhugavert í hverju tilviki fyrir sig,“ segir Schlozman þegar hann er spurður um hvern­ ig mætur á listum geti gert lækna betri í sínu starfi. „Í mörgum læknaskólum – til að mynda Harvard þar sem ég kenni – finnst mörgum óþægilegt að námið fari of langt frá læknis­ fræðinni sjálfri, en þá er hægt að nota sögur, bækur, kvikmynd­ ir, senur eða jafnvel spunaleikhús sem tengjast beint því sem verið er að læra. Í slíkum verkum fær fólk að kynnast baksögum persóna, skilja hvernig veikindi þeirra og sjúkrahúsreynsla hefur áhrif á þær. Læknir á spítala sér kannski konu í kringum 28 ára aldurinn koma inn með blæðingu og verk í leginu. Það hefur auðvitað mikla merkingu, en ef þú veist að þetta er kona frá fátækri fjölskyldu sem hefur lengi reynt að eignast barn og sér það sem einu leiðina úr að­ stæðum sínum, þá getur maður ímyndað sér að það geti hjálpað við að sjá betur um sjúklinginn.“ Hann bendir á að að þessu leyti sé ákveðin hliðstæða milli lista­ verka og sjúkdóma, það sé að ekki sé nóg að skoða bara hlutlæga vídd þeirra en ekki velta fyrir sér hvernig ólíkir einstaklingar upplifi þá, enda séu þeir alltaf líka hug­ lægir. Spunaleikhús hjálpar læknanemum Schlozman segir að sú þekking sem hafi þróast í sviðslistum geti nýst við þjálfun umhyggjusam­ ari lækna og þar af leiðandi betri lækna. „Það hefur mikið verið skrifað undanfarið um það hvernig spunaleikhús getur gagnast við æfingu lækna. Það er hægt að stunda þetta með áhugamönnum eða vera í samstarfi við leiklistar­ deildir háskólanna. Læknaneminn fær þá að æfa sig í að bregðast við sögu og sjúkdómum hvers sjúk­ lings,“ segir Schlozman, en í góðu sambandi sjúklings og læknis hljóta svipbrigði, líkamstjáning og raddbeiting að skipta máli til að sjúklingurinn upplifi að læknirinn sýni samkennd og góða nærveru. Önnur aðferð sem Schlozman nefnir að geti verið gagnleg sé að láta leikara koma inn á sjúkrahús og leiðbeina: „Það hafa verið framkvæmdar mjög merkilegar rannsóknir á þessu. Þá hafa verið ráðnir leikarar til að þykjast vera mjög umhyggjusamir læknar og læknanemar látnir fylgjast með þeim til að læra að verða svoleiðis læknar,“ segir hann. „Það má líka nefna að við heyr­ um reglulega sögur af fólki sem þykist geta læknað fólk, hermir eftir læknum og nær jafnvel að koma með réttar greiningar. Fólkið held­ ur þessu oft áfram árum saman án þess að upp um það komist. Þetta eru augljóslega brjálæðingar sem eru að brjóta lögin, en ég velti samt fyrir mér hvort við gætum lært eitt­ hvað af þessu fólki – hvað veit það sem klárustu læknanemarnir geta oft ekki fundið út úr?“ Sköpunargáfa í lækningum Schlozman leggur enn fremur áherslu á að innsæi og sköpunar­ gáfa sé mikilvæg í læknisstarfinu sem og nýsköpun í öðrum vísinda­ greinum: „Sú hugmynd að vísindi og listir séu algjörlega andstæðir pólar er röng,“ segir hann. „Ef þú skoðar starfsemi heilans sérð þú að sá sem leggur einungis áherslu á vísindi – sem eru auðvitað algjörlega nauðsyn­ legur hluti af læknanáminu – mun aldrei skapa eitthvað al­ gjörlega nýtt. Hann þarf alltaf að fara frá A í gegnum B og C og D til að komast að E, en kemst aldrei beint frá A til Q. Það sem þú sérð hins vegar þegar gítarleikari á djasstónleik­ um tekur sóló þá veit hann ekk­ ert hvaða nóta mun koma næst, hann er bara að spinna. Þetta hefur einnig verið rannsakað og sýnt fram á að færustu læknar heims gera það sama, nota allt annan hluta heilans til að fara frá A til Q, nota innsæið og spinna – bæði þurfa þeir að leika og spinna í sambandi sínu við sjúk­ linginn og svo líka hvað varðar sjúkdómsgreininguna. Þeir geta ekki endilega fært rök fyrir því fræðilega; af hverju þeir telja að ákveðin lausn sé á vandamáli, en eru samt ansi vissir um að það geti hjálpað – og oft hafa þeir rétt fyrir sér.“ n Dr. Steven Schlozman segir læknanema eiga að sækja í brunn sviðslista og spunaleikhúss til að fullkomna læknislist sína SviðSliStir geta læknað læknavíSindin „Það er vissulega ekki nóg að geta bara vitnað í Shake­ speare til að geta læknað fólk, en það er hins vegar mjög gagnlegt að lækn­ irinn hafi áhuga á sögum og hafi ákveðinn skilning á framvindu og áhrifa­ mætti sagna. „Sú hugmynd að vísindi og listir séu algjörlega andstæðir pólar er röng. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Að leika lækni Steven Schlozman segir rannsóknir sýna að gagnlegt geti verið að ráða leikara til að þykjast vera mjög umhyggjusamir læknar og láta læknanema fylgjast með og læra. Þannig gæti til dæmis leikarinn Hugh Laurie, sem lék lækninn viðskotailla House í samnefndum sjónarpsþáttum, fengið nýtt hluverk. Steven Schlozman Flytur fyrirlestur um samband sviðslista og læknavísinda á alþjóðlegu málþingi um vísindi flutnings (e. performance science) í Hörpu laugardaginn 2. september. MynD DV ehf / SiGtryGGur Ari Dr. Leikhús Eitt helsta leikrita- skáld 19. aldarinnar, Anton Checkov, starfaði alla tíð sem læknir. Ef Steven Schlozman hefur rétt fyrir sér nýttist leikhúsreynsla hans eflaust í læknis- starfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.