Morgunblaðið - 20.04.2017, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Aðbúnaðursérsveitarríkislög-
reglustjórna hefur
verið efldur eins
og fram kom í
Morgunblaðinu í
gær. Hefur sér-
sveitin fengið af-
henta fjóra nýja
bíla, sem eru
kraftmeiri og tæknilegri en
þeir lögreglubílar sem sveitin
hefur haft til umráða til þessa,
eins og segir í fréttinni.
Hinar nýju bifreiðar eru
hannaðar í samráði við lögreglu
í Bandaríkjunum og keyptar
fullbúnar þannig að ekki þarf
að breyta þeim til að fullnægja
þörfum sérsveitarinnar. Þær
verða notaðar í útköll og verk-
efni á borð við fylgd erlendra
þjóðhöfðingja. Áður voru leigð-
ir bílar til þess og þeim breytt
til að þeir hentuðu, með ærnum
tilkostnaði.
Sérsveitin mun einnig skipta
út einkennisklæðnaði sínum og
fara úr bláu í grátt.
Verkefnum sérsveitarinnar
hefur farið fjölgandi og hún
þarf að geta brugðist við.
Hryðjuverkamenn hafa látið til
skarar skríða í nágrannalönd-
um okkar. Það væri afneitun að
láta eins og slíkir atburðir
gætu ekki gerst hér á landi. Ás-
mundur Kr. Ásmundsson,
næstráðandi hjá sérsveitinni,
segir í Morgunblaðinu í gær að
með uppfærðum tækjakosti sé
ekki verið að bregðast við auk-
inni hættu hér á landi, en aug-
ljóst er að því betur sem sér-
sveitin er búin,
þeim mun færari
er hún um að
bregðast við.
Nýr búnaður
sérsveitarinnar
gefur tilefni til að
beina athyglinni að
aðbúnaði almennu
lögreglunnar. Með
fjölgun ferða-
manna um allt land og aukinni
umferð samfara henni reynir
sennilega meira á lögreglu en
nokkru sinni áður. Í Morg-
unblaðinu í dag er rætt við
Svein Kr. Rúnarsson, yfirlög-
regluþjón á Suðurlandi. Hann
segir að endurnýja þurfi fimm
af 13 sérmerktum bílum lög-
reglunnar á Suðurlandi. „Um
mest eknu bílana má segja að
einn dagur í notkun þýði annar
á verkstæði og auðvitað er
engin glóra í slíku,“ segir
hann. Sennilega verði hins
vegar ekki einum einasta bíl
skipt út í ár.
Lögreglan á Suðurlandi hef-
ur fengið meira fé vegna auk-
inna verkefna, en um end-
urnýjun ökutækja er hún háð
fjárveitingum, sem fara til
embættis ríkislögreglustjóra.
Þá eru samningar lögreglu
við birgja um kaup á einkenn-
isfatnaði fallnir úr gildi. Því er
ekki hægt að láta sumarafleys-
ingamenn hafa nýjan einkenn-
isfatnað. Segir Rúnar að þessa
dagana sé leitað að og tínd til
notuð föt, sem finnast í skáp-
um fyrir sumarfólkið, sem
aldrei hafi veri fleira. Þetta er
sláandi misræmi.
Sérsveitin fær nýja
búninga, en lög-
reglan á Suðurlandi
leitar í skápum að
notuðum fötum
handa sumarafleys-
ingafólki}
Aðbúnaður lögreglu
Frétt Morg-unblaðsins í
gær um mikil bygg-
ingaáform á Sel-
fossi, þar sem hægt
verði að bjóða upp á
mun ódýrari íbúðir en á höf-
uðborgarsvæðinu, er umhugs-
unarverð.
Í fréttinni kemur fram að til-
slakanir í byggingarreglugerð,
sem sett var árið 2012 og var
allt of íþyngjandi, hafi lækkað
byggingakostnað töluvert. En
fleira komi til. Lægra lóðaverð
vegi til dæmis þungt en einnig
sveigjanlegri skipulagsskil-
málar á Selfossi en á höfuðborg-
arsvæðinu.
Á Selfossi veiti deiliskipu-
lagsákvæði meira svigrúm og er
dæmi tekið af því að þar sé ekki
gerð krafa um bílastæði neð-
anjarðar. Það lækki íbúðaverðið
verulega, enda kosti hvert stæði
í kjallara um 4 milljónir króna.
Það geta verið markaðs-
ástæður, ekki síst breytingar í
eftirspurn, sem skýra það að
húsnæði er dýrara
á einum stað en
öðrum. Ef munur á
kostnaði við að
byggja íbúðir á Sel-
fossi og á höf-
uðborgarsvæðinu nemur tugum
prósenta spilar hins vegar fleira
inn í.
