Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Stundum er lífið
ekki réttlátt, að
taka móðurbróður
minn allt of
snemma frá okkur.
Ég ætla að rifja upp nokkur
atriði úr lífi okkar en það er bara
sumar á milli okkar í aldri. Við
ólumst upp saman fyrstu árin á
Siglufirði hjá foreldrum þínum
sem taka örugglega vel á móti
þér. Það er hálfnöturlegt að þú
farir fyrstur af afkomendahóp
þeirra, sem nú telur 95, og
yngstur barna afa og ömmu.
Það er margs að minnast;
fyrsta útilegan, fyrsta fylliríið,
fyrstu bílarnir, allar veiðiferðirn-
ar, öll sveitaböllin sem við fórum
á, öll sumur bæði fyrir norðan og
sunnan og margt fleira. Þegar
við vorum pollar þá flugumst við
oft á og endaði viðureignin oftast
þannig að þú lentir undir. Í síð-
asta skiptið sem við flugumst á
endaði það með því að tjaldið fór
í rúst en þá vorum við í útilegu
inni á Lambanesi í Fljótum
ásamt öðrum strákum. Um
kvöldið, áður en við fórum að
sofa og búnir að tjasla tjaldinu
upp, þá segir þú að við verðum
að hætta að fljúgast á, við séum
að verða fullorðnir og ekki við
hæfi að ólmast svona eins og við
gerum stundum. Við tókumst í
hendur upp á það og föðmuð-
umst. Þetta var í síðasta skiptið
sem við tókumst á.
Það var eflaust erfitt fyrir þig
að eiga mig sem frænda á sama
aldri, þú fékkst allar skammirn-
ar hjá afa og ömmu þegar við
vorum litlir, sama þótt ég gerði
axarsköftin. Þú talaðir um þetta
við mig þegar við vorum orðnir
fullorðnir hvað þér þótti óréttlátt
að hafa fengið allar skammirnar.
Við vorum eitt sumar saman á
sjó sem var mjög eftirminnilegt
fyrir okkur báða. Þá vildi afi að
við byrjuðum saman í útgerð en
hugur þinn stóð til annars sem
var gott fyrir okkur báða. Þú
fórst í veitingaskólann og lærðir
til kokks og kláraðir það með
sóma.
Okkar næstsíðasta veiðiferð
var í ágúst 2008 í Laxá í Þingeyj-
arsýslu en þú hafðir aldrei komið
þangað og dásamaðir umhverfið.
Á öðrum degi varð óhapp þegar
þú steigst ofan í sprungu og rist-
arbrotnaðir. Það var upphafið að
veikindum þínum enda sá ég það
að þú varst móður og hafðir tæp-
lega við mér þegar við gengum
með ánni. Þarna varstu orðinn
veikur en vissir það ekki. Einnig
voru ógleymanlegar veiðiferðirn-
ar í Miðá; í gamla veiðikofanum
sem þá stóð uppi, með strákun-
um frá Ólafsvík. Þú varst í ess-
inu þínu og töfraðir fram gott á
grillið og ég tala nú ekki um
kaffið sem við drukkum með
koníakinu.
Í kringum 1978 kynntist þú
Berglindi, sem hefur staðið eins
og klettur við hlið þér í lífinu
sem og veikindunum. Þið fóruð
til Svíþjóðar um 1980 og komuð
til baka 1983 og stofnuðuð Te &
kaffi sem þið hafið byggt upp af
miklum dugnaði og eljusemi. Í
byrjun var hverri krónu velt við
en núna er þetta stöndugt 200
manna fyrirtæki.
Einnig var þetta mjög erfitt
eftir hrun að bjarga fyrirtækinu
og þú orðinn fárveikur. Þú fórn-
aðir þér í þetta verkefni á kostn-
að heilsunnar og nýtur nú ekki
afrakstursins af verkum þínum,
sem mér þykir mjög sárt fyrir
þína hönd. Það var mér mikils
Sigmundur
Dýrfjörð
✝ SigmundurDýrfjörð fædd-
ist 13. apríl 1956.
