Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 1. september 2017fréttir Spurning vikunnar Nei. Ég fer þangað einhvern tímann en það er ekki á dagskrá á næstunni. Guðrún Jónsdóttir Nei, og ég fer alveg hundrað prósent ekki. Ég á ekki viðskipti við búðir sem eru með fjöldaframleiðslu eins og er þarna. Elín Arna Kristjánsdóttir Hefurðu farið í H&M? Já, og það var fínt. Dóttir mín keypti fyrir rúmar 8.000 krónur. Björk Þráinsdóttir Nei, það hef ég ekki gert og það er ekki á stefnuskránni. Hildur Evlalía Unnarsdóttir „ Barnapössunin vatt hratt upp á sig. Það var brjálað að gera hjá mér í júlí en er aðeins rólegra núna. Svo er ég orðin mjög mikið bókuð í kringum jól og áramót. Í dýragarðinum Sara kveðst alla tíð hafa verið mikil barna- og dýramanneskja. „Það skemmti- legasta sem ég geri“ n Sara Lind passar börn á Tenerife n Gefur íslenskum foreldrum frí í fríinu É g hef passað börn frá því að ég man eftir mér. Svo það kom engum á óvart þegar ég fór að bjóða upp á barnapössun hérna á Tenerife.“ Þetta segir Sara Lind Annþórs dóttir sem flutti frá Ís- landi til Tenerife fyrir sjö mánuðum. Söru hafði alltaf langað að búa í út- löndum og ákvað að prófa Tenerife af tveimur ástæðum. „Í fyrsta lagi er alltaf sól hérna. Síðan var leigu- verðið svo lágt.“ Frí í frínu Fyrstu mánuðina bjó Sara Lind, sem er 22 ára, með vinkonu sinni og systur en þær eru nú báðar komnar aftur til Íslands. Sara ákvað þó að vera lengur og hefur ekki hug á að flytja heim á næstunni. Áður en hún flutti út vann Sara á ung- barnaleikskóla í Reykjavík. Sam- hliða barnapössun á Tenerife er Sara í fjarþjálfun og hefur náð miklum árangri síðustu mánuði. Þá leggur hún mikið upp úr heilbrigð- um lífsstíl og í september byrjar Sara í spænskunámi. Tenerife er einn vinsælasti ferða- mannastaður Íslendinga. Út frá því kviknaði sú hugmynd að bjóða ís- lenskum ferðamönnum upp á barnapössun. „Ég er búin að passa óteljandi börn á Íslandi. Það er alltaf einhvern sem þekkir einhvern sem getur mælt með mér. Fólk setur barnið sitt ekki í hendurnar á mann- eskju sem það veit ekkert um,“ segir Sara sem kveðst einstaklega lunkin og fær þegar kemur að því að hugsa um börn. „Barnapössunin vatt hratt upp á sig. Það var brjálað að gera hjá mér í júlí en er aðeins rólegra núna. Svo er ég orðin mjög mikið bókuð í kringum jól og áramót.“ Passar á öllum tímum sólarhringsins Sara segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar óski eftir pöss- un fyrir börnin sín í fríinu. Stundum vilji þeir geta farið út að borða í ró og næði eða einfaldlega tekið einn dag til að liggja í sólbaði og slaka á. „Þá kem ég sterk inn. Ég fer til dæmis oft með börnin á ströndina, eða leik við þau á hótelinu. Ég hef líka farið með þau á hótelskemmtanir og stundum koma þau heim til mín. Ég hef líka passað yfir nótt.“ Þá ætlar Sara að bjóða upp á nýja þjónustu í vetur en það er að fara með fjölskyldum í ferðir um eyj- una, til dæmis í skemmtigarða, þar sem hún sér um börnin á meðan foreldrarnir skella sér í stóru renni- brautirnar. „Allir sem ég hef passað fyrir hafa hrósað mér. Það eina sem fólk kvartar yfir er að það hefði vilj- að vita af mér fyrr. Ég hef engan hug á að hætta þessu í náinni framtíð. Enda er þetta það skemmtilegasta sem ég geri.“ Áhugasamir geta fylgt Söru á Snapchat undir nafninu saralind94. Þá er hún með síðu á Facebook sem heitir Íslenskumælandi pössun á Tenerife. n Kristín Clausen kristin@dv.is Sara Lind Annþórsdóttir Nýtur lífsins á Tenerife.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.