Líklegt er að mikill verðmun-
ur á byggingakostnaði á Sel-
fossi og á höfuðborgarsvæðinu
skýrist einkum af því að höf-
uðborgin hefur dregið lappirnar
í því að brjóta nýtt land undir
byggingar. Öll áherslan hefur
verið á að byggja þröngt og
dýrt en möguleikar fyrir hag-
kvæmt húsnæði verið hunsaðir.
Það ætti ekki að þurfa að vera
dýrara að byggja á Geld-
inganesi eða í Úlfarsárdal, svo
dæmi séu tekin, en á Selfossi.
En ef borgaryfirvöld fylgja ein-
strengingslegri stefnu í skipu-
lagsmálum verður niðurstaðan
sú að nýbyggingar verða of dýr-
ar í Reykjavík og þá fer fólk
annað.
Miklu ódýrara er að
byggja á Selfossi en
í höfuðborginni}
Skipulagið ýtir upp verðinu
G
leðilegt sumar.
Sumardagurinn fyrsti hefur
verið lögbundinn frídagur síðan
1971 og er einn af ellefu löggiltum
fánadögum íslenska lýðveldisins.
Samkvæmt Sögu daganna eftir Árna Björns-
son hefur sumardagurinn fyrsti alltaf verið
mikill hátíðisdagur og lengi vel voru sum-
argjafir þekktari en jólagjafir en heimildir um
sumargjafir eru til frá 16. öld.
Flest okkar eiga æskuminningar frá sum-
ardeginum fyrsta og margar snúa þær að því
að hafa ætlað út að leika á stuttbuxum og stutt-
ermabol því sumarið var komið, þrátt fyrir að
úti væri jafnvel hríðarbylur. En sumardag-
urinn fyrsti hefur aldrei merkt að þá hæfist
sumarblíðan heldur blátt áfram að þá hæfist
sumarmisseri, eins og segir í Sögu daganna. Í
dag er fyrsti dagur hörpu sem er fyrsti sumarmánuðurinn
í gamla norræna tímatalinu, kemur á eftir einmánuði og
undan skerplu. Samkvæmt Sögu daganna hefur heilmikil
hjátrú fylgt þessum degi en sú sem við þekkjum best er
hvort vetur og sumar frjósi saman. Ef frystir aðfaranótt
sumardagsins fyrsta er það talið góðs viti, boða gott sum-
ar.
Það er eitthvað fallegt við það að sumardagurinn fyrsti
skuli vera rauður dagur hjá okkur, að gefið sé frí í vinnu og
efnt til hátíðarhalda. Þetta er merkilegur dagur fyrir okk-
ur sem búum á Íslandi, hann táknar betri tíð með blóm í
haga. Dagurinn sjálfur er ekki endilega tilefni hátíð-
arhaldanna heldur það sem á eftir honum kem-
ur; vorið, græn grös, blómstrandi fífill undir
vegg og fuglasöngur, lítil lömb og lykt af vori,
skólaslit, hlýindi og langar sumarnætur. Við
fögnum sumardeginum fyrsta því hann er upp-
hafið að yndislegum tíma sem færir okkur
gleði.
Ég veit ekki hvort það að alast upp í sveit
hafi gert upplifunina af sumardeginum fyrsta
sterkari. Það er að hefjast annatími; vorverkin,
sauðburður, kettlingar og folöld, upphaf að
endalausum útileikjum. Í Sögu daganna segir
að það hafi alltaf verið haldið upp á sumardag-
inn fyrsta til sveita en minna hafi verið um há-
tíðarhöld í höfuðborginni. Það breyttist árið
1921 þegar fyrsti barnadagurinn var haldinn
hátíðlegur í Reykjavík sumardaginn fyrsta.
Það var barnadagsnefnd, sem var skipuð til að
koma á fót vistheimili fyrir munaðarlaus börn, sem ákvað
að þessi dagur skyldi framvegis vera helgaður börnum.
Því er vel við hæfi að Barnamenningarhátíð í Reykjavík sé
haldin um þetta leyti en í ár fer hún fram dagana 25. til 30.
apríl. Inn á vefsíðunni www.barnamenningarhatid.is má
sjá þá veglegu dagskrá sem boðið verður upp á þá daga.
Í gamla daga var alltaf gert vel við sig í mat og drykk á
sumardaginn fyrsta og fullorðnir fóru jafnvel í útileiki með
börnunum. Gerum það í dag; fáum okkur pönnukökur með
sultu og rjóma og förum út með börnunum í fallin spýta
eða eltingarleik, það getur ekki annað en boðað gott sum-
ar. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Við fögnum sumrinu í dag
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Vopnuðum ránum í lyfjabúð-um hefur fjölgað talsvert áundanförnum árum.Reyndar gildir það al-
mennt um vopnuð rán hér á landi. Á
rúmum mánuði hafa sjö slík rán verið
framin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir
sem ræna apótek eru yfirleitt fíklar
sem oftast eru að leita efna til að
halda áfram neyslu á háu stigi. Þegar
ránin eru framin
eru þeir gjarnan í
vímu og geta verið
stórhættulegir
eins og atvikið í
Garðabæ á þriðju-
daginn er til vitnis
um. Maður í ann-
arlegu ástandi
kom snemma
morguns í Apótek
Garðabæjar og
hótaði starfsfólki
með öxi. Það kom sér á brott en ræn-
inginn flúði í bifreið sem lögreglan
náði að stöðva með því að aka á hana,
en glæfraakstur ræningjans á flótt-
anum skapaði almannahættu og
eignatjón á bifreiðum sem hann ók á.