Hann lést 31. mars
2017.
Útför Sigmund-
ar fór fram 18.
apríl 2017.
virði að hafa þig svo
nálægt mér í gegn-
um þessi sextíu ár
sem við fylgdumst
að. Við sameinumst
aftur síðar og hefst
þá nýr og spenn-
andi kafli í tilveru
okkar.
Berglind, Kristín
María, Sunna Rós,
guð gefi ykkur
æðruleysi til að tak-
ast á við söknuðinn.
Guðmundur Hólm
Svavarsson.
Kær vinur okkar er fallin frá,
allt of snemma. Hann var miklu
meira en tengdafaðir hans Hall-
dórs okkar til næstum 20 ára.
Hann var einn af okkar bestu
vinum og eigum við honum svo
margt að þakka. Simmi var ein-
staklega ljúfur og örlátur mað-
ur með góða nærveru, vildi allt
það besta fyrir fólkið sitt, var
vakandi yfir velferð þeirra allra.
Við eigum bara góðar minning-
ar um hann, getum nefnt mat-
arboðin þar sem hann gat aldrei
verið með einfalda matseld, allt-
af hlaðborð með dásamlegum
mat, eins og t.d. bernaise-sós-
unni hans, en hún er sú besta
sem til er að okkar mati. Ferða-
lögin í Árbakka sæluhús þeirra
hjóna, Ferðin til Flórída eftir
brúðkaup þeirra Halldórs og
Kristínar er eftirminnilegt en
það veitti ekki af tveimur ömm-
um og tveimur öfum til að passa
litlu stúlkurnar tvær þær Ronju
og Söru. Margs er að minnast
frá þeirri ferð
Simmi átti eftir að gera svo
margt. Byggja og framkvæma
meira, koma fyrirtækinu, sem
hann var vakinn og sofinn yfir, í
skjól til framtíðar. Þótt hann
hafi ekki séð verkið fullklárað á
meðan hann lifði trúum við því
að það sé í góðum höndum.
Handritið er til og markmiðin
eru skýr. Það er á hreinu að það
verður togað í spotta ef það þarf
að leiðrétta kúrsinn. Við erum
meðvituð um að fylgst er vel
með öllu. Veraldlegu hlutirnir
ganga sinn gang.
Við höfum fylgst með og dáðst
að þrautseigju og baráttu
Simma, sem hann ætlaði ekki að
tapa allt fram á síðasta dag. Við
höfum líka undrast styrk eigin-
konu hans Berglindar og dætra
þeirra Kristínar Maríu og
Sunnu. Þær börðust líka fram á
síðasta dag og önnuðust hann
með virðingu og ást. Mikil er
þeirra sorg.
Elsku Ronja og Sara fá ekki
að upplifa afa sinn eins og vænst
hafði verið, en munum að allir
eiga að vera glaðir í Árbakka.
Þar gerum við saman unaðsreit
skreyttan trjám og blómum og
þar getum við talað við afa
Simma.
Við höfum leyft okkur að
gráta og láta tilfinningar okkar í
ljós þessa páskadaga en höfum
það líka hugfast að það er líkn að
fá að fara, þegar dagarnir eru
taldir og sársaukinn er óbærileg-
ur. Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Til að létta undir með okkur í
sorginni veitti Sigurbjörn Þor-
kelsson okkur góðfúslegt leyfi að
nota þennan fallega texta:
Leyfðu sorginni
að hafa sinn tíma
og fara sinn eðlilega farveg.
Svo mun það gerast,
smátt og smátt,
að þú gefst upp fyrir henni
og minningarnar björtu og góðu
komast að,
taka við
og búa með þér.
Ómetanlegar minningar
sem enginn getur frá þér tekið.
Að harðasta vetrinum loknum
fer svo að vora
og yljandi vindar
taka aftur um þig að leika
og litskrúðug
ólýsanlega fögur blóm
gera vart við sig,
hvert af öðru.
Þau taka að spretta
umhverfis lind minninganna.
