Morgunblaðið - 20.04.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Hjördís Bjartmars Arnardóttir, læknisfræðilegur teiknari, er50 ára í dag. Hún vinnur sjálfstætt sem teiknari en áður vannhún fyrir útgáfufyrirtækið Montage Media í Bandaríkjunum.
Hún hefur teiknað fyrir fjölda tímarita, fræðirita og kennslubóka eins
og the Journal of Plastic and Reconstructive Surgery, Kransæðabók-
ina sem kom út fyrir jólin og ESC Textbook of Cardiology sem kemur
út í sumar.
„Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist, formfræði og læknisfræði og
þetta fag sameinaði þetta. Ég fór út í nám til Bandaríkjanna og var
m.a. níu mánuði að kryfja lík, og fylgdi því mikill aukakostnaður. Ég
þurfti að greiða fyrir námsgögnin, eða líkið mitt, sem svaraði 8.000
dollurum, en þetta var á 9. áratugnum. Það var góður biti í háls ofan á
rándýrt námið. Í byrjun annarinnar þegar ég óvænt gekk fram á
mann sem hafði skotið tvo og svo sjálfan sig flögraði það að mér að
drösla honum upp í bílinn minn, fara með hann í skólann og spyrja líf-
færafræðikennarann minn: „Can I bring my own?““
Hjördís og eiginmaður hennar, Gunnlaugur Johnson arkitekt, búa í
skógi við Varmá í Mosfellsbæ. Þau stunda Müllers-æfingar alla
morgna, fara á skíði og veiða fugla á veturna og fiska á sumrin. „Ég
ætla að byrja afmælisdaginn á Müllers-æfingunum eins og venjulega
og svo ætla ég að hafa bjúgu í kvöldmat. Manninum mínum finnst þau
svo vond þannig að þau eru sjaldan í matinn en fyrst ég á afmæli þá
ræð ég! Svo er alltaf notalegt að eiga afmæli á frídegi, tala nú ekki um
sumardaginn fyrsta.“
Hjördís á í þremur dætrum, Guðrúnu og Ingibjörgu Johnson og
Helenu Bjartmars.
Útgáfuteiti Hjördís við hlið Tómasar Guðbjartssonar sem var annar
ritstjóra Kransæðabókarinnar sem kom út í fyrra.
Íhugaði að ræna
líki fyrir námið sitt
Hjördís Bjartmars Arnardóttir er fimmtug
J
ón Guðlaugur Magnússon
fæddist í Reykjavík 20.4.
1947 en ólst upp í Hafn-
arfirði: „Ég átti öll mín
æskuár í nágrenni Lækjar-
ins, við Mánastíg 3, sem þá var bara í
hraunjaðrinum, en byggðin þar fyrir
austan var öll ókomin. Leiksvæði
okkar krakkanna var einkum Læk-
urinn og hraunið með fiskhjöllum og
skreið. Toppurinn á tilverunni hjá
okkur strákunum var að kveikja þar
eld, grilla skreið og reykja njóla.
Ég var í sveit í Flóanum í þrjú
sumur, í Klængsseli, hjá sómafólki
sem hafði að vísu sveitasíma og raf-
magn en á bænum var enginn trak-
tor. Þetta var góður og lærdómsríkur
tími. Auk þess var ég sendill hjá
Kaupfélaginu í Hafnarfirði fyrir
fermingu og hjólaði þá með pantanir
alla leið í Garðabæinn sem þá hét nú
reyndar Garðahreppur.“
Jón Guðlaugur var í Barnaskóla
Hafnarfjarðar, síðan í Flensborg,
einn vetur í lýðháskóla í Noregi, vann
í Bókbúð Olivers Steins í Hafnarfirði,
lauk prófum frá Samvinnuskólanum á
Bifröst 1968 og lauk framhaldsnámi
við Samvinnuskólann 1969.
Jón Guðlaugur var bæjarritari á
Jón Guðlaugur Magnússon framkvæmdastjóri - 70 ára
Afa- og ömmustrákar Jón Guðlaugur og Bergljót með Tómasi, Jóni Gaut, Matthíasi Einar, Niculási og Ólafi Frey.
Sinnti menningarmál-
um í Kópavogi í 40 ár
Á leikskólanum Hörðuvöllum Jón Guðlaugur, annar frá vinstri, á leikskóla
fyrir 65 árum með félögum sem voru saman í bekk alla leið upp í Flensborg.
Mosfellsbær Viktor
Myrkvi Hjörleifsson
fæddist 12. janúar
2016 kl. 14.36. Hann
vó 4.060 g og var 51
cm langur. Foreldrar
hans eru Ingibjörg
Lilja Zoëga og Hjör-
leifur Einarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
KUBOTARTV-X900 hefur farið sigurför umheiminn og er ein af vinsælustu vörum KUBOTA.
Þetta eru sterkbyggðir vinnuþjarkar sem henta jafnt bændum, verktökum, félaga-
samtökum, veiðifélögum og sumarabústaðaeigendum. Við bjóðum KUBOTA RTV-X900 á
frábæru kynningarverði þessa dagana. Hafið samband sem fyrst til að tryggja ykkur eintak
af RTV-X900 vinnuþjarkinum frá KUBOTA á þessu frábæra verði.
Hittu í markmeð KUBOTA
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is