Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 0. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  92. tölublað  105. árgangur  Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 LANDSINS MESTA ÚRVAL AF RIEDELGLÖSUM LÁRA SKER ÚT OG MÁLAR SMÁFUGLA RAUNVIRÐI ÍBÚÐA EINS OG 2007 ÞRJÁR KONUR VERÐLAUNAÐAR Í HÖFÐA VIÐSKIPTAMOGGINN BARNABÓKAVERÐLAUN 38HANDVERK OG HÖNNUN 12 Yngsta kynslóð skíða- og brettamanna hefur í dag, sumardaginn fyrsta, keppni á Andrésar Andar leikunum í Hlíðarfjalli við Akureyri, sem eru nú haldnir í 42. sinn. Skrúðganga var að vanda í gærkvöldi frá Lundarskóla að Íþróttahöllinni þar sem leikarnir voru settir, og stemningin góð eins og sjá má, þrátt fyrir að heldur kalt hafi verið í veðri. Keppni hefst í bítið og lýkur á laugardaginn. Þátttakendur á þessari árlegu, óformlegu uppskeru- hátíð skíða- og brettafólks eru á aldrinum sex til 15 ára. Á sama tíma og landinn fagnar fyrsta degi sumars gerir Veðurstofa Ís- lands ráð fyrir fremur köldu veðri víðast hvar með éljum, einkum norðan- og norðaustan til á landinu. »4 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleðilegt sumar Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Starfsemi United Silicon liggur niðri þar til viðgerðum vegna elds, sem kom upp aðfaranótt þriðjudags, verð- ur lokið,“ segir Kristleifur Andrés- son, yfirmaður öryggis- og umhverf- ismála United Silicon, og bætir við að enn fremur sé unnið að úrbótum vegna kvartana um lykt frá starfsemi verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík verði lokuð um óákveðinn tíma frá og með morgundeginum. For- stjóri Umhverfisstofnunar segir fyrir- tækið nú hafa frest til morguns til að veita andmæli við ákvörðun um lokun. Meðal þess sem Umhverfisstofnun gerir athugasemd við í starfsemi kís- ilmálmverksmiðju United Silicon er hætta á að út í andrúmsloftið streymi efni sem geti haft langtímaáhrif á heilsu fólks. „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að starfsemi fyrirtækisins fer ekki í gang fyrr en við höfum gert viðeigandi end- urbætur. Hingað til lands eru komnir sérfræðingar frá Noregi og við erum í þessum töluðu orðum að vinna með þeim að lausn vandans,“ segir Krist- leifur og bendir jafnframt á að von sé á niðurstöðum mælinga Matís eftir helgi. Dagsektir koma til greina Til greina kemur að Vinnueftirlitið beiti dagsektum vegna starfsemi Unit- ed Silicon þar til kröfum um úrbætur vegna aðstæðna starfsmanna hefur verið sinnt. Að sögn Kristleifs ætti ekki að þurfa að koma til slíkra ráðstafana. „Við höfum átt mjög gott samstarf við eftirlitsmann Vinnueftirlitsins og hann hefur reynst okkur vel við um- bætur á starfsemi okkar,“ segir hann. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir þörf á að laga ýmis atriði í tengslum við starfsemi fyrirtækisins, en það hefur að sögn hans ekki sett sig gegn fyrirmælum Vinnueftirlitsins. „Það hefur vantað upp á vissa þætti í aðbúnaði starfsmanna, gerð áhættu- mats og ýmsum öryggisráðstöfunum, en þessi mál eru í ákveðnu ferli núna,“ segir Eyjólfur og tekur sérstaklega fram að rannsókn vegna eldsvoðans í verksmiðju fyrirtækisins fyrr í vikunni tengist ekki mögulegum dagsektum. „Við lítum eldsvoðann alvarlegum augum og hann er kominn til rann- sóknar hjá okkur.“ Starfsemin nú þegar lömuð  Unnið er að endurbótum í verksmiðju United Silicon á Reykjanesi í kjölfar elds- voða og kvartana um lykt  Sérfræðingar frá Noregi eru komnir hingað til lands  Herdís D. Fjeld- sted, sem sagði sig úr stjórn VÍS fyrir skemmstu, segir í ítarlegu viðtali í Við- skiptaMogga í dag að ástæðu af- sagnarinnar megi rekja til ólíkrar sýnar hennar og núverandi stjórn- arformanns félagsins á stjórnarhætti skráðra og eftirlitsskyldra fyr- irtækja. Sú ólíka sýn hafi leitt til skorts á trausti milli aðila. „Það kom í ljós að við höfum mjög ólíka sýn á vinnubrögð og stjórnarhætti. Þar vísa ég sérstaklega til þeirra valdmarka sem ég tel að séu til staðar á vett- vangi stjórna skráðra og eftirlits- skyldra fyrirtækja,“ segir Herdís. Átök í VÍS tengd stjórnarháttum Herdís Dröfn Fjeldsted  „Við teljum að á næstu árum muni færast í vöxt að ferðamenn komi beint hingað,“ segir Jakob Arnarson, hótelstjóri á Hótel Örk í Hveragerði, en áformað er að hefja framkvæmdir við stækkun hótels- ins síðar á árinu. Verður hótelið þá með alls 153 herbergi. Á þessu ári hefur verið unnið að endurbótum núverandi herbergja hótelsins ásamt því að aðalsalur þess hefur verið endurnýjaður og nýr veitingastaður verið opnaður. Með stækkun hótelsins er reynt að höfða til ferðamanna frá Banda- ríkjunum og Asíu, en þessi hópur ferðalanga kýs einkum rúmgóð herbergi. »6 Stefna að stækkun Hótels Arkar á árinu  Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Suðurlandi, segir nauðsynlegt að endurnýja bíla og búnað almennrar löggæslu. Eru bílar umdæmisins sagðir í lélegu standi og þá mun ganga erfiðlega að finna einkennisfatnað á mann- skapinn þar sem samningar lög- reglunnar við birgja um kaup á fatnaði séu úr gildi fallnir. „Fimm af okkar bílum eru komn- ir á endurnýjunartíma, en senni- lega fáum við ekki nema einum skipt út í ár. Um mest eknu bílana má segja að einn dagur í notkun þýði annar á verkstæði og auðvitað er engin glóra í slíku,“ segir Sveinn Kr. í samtali við Morgunblaðið. »4 Almenn löggæsla þarf einnig ný tæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.