Blessaðir séu þeir
sem gefa sér tíma
til að strjúka vanga
og þerra tár af kinn
bara með því að faðma
og vera.
Með elskulegri kveðju.
Guðrún Ellen og
Guðmundur.
Kaffiheimurinn hefur misst
sinn allra besta mann sem var
frumherji á íslenskum kaffi-
markaði og naut mikillar virð-
ingar jafnt innanlands sem er-
lendis. Simmi hefur verið hjarta
og sál Tes & kaffis allt frá því að
hann og Berglind stofnuðu fyr-
irtækið árið 1984. Fyrirtækja-
bragur mótast af skapgerð og
gildismati þess fólks sem á og
rekur fyrirtæki. Þau hjónin hafa
af einlægum áhuga og ástríðu
byggt upp öflugt fyrirtæki með
miklum mannauði, þekkingu og
kröfu um að bjóða aðeins upp á
gæðavörur. Virðing og væntum-
þykja í garð síns starfsfólks hef-
ur einkennt Simma og Berglindi
alla tíð og það er gagnkvæmt.
Hjá Te & kaffi starfar fjöldi
fólks sem á það sameiginlegt að
þykja afar vænt um fyrirtækið
og deilir ástríðu þeirra hjóna á
kaffi og tei sem þau í sameiningu
hafa smitað okkur starfsfólkið
sitt af.
Ótrúlegt æðruleysi einkenndi
Simma í erfiðum veikindum síð-
ustu árin en allan tímann virtist
hann staðráðinn í því að láta þau
með engu móta stjórna lífi sínu.
Hann hélt sér uppteknum og
mótaði framtíðarsýn fyrirtækis-
ins af krafti. Hann hafði áhuga á
minnstu smáatriðum í rekstrin-
um allt til enda, var umhugað
um að framtíð Te & kaffi væri
björt og að fólkinu sínu liði vel.
Mörg úr okkar hópi minnumst
Simma sem læriföður enda
kunni hann ansi margt fyrir sér
og var duglegur að leiðbeina og
ráðleggja. Við minnumst hans
líka sem mjög hugmyndaríks
manns sem var sífellt að koma
með hugmyndir að nýjungum og
hafði skoðanir á öllu. Hann
brýndi fyrir okkur þörfina á að
hugsa sífellt fram á við og stöðn-
un í hans huga kom aldrei til
greina. Umfram allt minnumst
við vinar sem við söknum sáran.
Simmi skilur eftir sig skarð
sem verður aldrei fyllt. Við mun-
um gera allt sem í okkar valdi
stendur til að hjálpa fjölskyld-
unni hans að vinna áfram að
þeirri framtíð sem hann hafði
fyrir hönd fyrirtækisins. Við
gætum ekki hafa verið undirbúin
undir það verkefni af betri
manni en honum. Við vottum
fjölskyldunni samúð á þessum
erfiðu tímum og syrgjum með
henni. Minning Simma mun lifa
með Te & kaffi um ókomin ár.
Fyrir hönd starfsfólks Tes &
kaffis,
Guðmundur Halldórsson
Heiðursmaðurinn Sigmundur
Dýrfjörð er fallinn frá. Eftir ára-
langa baráttu við illvígan sjúk-
dóm varð hann að lúta í lægra
haldi, hann barðist hetjulega til
hinstu stundar.
Við minnumst hinna góðu
stunda sem við áttum með
Simma, Berglindi, dætrum
þeirra og fjölskyldum í heim-
sóknum okkar til þeirra þegar
við áttum leið í höfuðborgina,
einnig þá er þau heimsóttu okk-
ur þegar við bjuggum fjarri
henni.
Mjög gott var að leita til
Simma með alls konar álitamál,
stór sem smá, hann var ráðholl-
ur og alltaf gaf hann sér tíma
þrátt fyrir annríki.