Í byrjun mars ruddist maður vopn-
aður hnífi inn í Apótekarann á Bílds-
höfða. Huldi hann andlit sitt með klút
og krafðist lyfja og peninga. Hafði
hann á brott með sér rúmar 34 þús-
und krónur í reiðufé auk lyfja að
verðmæti rúmar 80 þúsund krónur.
Lögregla hafði uppi á manninum
nokkrum dögum seinna.
Vopnuð rán í lyfjabúðum eiga sér
ekki aðeins stað á höfuðborgarsvæð-
inu. Í byrjun febrúar var gefin út
ákæra á hendur Bandaríkjamanni
sem framið hafði slík rán í Apóteki
Ólafsvíkur og Apóteki Suðurnesja í
nóvember í fyrra. Eins og ræninginn
á Bíldshöfða huldi hann andlit sitt og
otaði hníf að starfsfólki apótekanna.
Tókst honum að fá bæði lyf og pen-
inga. Grunur lék á því að sami maður
hefði verið að verki þegar vopnuð rán
voru framin í Bílaapótekinu í Kópa-
vogi í september og í Suðurveri í nóv-
ember.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð-
ingur segir að það hafi verið einkenni
atvika af þessu tagi á undanförnum ár-
um að ránin séu illa skipulögð og fram-
in í fljótræði, yfirleitt vegna mikillar
þarfar fyrir vímuefni. „En þetta eru
jafn alvarlegir atburðir fyrir það,“ seg-
ir hann. Vopnuðu ránin að undanförnu
minni á bylgju sem gekk hér yfir fyrir
um áratug. Þá hafi komið í ljós í við-
tölum við afbrotamennina að þeir
gerðu sér enga grein fyrir þeim afleið-
ingum sem ógnanir þeirra hefðu haft á
starfsfólk, hvort sem var í apótekum,
kjörbúðum eða bönkum. Þeir hafi bor-
ið því við að þeir hafi ekki ætlað að
beita ofbeldi, aðeins ná í ránsfenginn,
lyfjaskammt eða peninga.
Helgi segir að fólk sem verði fyrir
skyndilegum ógnunum sé oft lengi að
jafna sig og sé jafnvel frá vinnu í
langan tíma. Sú viðbára að menn hafi
ekki ætlað að beita ofbeldi sé lítils
virði því menn hugsi ekki skyn-
samlega við slíkar aðstæður og geti
misst stjórn á sér ef ekki er látið und-
an. Afbrotamennirnir eiga það sam-
merkt að vera í mikilli neyslu og
brjóti af sér þegar þeir eru komnir í
öngstræti. Þess vegna þurfi að vera
til vettvangur sem menn í slíku
ástandi geti leitað til og fengið hjálp
og ráðgjöf. Nefnir hann Frú Ragn-
heiði Rauða krossins í því sambandi,
sérinnréttaðan gamlan sjúkrabíl sem
er ekið um götur höfuðborgarsvæð-
isins á kvöldin. Þar er boðið upp á
hjúkrunarþjónustu og nálaskipta-
þjónustu. Sums staðar erlendis geta
langt leiddir fíkniefnaneytendur
fengið lyfjaskammt á slíkum stöðum
og er það gert til að minnka skaða af
ástandi þeirra.
Vopnuðum ránum í
lyfjabúðum fjölgar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Apótek Garðabæjar Hér var vopnað rán framið á þriðjudaginn. Yfirleitt eru lyfjaræn-
ingjar langt leiddir fíkniefnaneytendur sem fremja verknaðinn í fljótræði.
Helgi
Gunnlaugsson
Brugðist hefur verið við vopn-
uðum ránum hér á landi með
aukinni öryggisgæslu. Í stærri
lyfjabúðum, bönkum og sumum
verslunum eru öryggisverðir
sem geta gripið inn í. Í lyfjabúð-
um er þeirri reglu fylgt að hafa
lyf og peninga geymt þannig að
hvort tveggja sé eins óaðgengi-
legt ræningjum og framast er
mögulegt. Þá er starfsfólki ráð-
lagt að reyna ekki að sýna
„hetjuskap“ með því að taka á
móti ræningjunum heldur að
hafa sig tafarlaust á brott og
hringja í lögreglu.
Ekki reyna að
leika hetju
VIÐBRÖGÐ VIÐ RÁNUM
Rán Forðast ber að lenda í
átökum við ræningja.