Simmi var traustur maður,
heiðarlegur og harðduglegur, og
urðu þeir eðlisþættir hans
grunnurinn að farsæld og vexti
fyrirtækis hans og Berglindar,
Te & kaffi. Þau hjónin hófu
rekstur sérverslunar með te og
kaffi á Barónsstígnum fyrir lið-
lega 30 árum, þar var ekki hátt
til lofts né vítt til veggja en sam-
heldni og dugnaður fjölskyld-
unnar hefur varðað veginn til
vaxtar, farsældar og virðingar í
tímans rás.
Simmi kvaddi allt of snemma,
hans hlutverki var engan veginn
lokið, seinni hálfleikurinn var
rétt að hefjast. Hann var mikill
fjölskyldumaður, elskaður eigin-
maður, faðir og afi og hann hefði
svo sannarlega viljað eiga lengri
tíma með ástvinum sínum en
raun varð á. Sorgin hefur sest að
en minningarnar ylja og veita
huggun.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við kveðjum nú þennan góða
dreng með miklum söknuði og
munum ávallt minnast hans af
hlýhug og virðingu. Minningin er
góð og hún lifir.
Elsku, elsku Berglind, Kristín
María, Dóri, Ronja, Sara, Sunna
Rós, Tómas og allir aðrir að-
standendur. Ykkar missir er
mikill, þið eigið alla okkar sam-
úð, megi Guð vera með ykkur.
María, Sveinbjörn, dætur og
fjölskyldur þeirra.
Kær vinur og góður drengur,
Sigmundur Dýrfjörð, er fallinn
frá.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast honum árið 1978, þegar
Berglind kynnti hann fyrir vin-
kvennahópnum. Hann tók þess-
um stelpnahóp fagnandi og vann
hug okkar og hjarta með það
sama. Simmi og Berglind voru
fyrst í vinahópnum til að eignast
barn og frumburðurinn, Kristín
María, fæddist í Gautaborg 1982,
Sunna Rós fæddist 1989. Simmi
var mikill fjölskyldumaður og
hans mesta stolt voru dætur
hans og afastelpurnar. Vinahóp-
urinn stækkaði, fleiri eiginmenn
og börn bættust við og alltaf
hélst vináttan. Við ferðuðumst
mikið saman og styrktum vinátt-
una, jafnt börn sem fullorðnir.
Þegar Simmi og Berglind
komu sér upp sumarbústað í
Borgarfirðinum voru ófáar ferð-
irnar farnar þangað þar sem
mikið var eldað og hlegið. Oft á
tíðum var svo fjölmennt að flötin
hjá þeim var þakin tjöldum. En
þau hjónin voru höfðingjar heim
að sækja, hvort sem var í bú-
staðinn eða á heimili þeirra.
Simmi var lærður kokkur og
mikill ástríðumaður í matargerð.
Hann hafði unun af að elda og
kynna fyrir okkur framandi rétti
og nýjar aðferðir við matargerð-
ina.
Simmi var afkastamikill í líf-
inu. Þau hjónin stofnuðu fyrir-
tækið Te og kaffi eftir heimkomu
frá Gautaborg þar sem þau
höfðu kynnst te- og kaffimenn-
ingu. Með mikilli elju hafa þau
byggt upp fyrirtækið ásamt fjöl-
skyldunni.
Síðasta skiptið sem vinahóp-
urinn hittist var rétt eftir 60 ára
afmæli Simma. En þá héldum
við honum óvænta afmælisveislu
sem gladdi hann mikið og lifir
kvöldið í minningu vinahópsins.
Við þökkum fyrir að hafa átt
vináttu Simma í öll þessi ár og
kveðjum hann með hlýhug og
virðingu og þökkum fyrir sam-
fylgd í lífinu.
Við sendum elsku Berglindi,
Kristínu Maríu, Sunnu Rós, litlu
afastelpunum, tengdasonum,
Stínu tengdamóður hans og öðr-
um aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Heiða, Gunnar, Bryndís
og Svanur.
Simma vin minn hitti ég fyrst
þegar hann bauð Berglindi í bíó
og neyddist til að hafa vinkon-
urnar með líka. Hann skellti
okkur öllum inn í stóra gula am-
eríska húsbílinn og kippti sér
ekkert upp við það að sitja yfir
rómantískri vellu með sex skæl-
andi stelpum. Þegar Berglind
fór ein á stefnumótin þá vissum
við að alvara var komin í sam-
bandið og að Simmi hafði sigrað
bæði hana og okkur. Þetta var
upphafið að 40 ára vináttu sem
aldrei bar skugga á.
Simmi var 22 ára og vissi hvað
hann vildi. Mér fannst Simmi
vera sannur karlmaður, dugnað-
arforkur sem hafði verið sjómað-
ur í nokkur ár og var með tattú á
handleggnum sem hann fékk sér
í Hamborg eins og sjómenn
gerðu í gamla daga. Hann var
sigldur og lífsreyndur maður og
þegar hér var komið sögu var
hann að læra til kokks og kom-
inn á samning í Þórskaffi. Hann
var að byggja hjá Byggung í
Kópavogi og Berglind fór með
honum að naglhreinsa og hand-
langa á kvöldin eftir vinnu. En
það var bara byrjunin á miklum
byggingaframkvæmdum þeirra
hjóna því mér telst til að þau hafi
byggt 6 íbúðarhús á þeim 40 ár-
um sem þau áttu saman.
Til Gautaborgar héldu þau í
ævintýraleit og Simmi fór að
vinna hjá Hotel Scandinavia. Þar
byrjuðu þau að drekka gæða-
kaffi og te og fengu hugmyndina
að stóra ævintýrinu – Tei og
kaffi. Þau byrjuðu reksturinn í
kjallara á Barónsstígnum og á
þeim 33 árum sem fyrirtækið
hefur starfað hefur það stækkað
ört. Simmi og Berglind ráku það
af krafti og voru óstöðvandi í
uppbyggingunni. Þau opnuðu sí-
fellt fleiri og stærri kaffihús og
stækkuðu kaffibrennsluna og
pökkunina mörgum sinnum.
Eldri dóttir þeirra, Kristín
María, fæddist í Gautaborg árið
1982 og síðan Sunna Rós árið
1989. Svo fæddust fleiri börn í
vinahópnum og við fórum með
þau í ferðalög að skoða landið og
treystum vinaböndin.
Um jól og páska héldum við
veislur með börnunum og fórum
í helgileik eða eggjaleit. Mörg
okkar hafa unnið um tíma í Tei
og kaffi og var ég fyrsti starfs-
maðurinn þar, sumarið 1984, og
þá með son minn í maganum
sem seinna starfaði líka hjá fyr-
irtækinu. Sonur minn naut góðs
af leiðsögn Simma sem ræddi við
hann um lífið og tilveruna og gaf
honum góð ráð, hlustaði á hann
af athygli og sýndi skoðunum
hans og framtíðardraumum
áhuga. Það þótti mér ákaflega
vænt um. Við deildum saman
gleði okkar og sorgum eins og
góðir vinir gera og skírðum,
fermdum, útskrifuðum og giftum
börnin okkar saman. Síðast þeg-
ar við hittumst lögðum við drög
að nýrri ævintýraferð um há-
lendið í sumar til að skoða þá
staði sem Simmi átti enn ókann-
aða á Íslandi. Nú kannar Simmi
nýjar slóðir í ríki ljóss og friðar
en við kveðjum góðan dreng með
söknuði og trega á hátíð vonar
og upprisu. Hvíl í friði, kæri vin-
ur, þar til við hittumst á ný.
Guðrún Birna.
Þakklæti er eitt af því sem
kemur upp í huga okkar þegar
við hugsum um hann Simma.
Þakklæti fyrir það að hann var
hluti af okkar lífi. Þakklæti fyrir
að eiga svo margar góðar minn-
ingar og stundir. Þakklæti fyrir
allt sem hann kenndi okkur.
Þakklæti fyrir að hafa átt hann
að sem góða fyrirmynd á marg-
an hátt. Simmi var svo einstak-
lega hugrakkur og sterkur per-
sónuleiki. Hann bjó yfir svo
mikilli lífsorku og hafði svo já-
kvæða sýn á lífið. Það var aðdá-
unarvert að sjá hversu vel hon-
um tókst til í hlutverkum sínum
og þá sértaklega í þeim mikil-
vægustu, sem voru eiginmaður,
faðir og afi.
Hans Simma verður sárt
saknað og við munum ávallt
minnast hans með þakklæti í
hjörtum okkar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Begga, Kristín, Sunna,
Dóri, Tómas, Ronja og Sara.
Megi allt hið góða lýsa ykkur um
lífsins veg og styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Ástarkveðjur,
Tinna, Thalia, Freyja,
Sigurjón, Kristín og Sæunn.
Það er sárt að kveðja góðan
vin sem hefur fylgt okkar vina-
hóp í 40 ár.
Eitt kvöld í Sigtúni fyrir langa
löngu varð falleg ástarsaga til er
Berglind vinkona okkar þáði
dans hjá ungum myndarlegum
manni sem hét Sigmundur.
Þeirra dans byrjaði þetta fallega
kvöld og hann slitnaði aldrei eft-
ir það. Ungi maðurinn fór fljót-
lega eftir kvöldið góða að bjóða
ungu stúlkunni út á rúntinn og í
bíó eins og tíðkaðist í þá daga.
Hann átti þá stóran gulan húsbíl
og til að byrja með þurfti hann
að sætta sig við það að hafa allan
vinkonuskarann hennar með og
fengum við vinkonurnar að sitja
aftur í og fylgdum þeim um allar
trissur. Það hefðu nú ekki marg-
ir ungir menn nennt að hafa okk-
ur allar í eftirdragi þegar þeir
vildu bjóða ástinni sinni út en
Simmi lét sig hafa það og upp-
skar einlæga vináttu okkar og
aðdáun fyrir þolinmæði sína og
þrautseigju. Begga og Simmi
hófu fljótlega búskap bæði hér
heima og í Gautaborg og eign-
uðust tvær yndislegar dætur,
þær Kristínu Maríu og Sunnu
Rós. Þau hafa verið einstaklega
samstiga í gegnum lífið og átt
svo fallegt samband. Þau byggðu
fjölskyldufyrirtæki sitt upp af
miklum dugnaði og er gaman að
minnast þess að þegar þau byrj-
uðu með fyrstu Te og kaffi-búð-
ina í kjallara á Barónsstíg árið
1984 þá vorum við undirrituð
ásamt nöfnu minni fyrstu
starfsmennirnir þar. Þarna var
fyrsta sérverslunin með te og
kaffi komin til Íslands með fleiri
tegundum af tei og kaffi en
nokkur hafði séð fyrr og öllu því
sem tilheyrði slíkum seremóní-
um ásamt allskonar fallegri
gjafavöru.
Fram að þessum tíma þekkti
landinn nánast eingöngu Braga-
og Ríó-kaffi svo að þetta var
mikið brautryðjandastarf hjá
þeim hjónum. Undirrituð minn-
ist þess að launin hafi farið
fljótt í dásamlegar tekrúsir frá
Austurlöndum fjær ásamt te-
kötlum af öllum stærðum og
gerðum. Þarna skemmtum við
okkur yfir því að læra að þekkja
52 gerðir af tei á lyktinni einni
saman og spurningakeppnin
„hvaða te er í katlinum?“ varð
til. Simmi var einstaklega vel
gerður maður, mikill fjölskyldu-
maður, skemmtilegur og mikill
húmoristi, og þótti okkur öllum
óskaplega vænt um hann. Það
verður mikill söknuður að
Simma og við minnumst hans
með mikilli hlýju og þakklæti
fyrir góða vináttu.
Elsku Berglind, Kristín María
og Halldór, Sunna Rós og Tómas
Joð, Ronja og Sara, Kristín
Hartmanns og systkini Sig-
mundar, ég sendi ykkur öllum
innilegar samúðarkveðjur á
þessum erfiðu tímum.
Guðrún Lind Waage.